Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 13
SAMTlÐIN 9 ar Brandur kom í sjúlcrahúsið, að hann mundi ekki snúa þaðan út í soll þessa heims framar. Leið hans hlant þvi að liggja út í likhúsið, og hlutverk mitt mundi verða að að sloða hann þangað. Hjúkrunarkon- urnar stungu stundum saman um það nefjum, að þungur mundi Brandur verða siðasta áfángann, og sú ljósliærða lét orð falla um það við mig, að erfitt mundi mér veit- ast að lijálpa Brandi i vertíðarlok- in. Ég hað liana að kvíða engu í því efni, mín vegna. Satt að segja vonaði ég, að karlhólkurinn mundi eittlivað rýrna og léttast, áður en hann hrykki upp af klakknum, og gaf honum gætur í laumi, en þær athuganir gerðu mér ekkert rórra i geði. Kvaplioldin uxu stöðugt á karlinum; um það varð ekki vilst. Brandur var búinn að liggja þarna í sjúkrahúsinu í þrjá mán- uði, og versnaði hvorki né batnaði. Lá var það einn morgun, að sú ljós- hærða tók mig tali á ganginum, og sagði mér, að nú væri Brandur á íörum. Ég hafði rétL áður litið inn til karlsins og ekki séð neina breyt- ingu á lionum, svo að ég mótmælli þessu liarðlega. Sú ljóshærða Hélt iast við sitt. ,,Mig dreymdi þannig í nótt. Aður en þrír dagar eru liðn- ir, verður Brandur kominn út í lík- húsið, með hvers hjálp sem það verður,“ sagði hún, og sendi mér um leið eitt af þessum augnatillit- um, sem ætluðu að steikja mig lif- andi. Svo liana hafði dreymt fyrir því. Nú fór ég að leggja meiri trún- að á orð hennar. Ég vissi, að hún var undarlega herdreymin. „Hvenær sem Brandur flytur út í líkhúsið, gerir hann það með minni hjálp og einskis annars, verði ég hér starfandi, þegar það skeður," svaraði ég. „En mér þykir liklegt, að það dragist eina þrjá mánuði ennþá, að hann flytji.“ „Nei. Innan þriggja daga færðu að reyna kraftana á Brandi,“ sagði hún. „Brandur er þungur,“ sagði sú ljóshærða, og nú heltu augu henn- ar yfir mig heilu flóði af geislun- um, sem altaf tendruðu vonir minar gagnvart henni, og æfinlega brendu mig inn að hjartarótum. Svo flýtti liún sér inn i næstu sjúkrastofu. Mér var ljóst, að þessi leikur var að verða mér of heitur, og ég fast- ákvað, að lála til skarar skríða með mér og þeirri ljósliærðu, strax og tækifæri gæfist. En svo var nú hann Brandur. Jæja, það varð að taka því, ef hann þyrfti svona fljótt á aðstoð minni að halda. Og ég gekk lil vinnu minnar einn, með vonir mínar og kvíða. Um hádegishil, tveimur nóttum síðar kvaddi Brandur þennan lieim. Sú ljóshærða tilkynti mér hátiðlega, að nú þyrfti minnar aðstoðar við með likflutninginn. Ég lcvaðst reiðu- húinn til að starfa, livenær sem væri. Þegar gengið hafði verið frá likinu, lyfti ég því ýfir á vagninn, sem notaður var til slíkra flutninga og ók því rakleitt út úr spitalanum og vfir ]iortið hak við hann, að likhús- dyrunum. Nú var bara eftir þyngsta þrautin, að bera Brand í fanginu inn á líkbörurnar. Ég liikaði við og leit á líkið á vagninum. Satt var

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.