Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 GRIPDEILDIR í REYKJAVÍK Frh. af bls. 5 — Hvers konar þjófnaðir eru al- gengastir hér? — Raunverulegum innbrotsþjófn- uðum hefir nú fækkað nijög að undanförnu, og voru þeir með lang- fæðsta móti síðastliðið ár. Hins veg- ar hafa menn stolið á ýmsan ann- an liátt. Mest ber á þjófnaði í ó- læstum eða illa læstum íbúðum, og einnig er stolið ýmsum þeim mun- um, sem liafðir eru á glámbekk, svo sem reiðhjólum, er standa við hús, hlutum úr bifreiðum, efni frá hús- um, sem eru í smíðum o. s. frv. — Er ekki liægt að koma í veg fvrir þessar gripdeildir? — Það er að minsta kosti liægt að minka þær lil mikilla muna, með þeirri éinföldu aðferð, að geýmn eigur sinar tryggilegar en alment tiðkast nú. Ef fólk gerði sér að reglu, að varast að geyma föl sín i ólæstum anddyrum, skilja við íbúðir sinar ólæstar eða illa læst- ar, og léti af þeim ósið, að skilja eftir lykla á dyrasillum, undir gólf- mottum eða á öðrum ámóta stöð- um, væri þar með komið í veg fyr- ir allmikið af því hnupli, sem nú á sér stað her i bæ. Um leið mundi margur maðurinn frelsast frá þeirri ógæfu, sem þjófnaður hlýtur óhjá- kvæmilega að iiafa i för með sér. Pilturinn, sem var að fara frá mér áðan, rétt í sömu svifum og þú komst, og stolið hefir peningum og ýmsum öðrum verðmætum á 25 stöðum síðastliðið ár, liefir ýmist komið að íbúðunum ólæstum eða opnað þær með réttum lvklum. Hann hefir því engin áhöld þurft að nota, enda er hann enginn inn- brotsþjófur. Að sjálfsögðu liefir hann leitað mjög viða fjæir sér, en tilviljunin ein liefir ráðið þvi, hvao hann hefir borið úr býtum. Slíkir menn ráðast yfirleitt á garðinn þar. sem liann er lægstur. Ég vil nota tækifærið og skora á bæjarbúa og þá menn aðra, er þetta viðtal lesa, að vinna með lögregl- unni að útrýmingu þjófnaða. Það gera menn best með því að geyma öll verðmæti sin sem tryggilegast, og bægja þar með óþarfa freisting- um frá örgeðja unglingum, fátæk- um eða allslausum mönnum, sem oft og einatt á reynslustundinni eru undir áhrifum áfengis eða á valdi annara nautna. HVÍTAR VÉLAR I nýrri verksmiðju í grend við Chicago eru allar vélarnar livítar. — Hvers vegna eru vélar yfirleitt dökkar? Því er auðsvarað: Til þess að minna beri á óhreinindunum, sem á þær safnast. Óvíða er meiri þörf á hreinlæti en í verksmiðjum. Hvítar vélar mundu verða mönnum drjúg hvöt i áttina til aukins þrifn- aðar. Örfá eintök eru enn til af Samtíðinni frá upphafi, ojí fást þau með kostakjör- um: 1. árg. (1934) á 3 kr., 2. árg. (1935) á 4 kr„ 3. árg. (1936) á 4 kr„ 4. árg. (1937) á 4 kr. og 5. árg. (1938) á 4 kr. Samtals 19 krónur fyrir ca. 1600 blaðsíðna fjölbreytt lesmál, burðargjalds- frítt hvert sem er. Sendið póstávísun og ritið verður sent yður tafarlaust.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.