Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 100
100 Vandinn við hið tæknilega skynsemishugtak er að skynsemisdómar verða afstæðir við markmið sem sjálf eru handan skynseminnar (nema sem leiðir að enn öðrum markmiðum). Hið gríska gildishlaðna skynsemishugtak er ekki afstætt með þessum hætti. Með því hugtaki getum við spurt um skynsemi tiltekinna markmiða, sem mark- miða tiltekins einstaklings, stofnunar, ríkis o.s.frv. Spurningin verður þá t.d.: Hvað er skynsamlegt markmið fyrir manneskju? Sá ágreiningur sem hin ólíku sjónarhorn kalla fram verður ekki úr sögunni en í stað þess að hann rísi vegna ólíkra markmiða krist- allast hann í spurningum eins og: (4) Hvað eru skynsamleg markmið fyrir stofnun eins og grunnskóla? Og til að svara þessari spurningu ættum við ekki að horfa til þess hvaða markmiðum skólinn á að ná – og þar með hvaða leiðir eru skynsamlegar að þeim markmiðum – heldur fyrir hverja skólinn er. Er skólinn fyrir nemendur eða fyrir menntayfirvöld, eða er hann kannski bara af gömlum vana af því að allir eru sammála um að hann sé nauðsynlegur án þess að hugleiða það nánar? Hvaða gildi? Við upphaf 20. aldar sá Ellen Key fyrir sér að komandi öld yrði öld barnsins. Það gekk brösuglega framan af og um miðja öldina var henni örugglega betur lýst sem öld stórstyrjalda – og slíkt brölt er ekki heppilegt fyrir börn. En kannski 21. öldin geti orðið öld barnsins – að minnsta kosti á okkar afskekkta hjara veraldar. Ef við viljum að svo verði, þá verðum við að gera börnin sjálf að útgangspunkti skólastarfs- ins. Þessi tónn er ekki nýr, hann var t.a.m. sleginn með eftirminnilegum hætti af Rousseau á 18. öld. Við þekkjum ekki barndóminn. Við göngum út frá ranghugmyndum okkar um barndóminn og því lengra sem við höldum, því lengra berumst við af réttri leið. Hinir fróðustu dragast að því sem er mikilvægast fyrir menn að vita, án þess að leiða hugann að því hvað börn ráða við. Þeir eru alltaf að leita að manninum í barninu, án þess að hugleiða hvað hann var áður en hann varð að manni (Rousseau, 2003, bls. xlii. Ísl. þýð. Ó. P.). Spurningin um grunngildi í skólastarfi kallar því á spurninguna: (5) Hvað er skynsamlegt markmið fyrir barn í skóla? Ef útgangspunktur okkar er börnin sjálf, þá kallar það á að við skoðum skólastarf með hagsmuni barnanna í huga. Það sem við þurfum er ekki einstaklingsmiðað nám heldur barnmiðað nám. Og nám getur ekki orðið barnmiðað nema skólinn sjálfur sé barnmiðaður og þá t.a.m. ekki skipu lagður í kringum samkeppnispróf sem gera suma að sigurvegurum en aðra að misheppnuðum manneskjum. Í barnmiðuðu námi er barnseðlið útgangspunktur, ekki markmið. En hvert er þá markmiðið? Markmiðið er hið góða líf, en ekki eftir tiltekinni forskrift eða fyrirfram gefnu gildismati? Samtíminn einkennist af fjölhyggju um skoðanir og gildi og það er ekki lengur til neitt kennivald sem segir okkur hvað sé gott líf. Að komast að því hvað er gott líf er ævistarf hvers og V IÐHORF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.