Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 HVAÐ KOSTAR MANNVONSKAN? A hverri klukkustund er frainið morð i Bandaríkjunum í Ameríku. Þar herja 150000 morðingjar land- ið og aðeins helmingur þeirra kemst nokkurn tima undir manna hendur. Arlega er framin IV2 miljón meiri háttar afbrota í Ameríku, svo sem rán, árás, morð, innbrot, mannrán, falsanir og sviksemi. ! Bandaríkjunum eru IV/2 miljón al- ræmdra glæpamanna og 700000 þeirra eru piltar og stúlkur innan við 21 árs aldur. Bandaríkjamönn- um hlæðir árlega um 15 miljarða dollara vegna allrar þessarar mann - vonsku, en auk þess hefur hún i för með sér mikið tjón, sem ekki verður metið til fjár. Það er nálega ókleift að gera sér ljóst, hve fjöl- menn og voldug glæpamannastétt landsins er. Hún er ríki í rikinu, hlítir sínum eigin lögum og siðum, lifir þar af leiðandi sínu eigin lífi og talar sitt eigið mál. Glæpamenn- irnir i Ameríku liafa meira að segja sinar eigin réttarvenjur! Þeir reka starfsemi sina eftir nýtísku leiðum og liafa ótal sérfræðinga i þjónustu sinni, alt frá læknum og lijúkrun- arkonum til lögfræðinga, l)ókhald- ara, bílstjóra og' flugmanna. Alþýða manna í Bandarikjunum er alveg orðin uppgefin á því að berjast við þetta marghöfðaða of- urefli og hefur því sætt sig við glæpabölið. Einstöku sinnum bloss- ar heift manna þó upp, en þá halda glæpamennirnir venjulega kvrru íslendingar! Hótel Grundtvigs Hus Studiestr. 38, Köbenhavn K. býSur yður jafnan velkomna, er þér komið til Kaupmannahafnar. Hótelið er í hjarta bæjarins við sjálft Ráðliústorgið. Það hefur eins manns herbergi á 3—4 krónur og tveggja manna herbergi á 6—8 krón- ur. Herbergin eru með miðstöðvar- hitun og síma. Bað fylgir ókeypis. Afslátlur fæst, ef fæði er keypt i veitingasal hótelsins. Grundtvigs Hus er orðið vinsælt meðal íslendinga. P)q)úÁ. 'P&tehsm | Reykjavík. Símn.: Bernhardo. Símar 1570 (tvær línur). KAUPIR: Allar tegundir af lýsi, Harðfisk, Hrogn og Lúðulifur. SELUR: Kol og salt. Eikarföt, Stáltunnur og síldartunn- ur. — OOOOOOCÖOOCOOOÖCOCOOCGOGOCOOÖ:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.