Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 34
34 félagi og fjölskyldumynstri sé brýnt að byggja samstarf heimilis og skóla á þörfum fjölskyldunnar sem á börn í skólunum núna í stað þess að horfa til fjölskyldunnar sem átti börn í skóla á síðustu öld. Af ofangreindu má sjá að full þörf er á að vinna markvisst að því að laga samstarf heimila og skóla að þörfum þeirra nemenda, foreldra og kennara sem tilheyra skóla- samfélagi dagsins í dag og finna leiðir sem ná til allra fjölskyldna og skila árangri í lífi og námi nemenda og starfi skólans. Nokkrar rannsóknir á samstarfi skóla og fjölskyldna á Íslandi hafa verið gerðar á síðasta áratug, flestar sem lokaverkefni í meistaranámi (Áslaug Brynjólfsdóttir, 1998; Birna María Svanbjörnsdóttir, 2005; Elín Thorarensen, 1998; Elísabet Svavarsdóttir og Ólafur Guðmundsson, 1996; Erna Björk Hjaltadóttir, 2003; Kristinn B. Guðmundsson, 1995). Ekkert íslenskt rannsóknarverkefni hefur verið unnið með grunnskólakenn- urum, foreldrum og nemendum um það hvernig kennarar og foreldrar geta sjálfir þróað samstarfið. Þörf virðist því vera á að rannsaka hvernig starfsmenn skóla hér á landi geti þróað gott samstarf við foreldra. Í ljósi þessara aðstæðna var ráðist í þessa rannsókn. Í greininni er aðeins greint frá hluta hennar. Í rannsókninni var stuðst við líkan og skrif Joyce L. Epstein um samstarf skóla, fjölskyldna og samfélags (Epstein o.fl., 1997; Epstein, 2001; Epstein o.fl., 2002). Hún hefur í mörg ár rannsakað og unnið með starfsmönnum skóla, foreldrum og skólayfirvöldum að bættu samstarfi. Samstarfslíkan Epstein skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar eru tilgreind sex svið sem samstarfið þarf að snúast um, en þau eru: uppeldi, samskipti, sjálfboðastörf, heimanám, ákvarðanataka og samstarf við samfélagið. Hins vegar er vinnuferli eða samstarfsáætlun sem felur í sér verklag í fimm skrefum sem skólar fylgja þegar þeir þróa samstarf sitt við foreldra. Í þessari grein verður fjallað um vinnuferlið, skrefin fimm, en umfjöllun um sviðin sex og framkvæmd samstarfsaðgerða Oddeyrarskóla bíður annarrar greinar. Megintilgangur rannsóknarinnar var að reyna starfsaðferðir Epstein og laga þær að aðstæðum í íslenskum grunnskóla. Til að ná markmiðum rannsóknarinnar þurfti þróunarverkefni sem stutt gæti starfsmenn skóla við að líta kerfisbundið á eigið starf til að þróa og bæta samstarf sitt við fjölskyldur, og rannsókn á áhrifum þess. Til þess var starfendarannsókn eðlilegt vinnulag vegna þess að slík rannsókn sameinar íhlut- un sem miðar að umbótum og auknum starfsþroska og rannsókn á áhrifum íhlut- unarinnar eða umbótastarfsins. Markmið rannsóknarinnar féll undir rannsóknarsnið starfendarannsókna (action research) (McNiff, Lomax og Whitehead, 1996). Í greininni verður farið nokkrum almennum orðum um samstarf heimila og skóla, samstarfsáætlun Epstein og fimm skref hennar. Gerð er grein fyrir þeim hluta rannsóknarinnar sem tekur til samstarfsáætlunarinnar, rannsóknarspurningum og aðferðafræði. Í niðurstöðukaflanum verður fjallað um helstu niðurstöður þróunar- verkefnis um samstarfsáætlun Epstein í Oddeyrarskóla og hvernig skólanum gekk að fylgja eftir fimm skrefum hennar. Greininni lýkur á umræðu um niðurstöðurnar. „FANNST ÉG GETA SAGT ÞAÐ SEM MÉR LÁ Á H JARTA …“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.