Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 39

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 39
19 1 1 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 39 Nokkur blaðaummæli úr utanför Vals 1935. BERGEN: (VALUR—DJERV: 1—5). „Bergens Avis“ 18. júní: Kynningin af hinu íslenslca liði í gær sýndi, að þeir léku létta og leikandi knattspyrnu í sama stíl og sú Austurríska. -— Ef satt skal segja, var það Valur, sem á löng- um timum var ráðandi i leiknum úti á vellinum, og hefðu þeir haft góða skotmenn, hefði útkoman orðið önnur. Markmaður (Her- mann) og vinstri hakvörður (Frí- mann) sýndu oft leik af „hþieste klasse“, og miðframvörður (Jó- hannes), sem sérstaklega sýndi mikla leikni (ballbehandler). Krim. DRAMMEN: (VALUR—DRAFN: 1—4). „Drámmens Avis“, 21. júní: Valur var, hvað leikni snertir, mjög gott félag, en þó með veik- ar hliðar. Þeir léku mjög hratt og sérstaklega voru útframherj- ar fljótir á boltann (Agnar og Magnús). Lið Vals samanstóð af jöfnum og drengilegum leik- mönnum, og liefðu þeir leikið á malarvelli, má fullyrða, að úrslit- in hefðu orðið önnur. — Besti maðurinn í liði Vals og á vellin- um, var miðframvörður (Frí- mann). Hann var í vörn, og bygði upphlaupin með nákvæmni. Vinstri innframlierji var einnig mjög góður, og var lílca sá, sem skapaði þau hættulegu augnablik sem Valur félck. Cass. 0 SLO: (VALUR—VÁLERENGEN: 3—5). „Tidens Tegn“, 24. júní, Osló: Satt að segja vöktu gestirnir frá Sögueyjunni mestu undrun. Ef til vill eru það hinar heitu lindir(!), sem hafa gert þá þol- betri í liitanum en aðra. Það vill í þessu tilfelli segja það, miðað við leikmenn Válerengens. Það voru að minsta kosti íslending- arnir, sem héldu uppi liraðanum i leiknum og eins og þeir liálf- partinn þvinguðu mótlierjana með sér, þó þeir lélu ekki leika með sig. Gegnum allan leikinn voru það oftast Valsmenn, sem voru ákveðnari á boltann og fljótari að staðsetja sig (pladsere sig), svo að maður verður, „Vá- lerengen“ vegna að vona, að það liafi verið hitinn, — já hinn ógur- lega hiti (34 st.), — sem var or- sökin í að þeirra leikmenn komu svo altof oft töltandi á hælunum á íslendingunum (galopperende et Hestehode efter Islænderne). Af Val liafði maður ekki húist við svo miklu, en liðið vakti undr- un fyrir mikinn hraða og mjög laglegan samleik (ganske fikse kombinationer). Hægri innfram- herji (Gísli) var sniðugur. Mið- framvörður (Frímann) duglegur og markmaður (Ásmundur) bjargaði markinu oft ágætlega. E. F. „MONT“. Frli. af bls. 15. enda gat enginn ætlast til þess, þar sem hann var eins og hugur manns um allan völlinn. Eg má til að minnast lítið eitt á Nikulás, þvi hann var sá mað- ur, sem kom öllum i gott skap með spilamensku. Hann var held- ur lágur vexti en sver. Þrátt fyrir það liljóp hann ótrúlega hratt, og stundum of liratt. Kom það ekki ósjaldan fyrir, að hann hljóp fram yfir boltann (sem kom þá á móti honum) og sparkaði út í loftið. Það lcom líka fyrir að hann settist á boltann og sat þá á hon- um þar til samherjar komu hon- um til lijálpar, og gátu margir eldvi lireyft sig fyrir hlátri, þvi þetta leit öðruvísi út en hægt er að lýsa með orðum. Þegar hann náði boltanum, þá sparaði hann ekki fæturna, en ekki var hægt að festa augu á boltanum, þvi hann liljóp fram með hann svo einkennilega, og var ekki að sjá annað en hann þvældi honum einhvernveginn á milli fótanna, eða fyrir aftan sig. —- Lási, eins og við kölluðum hann, var ómet- anlega skemtilegur og drengur góður. Að endingu skal eg segja frá þeirri niðurlægingu, sem eg varð fyrir, og eftir það fann eg að eng- inn leit upp til min, sem mér fanst þá sjálfum að gert hefði verið. Á Iþróttavellinum, liér um bil 3 árum eftir að eg lét gera við fótinn á mér, var kappleikur milli Vals og Fram. Eg var einn á með- al áhorfendanna. Mér fanst Vals- menn standa sig heldur illa, og var ekki laust við — ja — eg blátt áfram óskaði þess, að eg væri kominn inn á völlinn, svo eg gæt) sýnt, að hér væri maður sem væri ekki hræddur við Arreboe Clau- sen, sem var í Fram. Því þegar Clausen fékk boltann, var eins og skotið væri úr fallbyssu. Clausen- spörkin voru þau kölluð. — Ein- liver tilviljun var það, að einn maður úr liði Vals varð að hætta í miðjum leik, en þar sem enginn varamaður var til staðar, brá eg mér úr jakkanum og var á svip- stundu lcominn inn á völl — og á svipstundu borinn út aftur. Svo vildi til að í þeim svifum, sem eg kom inn á völlinn, var Clausen að fá boltann. Þar sem nú mér fanst það áberandi, eftir 3ja ára hvíld, að komast þarna í kapplið og geta sýnt livað Loftur gæti, henli eg mér sem köttur á mús á Clausen, en eg varð of seinn. Clausen hafði hleypt af. Eg henti mér þvi upp til að skalla boltann, en við það steinlá eg. Rigning var þá, og boltinn rennblautur og þungur, svo höggið var það mik- ið er boltinn kom beint í andlitið á mér, að eg hálf snerist við i loftinu og kom niður á höfuð og herðar —- og þar með endaði mesta montið. Loftnr Guðmundsson.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.