Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Norðmenn hafa lengi kallað foss- ana sína „hvítu kolin“, með tilliti til þess, að þeir vinna úr þeim raf- magn, sem notað er í stað kola til eldunar, upphitunar og iðnrekst- urs (auk þess, sem það er auðvitað fyrst og fremst notað til ljósa). Norðmenn hafa verið mjög ötulir í þvi að notfæra sór „hvítu kolin“ sín. Rafmagnsnotkun er þar í landi út- hreiddari en víðast annars staðar, og rafmagn jafnframt ódýrara en víðast annars staðar. Þessi mál eru nú komin í það liorf í Noregi, að hin „hvítu kol“ þar í landi eru orðin mjög veruleg þjóðarauðlegð. Norðmenn halda ótrauðir áfram á sömu hraut. Samkvæmt nýlegum fregnum þaðan er einmitt um þess- ar mundir, að tilhlutun stjórnarinn- ar, verið að gera ráðstafanir lil þess að verja árlega stórfé til auk- innar rafmagnsvinslu. Ég nefni hin „hvitu kol“ Norð- manna sökum þess, að slaðhættir í Noregi eru svipaðir og hér að þvi leyti, að í báðum löndunum er mjög mikið nothæfl vatnsafl, og i livor- ugu landinu finnast „svört kol“, svo að teljandi sé. Hins vegar ættu hin „hvitu kol“ að verða okkur tiltölulega enn ])á meira virði en Norðmönnum, þvi að jafnvel þótt i hvorugu landinu séu kolanámur eða oliulindir, þá er eldiviðartekja miklu meiri og auð- veldari i Noregi en hjá okkur, ]>ar sem eru norsku skógarnir. Ég ætla ekki að fara út i það, að lýsa ítarlega hinum ýrnsu notkun- arsviðum rafmagnsins, m. a. af því, að þá yrði þetta of langt mál, en því má slá föstu, að rafmagnið er einhver liinn fjiilhæfasti, hlýðnasti og vinsælasti þjónn þeirrar tækni- aldar, sem við lifum á, bæði á heim- ilunum, í verksmiðjum og vinnu- stofum, lækningastofum og ótal viða annars staðar. Og þessi þjónn á sí- vaxandi vinsældum að fagna, alls staðar þar sem hann hefur vistast. Rafmasn til ljósa. Glólampinn lians Edisons hefur áreiðanlega þótt eiga við ofurefli að etja, þegar hann hóf tilveru sina, og lengi fram eftir, þar sem á móti stóðu amerískir oliukóngar og öfl- ug gasfélög. En nú er svo komið fvrir löngu, að yfirhurðir rafmagns- lýsingar eru alls staðar viðurkend- ir. Jafnframt liafa við og við verið gerðar umhætur á siníði glólamp- ans, þó að i frumatriðum og lögun liafi hann furðu lítið breytst. En liinir vönduðustu nútíma-gló- lampar fvrir venjulega innanliúss- og utanhússlýsingu eru um sexfalf lil áttfall sparneytnari en hinir upprunalegu kolaþráðarlanij)ar Edisons, og gefa auk þess birtu, sem meira líkist dagsljósinu. Á síðuslu árum hafa verið smið- aðir lampar, sem eru miklu sjjar- neytnari en hinir venjulegu málm- þráðarlampar. Ljósgjafinn í þeim er í stað málmþráðar mismunandi gastegundir í loftþéttu glerhylki, venjulegast kvikasilfurgas eða nat- ríumgas. Fer eiginleiki Ijóssins eft- ir ])ví, hvaða gastegund er notuð, Glerhylkið liefur tvo „póla“, eins og venjulegir málmþráðarlampar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.