Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 ur hafa átt sér stað hér á landi. Fer rafniagnsnotkun þar af leiðandi uijög í vöxt, en þó, sakir gjaldeyris- erfiðleika og innflutningsliafta, hvergi nærri eins ört og" ella mundi. Vorið 1935 er byrjað að vinna að Sogsvirkjuninni, og er virkjuninni að mestu levti lokið seinni liluta árs 1937, og rafmagni frá Sogsstöð- inni veilt til Reykjavíkur þá um haustið. Arið 1935 er eirinig reist ný raf- magnsstöð á Siglufirði (dieselmót- orstöð). Árið 1936 er reist vatns- aflsslöð fyrir ísafjörð og rafmagni veitt til bæjarins á miðjum vetri 1937. Vorið 1938 er rafmagni frá Sogs- stöðinni veitt til Hafnarfjarðar, og sama ár er hafinn undirbúninguv að virkjun Laxár, fyrir Akureyrar- hæ. Verður þeirri virkjun væntan- lega lokið að mestu seinni hluta árs 1939, eða i siðasta lagi sumarið 1940. Þá er ekki ósennilegt, að rafmagni frá Sogsstöðinni verið veitt til Eyr- ar])akka, Stokkseyrar og Selfoss ár- ið 1939 eða 1940, og ef til vill viðar. Vélaaflið í stöðvum þeim, sem hér hafa verið nefndar, við Ljósa- foss i Sogi, á Siglufirði, við ísafjörð og í hinni fyrirhuguðu valnsafls- slöð við Laxá, nemur 15650 hest- öflum, og skiptist það þannig: 12.500 hestöfl við Ljósafoss, 300 hestöfl í nýju stöðinni á Siglufirði, 850 hestöfl í stöðinni við ísafjörð og 2000 liestöfl i stöðinni við Laxá. Þá hafa á þessu sama timabili verið reistar nokkrar minni stöðvar, svo sem vafstöð á Eiðum árið 1935, 100 hestöfl, rafstöð í Vik í Mýrdal sama ár, 75 liestöfl, rafstöð á llall- ormsstað árið 1936, 30 hestöfl, og rafstöð í Vík i Mýrdal liaustið 1938, 135 hestöfl (í stað gamallar raf- stöðvar, sem brann þar veturinn áður). Enn fremur liafa á þessum ár- um, eins og undanfarið, verið reisl- ar allmargar rafstöðvar fvrir ein- staka sveitabæi og hverfi frá 3 upp í 35 hestöfl. Eru þá enn ótaldar rafstöðvar, sem reistar liafa verið á þessum át- unt, og þær sumar allstorai, i ein- stökum verksmiðjum, sérstaklega í sildarverksmiðjum. í ársbyrjun 1935 var, samkvæmt skýrslu Rafmágnseftirlits ríkisins, virkjað vélaafl i öllum rafstöðvum á landinu um 9000 liestöfl. Sésl af því, að aukningin í raf- virkjunum á yfirstandandi 5 til 6 ára tímabili er mjög mikil. „Hvítu kolin“. Hvernig stendur nú á öllum þess- um framkvæmdum ? I il hvers er alt þetta afl notað? Og hvaða áhrif liafa þessar rafvirkjanir og þesst aukna rafmagnsnotkUn á afkomu og lifnaðarhætti þjóðarinnar, eða þess hluta hennar, sem verður þessa aðnjótandi? Að ráðist skuli vera í þessar frant- kvæmdir, sem kosta margar milj- ónir króna í erlendum gjaldeyri, þrátt fyrir liina miklu gjaldeyris- erfiðleika, sem jijóðin á við að húa á vfirstandandi árum, ber vott um, að þessar framkvæmdir séu taldftr mjög mikilsverðar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.