Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 18

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 18
18 1 9 1 i_i 9 3 6 VALUR 25 ÁRA Aldarfjórðungur er síðan Yalur hóf göngu sína. Tuttugu og fimm ár -— tuttugu og fimm ára starf- semi, sem leitt hefir til þess að samtök hinna ungu drengja 1911, urðu að öflugu félagi, voldugu og stóru félagi sem nú situr í æðsta sessi, sem því er mögulegt að ná á sínu sviði, að vera „besta knatt- spyrnufélag fslands.“ Á slíkum tímamótum verður manni litið um öxl. Litið aftur í tímann og rifjar upp gamlar og nýjar endurminningar. Endur- minningar um gleði og ánægju eftir unninn leik eða unnið mót. Endurminningar um glaðværa fundi og æfingar og bollaleggingar um stórhuga láform og hátt sett takmörk. Við minnumst vina vorra sem við höfum starfað með í félaginu og síðast en ekki síst þeirra manna er forystuna tóku og leiddu félagið svo farsællega fram til dáðríkra starfa og sigurs. Þegar mest syrti að fyrir félag- inu, er það 10 ára gamalt var að lognast út af, vegna áhugaleysis hinna eldri félaga, þá kom fram á sjónarsviðið ungur maður, sem setti sér það takmark, að sjá Val sigra í öllum flokkum. Hann bar og giftu til að leiða félag sitt að takmarkinu. Axel Gunnarsson kaupmaður gekk ungur í Val, varð snemma góður knattspyrnumaður en meiddist í liné, svo að hann varð að hætta knattspyrnuiðkun að eins rúmleag tvítugur. Kringum 1920 er félagið, eins og áður er sagt, alveg að lognast útaf, sökum þess hve fáir sóttu æfingar í 1. aldursflokki, enda þótt Valur hefði þá unnið einu sinni knattspyrnumót í 2. flokki. Var 1. fl. algerlega hættur að taka þátt í knattspyrnumótunum, en 3. flokkur enginn til, þvi Væringj- ar tóku í þá daga þátt í knatt- spyrnu í þeim flokki, en það þótti ekki fært að halda úti tveim knatt- spyrnuflokkum frá K. F. U. M., á sama móti. Um það leyti var tals- verl um það rætt í félaginu, að leysa það alveg upp og vildu sumir samlagast Víking. Setti Axel sig eindregið á móti því og var studd- ur af mörgum þeim er síðar urðu hans bestu samstarfsmenn í félag- inu. 1922 gefur Axel fyrst kost á sér í stjórn félagsins og er þá þeg- ar kosinn i stjórnina ásamt tveim eldri félögum. Varð lítið úr sam- starfi innan stjórnarinnar, þvi annar meðstjórnandi Axel fluttist úr bænum þá um sumarið, en hinn var ærið athafnalítill. Var þvi sjálfgert fyrir Axel að takast for- ystuna á hendur, enda sýndi það sig að öðrum var síst betur til þess trúandi. Þetta fyrsta sumar Axels i stjórn Vals mun hafa orðið honum nokk- Guðm. H. Pétursson. Jón Sigurðsson, læknir. uð dýrt. I sjóði var enginn eyrir handbær. Boltakaup og annað, það er til félagsins þurfti, borgaði Ax- el úr eigin vasa eins og alt væri að eins fyrir liann gert. Auk þess kostaði liann einn sigurveislur fyrir kapplið þau, er unnu hæði 2. flokks mótin það sumar. Þó eg taki fram fjárútlát Axels þetta fyrsta ár vegna algers peninga- leysis félagsins, þá má geta þess að hann, um mörg ár, var stærsta féþúfa félagsins. Axel Gunnarsson situr i stjórn félagsins í samfleytt 10 ár og lengst af formaður, og þótti öllum mikill skaði að brottför hans úr stjórninni. Var hann altaf sjálf- kjörinn fulltrúi félagsins út á við og átti lengi sæti í Knattspyrnu- ráði Reykjavíkur. Æfingum stjórnaði liann um langt skeið og réði jafnan mestu um kapplið félagsins í öllum flokkum. Eins og áður er getið, naut liann aðstoðar ananra manna i viðreisn sinni, og ber þá helst að nefna þá .Tón Sigurðsson lækni og Guð- mund H. Pétursson prentara, sem var um langt skeið þjálfari félags- ins og oft mjög ráðagóður. Jón Sigurðsson geklc í Val er Væringjar hættu að iðka knatt- Frh. á bls. 43.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.