Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 35
35 FRÆÐILEGT SJÓNARHORN Fræðimönnum ber saman um mikilvægi samstarfs heimila og skóla vegna þeirra áhrifa sem slíkt samstarf getur haft á líðan, þroska og árangur nemenda og starfið í skólanum. Þörf er á bættu samstarfi skóla við fjölskyldur og samfélagið (Berger, 2004; Conaty, 2002; Epstein, 2001; Finn, 1998; Goodman o.fl., 1995; Rúnar Sigþórsson o.fl, 1999). Flestir kennarar, foreldrar, skólastjórnendur og jafnvel nemendur lýsa því yfir að þátttaka foreldra í námi barna sinna sé börnum til góðs, bæti skólastarfið og styrki kennara og foreldra. Skilaboðin sem koma fram eru bæði trú á og ósk um þátttöku for- eldra í skólastarfi (Epstein, 2001; Fullan, 2001a). En því miður einkennist umræðan um samstarf skóla og fjölskyldna oftar en ekki af innantómu málskrúði. Þó að umræðunni um foreldra sem samverkamenn og samherja kennara hafi vaxið fiskur um hrygg og fleiri jákvæð samstarfsverkefni komist í framkvæmd endurspeglar almennur veru- leiki í skólum allt annað (Hargreaves, 1999). Áhugi á samstarfi skóla við fjölskyldur nemenda hefur þannig aukist á síðustu 40–50 árum, mishratt og á mismunandi for- sendum, en niðurstöður rannsókna á samstarfinu valda eftir sem áður vonbrigðum (Rave, 2005). Með því að bera saman lög frá 1974 til 1999 kemur í ljós að löggjafinn leggur á síðari árum aukna áherslu á að menntunar- og uppeldishlutverk foreldra og skólans byggist á samvinnu (Lög um grunnskóla nr. 63, 1974, nr. 49, 1991, nr. 66, 1995; Aðalnám- skrá grunnskóla – Almennur hluti, 1999). Þrátt fyrir vilja til samstarfs og skýr skilaboð löggjafans er ekki samstaða um það hvers konar þátttaka foreldra í skólastarfi sé mik- ilvæg og hvernig skólinn eigi að stuðla að virku samstarfi við alla foreldra (Epstein, 2001). Í hverju felst samstarf skóla við fjölskyldur nemenda? Með samstarfi skóla og fjölskyldna er átt við tengsl starfsmanna skóla og fjölskyldna sem miða að alhliða þroska og vellíðan nemenda og gagnkvæmum skilningi beggja aðila. Epstein (2001) segir að í samstarfi skóla og fjölskyldna sé það nemandinn, líðan hans, þroski og nám sem skipti meginmáli. Með því að standa saman og sameinast um markmið og leiðir aukist líkur á að nemandanum farnist vel í skóla og að honum loknum. Crozier (2000) færir rök fyrir því að þátttaka foreldra í skólastarfi sé fjölbreytilegra og flóknara hugtak en almennt er viðurkennt og að árangur sé hvorki mögulegur né æskilegur á sama hátt hjá öllum hlutaðeigandi. Aðilar skýra þátttöku foreldra á mis- munandi hátt og taka þarf mið af breytilegum tilgangi samstarfsins miðað við aldur nemenda, þroska þeirra og aðrar aðstæður. Coleman (1998) segir tilgang þátttöku foreldra í skólastarfi vera skuldbindingu gagnvart námi barna þeirra. Niðurstöður hans byggjast á ferilsathugunum í skólum í einu skólaumdæmi Kanada. Spurningalistar voru lagðir fyrir og viðtöl tekin við kenn- ara, nemendur og foreldra og er bók hans byggð á sex ára rannsóknarvinnu. Coleman leggur áherslu á mikilvægi skuldbindingar og hollustu nemenda við skól- ann sem er einkum mótuð af foreldrum með „námskrá heimilanna“. ING IB JÖRG AUÐUNSDÓTT IR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.