Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 32

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 32
32 VALUR 25 ÁRA 1 9 1 1—1 9 3 6 Framtíð Eftir Þegar Valur á 25 ára afmælis- degi sínum horfir yfir farinn veg, má segja, að félagið liafi náð því takmarki, sem það setti sér, þ. e. a. s., að komast í fremstu röð hvað knattspyrnu snertir. Það hefir vitanlega útheimt mikið erf- iði og áhuga félaga þeirra, sem á undanförnum árum hafa tekið þátt í kappleikum fyrir þess hönd, og heiður sé þeim, sem þrátt fyrir andbyr og hverskon- ar örðugleika hafa haldið velli og fleytt félaginu fram. Besti kennarinn í lifinu er vafalaust andbyrinn. Hann kennir oss, að samheldni og góður vilji getur fleytt fram til sigurs, og ég er viss um, að allir eru sammála um það, að sá árangur, sem þeg- ar hefir náðst, hafi ekki verið auðveldlega fenginn. En það er ekki nægilegt, að horfa yfir unnið starf, það verð- ur einnig að hugsa um framtið- ina og setja sér takmark að keppa að, gjarna hátt takmark, sem ýtl geti undir meðlimina að afkasta áframhaldandi verki. Þá verður fyrst og fremst að hugsa um það, að framtíðarhorf- ur félagsins eru háðar því, að því bætist nýir meðlimir og nýir keppendur, og að þessa aukningu verður að taka úr hópi yngri kynslóðarinnar, sem taka á við af þeim eldri. Sérhvert félag, sem ekki horfist í augu við þessa stað- REIDAR SÖRENSEN. reynd, kemst einn góðan veður- dag að raun um það, að það skortir keppendur. Það er því fyrst og fremst nauðsynlegt að sinna yngri félögunum, kenna þeim samviskusemi og hollustu, og fá þá til þess að skilja það, að þeir verði að þjálfa rétt frá byrjun. Kenna þeim það, að reglu- semi og agi er grundvöllur sá, sem þjálfun byggist á. Ungling- arnir verða að skilja það, að þeir eru sú kynslóð, sem bráðlega á að taka við af þeim eldri og að framtíð félagsins byggist á því, sem þeir geta afkastað. Sé þetta mögulegt, er framtíð Vals á þessu sviði trygð. Félagið verður einnig að hafa takmark, sem allir, bæði eldri sem yngri, geti sameinast um og það takmark ætti að vera það, að félagið eignist innan skamms sinn eigin grasvöll. Það er að mínum dómi alls ekki eins erf- itt og kostnaðarsamt, eins og margir halda. Það útheimtir að vísu vinnu og samheldni, einka*- framlög allra i sjálfboðavinnu, en það er einmitt sameiginlegt áhugamál, sem getur af sér sam- heldni og félagsanda, og eg er viss um það, að þegar þetta mál, eigin grasvöllur, kemst á döfina, þá muni enginn meðlimur Vals skorast undan að gera sitt, til þess að það megi takast. Geti félagið og vilji setja sér þetta takmark, þá er það skoðun mín, að einmitt slikt framtak muni auka áhugann og knýja fé- lagið áfram á framfarahrautinni. Hvaða gagn þetta liefði fyrir knattspyrnuíþróttina sjálfa, ætla ég að sé óþarft að minnast á. Ef til vill má í náinni framtíð með sanni segja, að islensk knatt- spyrna sé komin jafn langt á veg og utanlands. Látum þetta vera næsta og háa takmark Vals, og þá er framtíð hans trygð um ald- ur og æfi. Reidar Sörensen. IiEIMSÓKN K.F.U.M.s Boldklub. Frh. af bls. 30. prýði, veittu af rausn og huðu aðkomumönnum til ýmiskonar leikja við sig. Til gamans má geta þess, að einn hinna dönsku vina okkar spurði: „Hvar er skógur- inn?“ (Auðvitað vorum við þá staddir i miðjum Vatnaskógi). Við skildum sneiðina, þvi þegar okkur var boðið að skoða Him- melbjærget í utanförinni 1931, þá spurði einhver okkar í mesta sak- leysi: „Hvar er fj allið ?“ Þessi dagur var hinn skemtilegasti þrátt fyrir erfiði og þreytu, og þótti gestum vorum betur farið en lieima setið. Dáðust þeir mjög að hinni margbreytilegu náttúru- fegurð, er fyrir augu þeirra har. Sunnudaginn 23. júlí áttu gest- ir vorir frjálsan alt til kvelds og notuðu þeir tækifærið til að skoða sig um i bænum og heimsækja kunningjana. Kappleikur var háður um kveldið við Fram. — K.F.U.M.s Boldklub vann með 2—1. Á mánudagsmorgun var haldið af stað áleiðis austur að Gullfossi og Geysi. Staðnæmst var á Kambabrún og þótti gestum þar fagurt um að lítast, enda var út- sýni hið besta. Var þaðan haldið að Mjólkurbúi Flóamanna, og þeginn beini lijá mjólkurbústjór- anum, sem er danskur. Þar var etið skyT og rjómi og þótti Dön- unum það hið mesta lostæti. — Næsti áfangi var að Geysi og dvöldu menn þar skamma stund, og var síðan ekið að Gullfossi. Þar heið okkar matur á borðum í stóru tjaldi. Eftir að menn liöfðu matast, var lialdið út í náttúr- una, og fossinn skoðaður. Gest- um okkar fanst hann i senn mik- ilfenglegur og hrífandi fagur. Á heimleið var staðnæmst við Grýtu, og meðan snætt var nesti er menn höfðu með sér, gaus hverinn. Enginn gesta vorra hafði séð gos áður, og þótti þeim því tilkomumikið, að sjá sjóðandi vatn þeytast þannig upp úr jörð- inni. Daginn eftir héldu þeir kyrru fyrir og tóku lífið með ró, því

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.