Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 45
45 kvæmdaáætluninni og sáu árangurinn leystist kraftur úr læðingi, eða eins og kennari orðaði vinnuna: … það fór einhver hugmyndavinna í gang og við sáum að áætlanirnar voru að virka, við framkvæmdum eitthvað og það virkaði og þetta einhvern veg- inn vatt upp á sig … með því að þrýsta á að allir kennarar færu út í jákvæðu umsögnina … þetta svona smám saman ýtti við fólki og við fórum öll í gang. Vinnan við framkvæmdaáætlunina gekk vel og ánægja var með vinnulagið. Áhugi og metnaður kennara óx er fram liðu stundir. Á vordögum 2003 var undirbúningsvinnu við framkvæmdaáætlun um samstarfið lokið og framkvæmdir hófust. Haustið 2003 og vorið 2004 varð mestur þungi vinn- unnar. 5. skref – áframhaldandi skipulagning framkvæmdaáætlunar Vorið 2004 fór aðgerðahópurinn í gegnum sjálfsmat og lagði mat á vetrarvinnu hóps- ins. Sömuleiðis lagði ég heildarmat á þróunarverkefnið vorið 2004. Skólastjórnendur kynntu kennurum niðurstöður og umsjónarkennarar foreldrum. Þá var haldið áfram með skipulag framkvæmdaáætlunar, eins og vinnuferlið segir til um, en gert var ráð fyrir að skólinn ætti alltaf framkvæmdaáætlun til þriggja ára og nákvæma áætlun eitt ár fram í tímann. Lokamat kennara og foreldra á samstarfsáætluninni Sátt var um þróunarverkefnið í upphafi og ánægja kennara með það jókst þegar leið á tímabilið og það virtist hafa mætt þörfum skólans. Margir starfsmenn Oddeyrarskóla höfðu haft áhuga á foreldrasamstarfi og bjó skólinn að góðu samstarfi þegar þróun- arverkefnið hófst. Samstaða var í kennarahópnum um verkefnið og í viðtali við skólastjóra kom fram að það hafi verið: … valið í samvinnu starfsfólks. Það voru ákveðnir kennarar sem lýstu yfir löngun til að taka þetta þróunarverkefni … Svo höfum við verið að velta fyrir okkur þessum árangri í samræmdum prófum og við höfum eins og allir aðrir skólar líka dæmi um hegðun og félagslega þætti sem okkur finnst að þurfi að bæta. Að öllu þessu samanlögðu þá ákváðum við að foreldrarnir væru þessir nauðsynlegu samstarfsaðilar í eiginlega öllum málum sem sneru að nemend- um í skólanum, hvort sem um væri að ræða námslega eða félagslega þætti. Í lokamati var spurt hversu sáttir kennarar hefðu verið við valið á þróunarverkefninu í upphafi. Á mynd 2 má sjá að almenn sátt var um val verkefnisins, bæði í upphafi og við lok þess. ING IB JÖRG AUÐUNSDÓTT IR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.