Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Gripdeildir í Reykjavik Viðlal við Svein Sæmundsson yfirlögregluþjón HINN öri vöxtur Reykjavíkur á síðustu árum liefir haft það í för með sér, að störf lögreglunu- ar liafa aukisl þar að miklum mun og jafnvel meira en i hlutfalli við fólksfjölgunina. Enda þótt bsérinn sé ekki stærri en raun her vitni, eru ýmsir stórhorgarannmarkar teknir að gera þar varl við sig. Eiga á- fengisneysla og atvinnuleysi síðari ára vafalaust sinn þátt i því, að skapa lögreglunni margvísleg verk- efni. Ég sit i skrifstofu Sveins Sæ- mundssonar, yfirmanns hinnar ungu rannsóknarlögreglu höfuð- staðarins. I þessum stól sal fyrir andartaki ungur, ljóshærður piltur. Sá piltur hefir á síðastliðnu ári far- ið margar kynnisfarir um hæinn, með þeim árangri, að liann hefir framið 25 þjófnaði. I hverju eru störf rannsókn- arlögreglunnar fólgin? spvr ég Svein Sæmundsson. — Þau eru i stuttu máli í þvi fólgin, að upplýsa þjófnaði, rán, svik, falsanir, árásir, spellvirki, áfengislagabrot, kynferðisafbrot, hruna, slysfarir, einkum umferða- slys, váveifleg mannalát og yfirleitt annað það, sem rannsókna þarf við. — Hve lengi hefir sérstök rann- sóknarlögregla starfað hér? - Hún tók lil starfa seint á ár~ inu 1932 og hefur verið að mótast Sveinn Sæmundsson síðan. Er ællunin, að starfsemi hennar verði í framtiðinni með svipuðu sniði og tíðkast erlendis, el'tir því sem aðstæður levfa. Nú starfa í rannsóknarlögreglunni, auk min, tveir lögregluþjónar og einn harnakennari, sem .sérstaklega er ætlað að aðstoða við rannsóknir á afbrotum unglinga. Enn fremur vinnur einn lögregluþjónn að sanm- ingu spjaldskrár yfir hrot og afbrot manna þeirra, er liafa orðið sekir um slíkt í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Þessi skrá nær frá 1920 um lögreglubrot, og nokkuð lengra aftur í timann um sakamál. Telur hún orðið á áttunda þúsund einstaklinga. Hvað viltu segja lesendum

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.