Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 97

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 97
97 (3) Hver eru mikilvægustu markmið skólastarfs? Þegar við höfum komið okkur niður á hver þessi markmið eru getum við byrjað á að rannsaka hvað séu skynsamlegar leiðir til að ná þessum markmiðum og þar með hvað hafi gildi í skólastarfi. Ef mikilvægustu markmið skólastarfsins eru A, B og C, og þær leiðir sem eru vænlegastar til að ná þessum markmiðum eru X, Y og Z, getum við sagt: A, B og C eru mikilvæg gildi í skólastarfi (hafa mikið gildi) vegna þess að þau eru markmið þess, og X, Y og Z eru líka mikilvæg gildi í skólastarfi (hafa mikið gildi) vegna þess að þau eru leiðir að markmiðum skólastarfs. Gott og vel. Þarf nú ekki bara að finna út hvað A, B og C standa fyrir og svo í fram- haldinu hvað X, Y og Z eru? Er þetta ekki tiltölulega blátt áfram (en ekki endilega einföld) spurning? Svarið veltur á því hver svarar. Fræðsluyfirvöld, kennarar og nemendur Ef sá sem svarar spurningu (1) er þess umkominn að setja skólastarfi markmið (t.d. menntamála ráðherra) er spurningin blátt áfram og svarið veltur ekki á því að tiltekin gildi séu uppgötvuð sem grunngildi heldur veltur það á ákvörðun. Svarið við spurn- ingu (1) veltur á því að spurningu (3) hafi verið svarað og fræðsluyfirvöld geta svarað spurningu (3) með ákvörðun frekar en t.d. fræðilegri leit. Að vísu kann slík ákvörðun að vera upplýst af fræðilegri leit (ef vel hefur verið staðið að málum) en hún gæti allt eins stuðst við heimóttarlega fordóma og gamlar kreddur undir yfirskini heilbrigðrar skynsemi. Ef sá sem svarar spurningu (1) er, á hinn bóginn, aðili sem vinnur í kerfinu en hefur ekki nema takmarkaða stjórn á því hvaða markmið eru sett til grundvallar, þá horfir málið allt öðruvísi við. Kennari á vettvangi getur ekki ákveðið hvað skuli vera yfirlýst markmið skólastarfs heldur verður hann að beygja sig undir ákvarðanir eða yfirlýs- ingar annarra um þau mál. Hann getur því ekki svarað spurningu (3) með ákvörðun, heldur verður hann að leita svarsins, ýmist með því að lesa lög og reglugerðir (t.d. aðalnámskrár) eða á vettvangi fræðanna, t.d. í hugmyndasögu skóla og menntunar, í sálfræðilegum kenningum um þroska og sálarlíf barna og unglinga eða í kenningum um félagsfræðilegan veruleika barna og unglinga. Kennari á vettvangi rekur sig á að í ýmsum mikilvægum efnum er þegar búið að taka ákvarð anir fyrir hann (og án þess að spyrja hann og oft án þess að skoða sérstak- lega þær kringumstæður sem fyrir hendi eru). Þeir sem hafa tekið þessar ákvarðanir eru fræðsluyfirvöld: sveitarfélög, ráðuneyti, Alþingi og jafnvel fjölþjóðlegar ráðstefn- ur. Þessir aðilar hafa skilgreint ákveðinn ramma sem kennarinn verður, að öllu jöfnu, að halda sig innan og þessi rammi er að verulegu leyti skilgreindur af gildum eins og berlega kemur fram í almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla. Í þessu umhverfi kann kennarinn að upplifa sjálfan sig staddan á neðsta þrepi í sumpart framandi stig- veldi sem einkennist af því að þeir sem marka stefnuna, setja kröfurnar og skaffa þau úrræði sem kennarinn hefur (Alþingi, ráðuneyti og sveitarfélög), vinna ekki sjálfir eftir þeirri stefnu sem tekin hefur verið til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett og með þeim úrræðum sem í boði eru. ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.