Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN það, stór og ferlegur liafði Brand- ur verið, meðan liann lifði, en aldr- ei hafði liann vaxið mér eins í aug- um og nú, er liann lá þarna líflaus, li.júpaður líkblæjunum. Mér fanst ístran á lionum ]>enjast hægt út, þarna undir líninu, meðan ég liorfði á hann. Ég veit ekki, hve lengi ég hefði hikað þarna, ef mér hefði ekki orðið litið heim að sjúkralnis- inu og séð, að sú ljóshærða stóð við einn gluggann og horfði á mig, og að hjúkrunarkonumar komu ein eftir aðra úl að glugganum, til að horfa á mig, meira að segja slán- inn á nr. 7 haí'ði liökt á fætur, til að sjá, livað á gengi. Sjálfsagt hef- ir þetla fólk húisl við að í’á þá á- nægju, að sjá mig kikna undir þess- ari óhugnaðarfullu hyrði. Mér rann í skap, að sjá svona marga forvitna áliorfendur, og reiðin veitti mér orku til að liefja Brand upp af vagn- inum, og hera hann inn í líkhúsið, án þess að séð yrði, að mér væri aflfátt. Þegar ég ætlaði að leggja Brand á líkbörurnar, þraut mig afl, og ég misti líkið úr fanginu niður á þær. Iívað þá við hár brestur í bör- unum um leið. Mér féll þetta illa, en ég liuggaði mig við það, að eng- inn af áhorfendunum í gluggunum sá þetta. Þegar ég hafði hagræll Brandi á þessari nýju hvilu, helg- aði ég honum nokkur augnahlik í fullkominni þögn. Svo krækti ég opinn gluggann og fór út úr lík- liúsinu. Áhorfendurnir voru liorfnir úr sjúkrahúsgluggunum, þegar ég kom út, en inni á ganginum mætti ég þeirri ljóshærðu. „Fallega kláraðir þú Brand,“ sagði liún og leit beint í augu mín. „Efaðist þú nm, að ég mundi gera það?“ spurði ég. „Ég var næstum því hrædd um það. En nú er hann laus við þetta líf, — og við laus við hann,“ hætti hún við. Óvenjulega mikil gleði Ijómaði í svi]j hennar. Ég skildi það svo, að hún tæki þátt i gleði minni yfir því, hve vel mér hefði lekist að „klára“ Brand. Og ég var öruggari en nokkru sinni fvr uín, að nú væri minn tími kominn til að hljóta meira en bros hennar og augnatil- lit. Ég heið aðeins eftir tækifæri til að gera upp sakirnar við hana. Dagurinn leið svo, að mér gafst ekkert tadcifæri til þess. Ég gekk til hvíldar alljjreyttur um kvöldið, eft- ir erfiði dagsins. Mér var í fyrstu varnað svefns, en mig dreymdi sæla dagdauma. Leið svo fram til mið- nættis. Þá var ég snögglega hrifinn úr leiðslunni við jjað, að dyrnar á herhergi minu opnuðust og sú Ijós- hærða hirtist í þeim. Hjartað tók heljarstökk í hrjósti mér, þegar ég leit liana jjarna í drifhvítum nátt- kjólnum, herfætta í morgunskónum. Áttu minir sælustu draumar kanske að rætast svona fljótt og auðveld- lega? Ég reis upp í rúminu og rétti fram hendurnar. Hún stóð kvr í dvrunum.“ „Ég er hrædd um, að það sé eitl- hvað að úti í likhúsinu," sagði hún. „Mig var að dreyma hann Brand.“ Ég lét hendurnar falla. Svo þetta var erindið. Ég þóttist vera orðinn kvittur við Brand og sagði, að þetta

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.