Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 °g þegar lampinn er tengdur við raftaugarnar, tekur hann smátt og smátt að lýsa, við það að ofur- lítil málmögn, kvikasilfur eða nal- ríum, breytist í gas. Geislar út frá því ljós, mismunandi litt eftir því, hvaða gastegund er notuð. Eftir nokkrar mínútur hefur lampinn náð fullri hirtu. Kvikasilfurgaslampinn gefur livítt ljós með bláleitum blæ, og natríum- gaslampinn gefnr gult ljós. Með því að hafa fleiri en einn gas- lampa með mismunandi gastegund- um saman í einni mjólkurlitaðri (>»opal“) glerkúlu, má fá mismun- andi „blandað“ ljós. Þannig fæst t. d. ljós, sem mjög hkist dagsljósinu, ef liafðir eru saman i einni glerkúlu einn venju- legur málmþráðarglólampi og einn kvikasilfurlanipi, séu lamparnir i hæfilegu stærðarhlutfalli hvor við annan. Þessir „rafmagnsgaslampar“ eru, a. m. k. enn sem komið er, aðallega notaðir til útilýsingar og lýsingar stórra sala, í verksmiðjum, vöru- gevmslum o. s. frv. Rafmagn til eldunar. Matreiðsla við rafmagn cr tals- vert yngri en raflýsingin, en liefir einnig náð mikilli útbreiðslu og vin- sældum, einkum á seinni árum. alda Þyí sérstaklega umbætur á smiði eldunartækjanna, bæði á suðuhellum og steikarofnum. Suðu- ellurnar eru þannig orðnar all- miklu hraðvirkari en þær voru áð- iu', og er það mikið atriði í sam- kepni rafmagnsins við gas sem elds- nevti við matreiðslu. Hlutfallslegt verð á rafmagni og gasi eða kolum er vitanlega mis- jafnt eftir staðháttum, en jafnvel þar, sem gas og kol eru mjög ódýr, eins og t. d. viða í Bandaríkjun- um og Englandi, liefur rafmagnið á seinni árum náð allmikilli út- breiðslu til suðu. Veldur þvi ekki einungis það, að rafmagn til suðu er orðið jafn hrað- virkt og gas, eða því sem næst, held- ur einnig lireinlæti og heilnæmi raf- magnseldhússins. Enn fremur er talið, að matur, soðinn eða steikt- ur við rafmagn, varðveiti betur nær- ingargildi og bætiefni lieldur en ef liann er matreiddur við eld, sök- um hins jafna og milda liita. Kafmagn úl híbýlahitunar. Til liibýlahitunar hefir, fraxn að þessu, yfii'leitl verið talið, að raf- magn gæti ekki, að þvi er snertir koslnað, staðist samkepni við ann- að eldsnevti, nema þar sem rafmagn er sérstaklega ódýrt, eins og t. d. surns staðar i Noregi. En einnig á þessu sviði hefir orðið nokkurhreyt- ing á siðustu árum. Er það aðallega tvens konar við- leitni, sem hefir komið því til leið- ar. í fyrsta lag'i er það talið sann- að, að hlýindatilfinning þeirra, sem í stofu dvelja, sé okki eingöngu komin undir hitastigi loftsins i stof- unni, heldur jafnframt því, að hve miklu leyti persónurnar, sem i stof- unni eru, verða aðnjótandi geisla- hitunar frá hitagjafanum. Til sam- anburðar og skýringar má benda

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.