Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 22

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 22
22 VALUR 25 ÁRA 19 11—1 9 3 6 Utanför Vals 1931 Eftir Einar Björnsson. Mér liefir verið falið að skýra í stórum dráttum frá fyrstu ut- anför Vals, sem farin var til Dan- merkur árið 1931, af eftirtöldum félögum: Agnari Breiðfjörð, Bjarna Guð- björnssyni, Birni Sigurðssyni, Frí- manni Helgasyni, Einari Björns- syni, Geir Ólafssyni, Halldóri Árnasyni, Hólmgeiri Jónssyni, Hrólfi Benediktssyni, Jóhannesi Bergsteinssyni, Jóni Eiríkssyni, Jóni Kristbjörnssyni, Ólafi Sig- urðssyni og Pétri Ivrislinssyni undir fararstjórn og leiðsögu séra Friðriks Friðrikssonar og cand. med. Jóns Sigurðssonar. Þetta var i fyrsta sinn, sem ís- lenskt knattspyrnufélag réðist i það á eigin ábyrgð að senda flokk knattspyrnumanna til meginlands Evrópu og í fyrsta skifti sem ís- lenskir knattspyrnumenn tóku þar land. Lagt var af stað héðan 16. júlí með e. s. Lyra og leiðin lá um Færeyjar, Noreg og Svíþjóð. Ferðin til Færeyja gekk eins og í sögu, en í Þórshöfn var dvalið i rúma 4 tima og kappleikur háð- ur við „Havnar Bolkub“, lauk þeim leik með sigri Vals 3:0. Leik- urinn var drengilegur og fjörug- ur og blaðaummæli ágæt. Að kappleiknum loknum var okkur haldið samsæti, þar voru mjög hlýlegar ræður fluttar i okkar garð og íslensku þjóðarinnar af lögreglustjóra staðarins hr. Lind- dorph og lir. ritstjóra Niclasen. En séra Friðrik Friðriksson og Jón Sigurðsson svöruðu fyrir okk- ar hönd, og bar hinn síðarnefndi færeyskum knattspyrnumönnum, Niclasen og Lundorph lögreglu- stjóra kveðju í. S. í. og K. R. R. ásamt þakklæti fyrir þæír góðu viðtökur er íslenskir knattspyrnu- menn fengu i Færeyjum sumarið 1930 er þeir voru þar í boði Fær- eyinga. Færeyingar þökkuðu kveðjurn- ar með dynjandi liúrrahrópum fyrir 1. S. í., K. R. R. og Islandi. Móttökur Færeyinganna voru í alla staði mjög ástúðlegar og inni- legar. Var nú stigið á skipsfjöl og fylgdu Færeyingar okkur til skips á mörgum bátum, því Lyra lá ekki við bryggju, heldur út á höfn- inni. Var nú enn að endingu hróp- að margfalt liúrra fyrir Færey- um og íslandi. Var nú ferðinni framhaldið til Bergen, var þar dvalið í einn sól- arliring. Vorum við mjög liepnir með veður, og var bærinn skoð- aður, eftir því sem liægt var á svo stuttum tíma. Þaðan var svo lialdið með liáfjallabrautinni] norsku til Osloborgar, er sú leið heimskunn og þykir ein fegursta fjallaleið í heimi. Eftir eins sólar- lirings viðdvöl i höfuðborg Nor- egs var lialdið áfram með járn- brautinni til Helsingborg í Sví- þjóð og með ferjunni yfir sundið til Helsingeyrar og svo þaðan eins og leið liggur til Kaupmannahafn- ar, og vorum við þá komnir á á- kvörðunarstaðinn. 1 Kaupmannahöfn og annars- staðar í Danmörku, voru Vals- menn gestir KFUM. Jón Sveinbjörnsson, konungsritari. Móttökur hinna dönsku félaga okkar voru með afbrygðum góð- ar, bæði í Kaupmannahöfn og annarsstaðar sem við fórum um. Var alt gert til þess að gjöra oss ferðina sem ánægjúlegasta og gagnlegasta. í Kaupmannahöf'n urðu Vals- menn þess sérstaka heiðurs að- njótandi, að vera boðnir, sem gestir borgarinnar, í ráðhúsið. í móttöku-ræðu, sem hr. Raad- mand Jessen hélt, gat hann þess, að Valur væri fyrsti lcnattspyrnu- flokkurinn, sem borgarstjórn Kaupmannahafnar hefði boðið í Ráðliúsið og hefði þó mikill fjöldi erlendra knattspyrnuflokka gist Kaupmannahöfn.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.