Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN .‘51 Myjar la erlendar bækur <J R. H. Bruce Lockharl: Tilbage til Malakka. Hér er á ferðinni ný bók eftir þennan góðkunna og glaesi- lega höfund. Að þessu sinni dreg- ur hann upp ógleyinanlegar lýs- ingar af Austur-Indlandi og Ind- landseyjum. Bókin er hráðskemti- leg. 320 bls. Verð ób. kr. 11.70. Ferenc Körmendi: Farvel til i gaar. Höfundur þessarar bókar varð fyr- ir tveim árum víðfrægur vegna skáldsögu sinnar: Ævintýri í Buda- pest. Leikvangur þessarar nýju skáldsögu, sem er í tveim bindum, er öll Evrópa, og gerist sagan á árabilinu frá síðustu aldamótum til síðastliðins ár. Persónum sög- unnar er lýst af mikilli snild. Verð beggja binda ób. kr. 15.30. Dale Eunson: Kæmp for Alt. Þetta er ástarsaga, þar sem elskendurn- ir verða að lieyja ægilega baráttu við vonda menn, skepnur og tryld náttúruöfl vestur í nýbygðum Am- eríku. Hin ungu hjón kjósa frem- ur landnemalífið heldur en sam- biið við eldri kynslóðina, og ásl þeirra og þrek reynist nægilegt í lífsbaráttunni. 208 bls. Verð ób. kr. 3.60, íb. kr. 6.60. W. Somerset Maugham: To Ansigter. Somerset Maugham er íslending- um sæmilega kunnur af eldri rit- um sinum. Þessi bók er skáldsaga hans um leikhúsið, sprottin af und- irrót kaldhæðni og ástar. Bókin hefir orðið geysivinsæl i Englandi. 258 bls. Verð ób. kr. 6.90. D. H. Lawrence: Kvinden som red bort og andre Noveller. Lawrence eignast sí og æ nýja aðdáendur sakir skáldverka sinna, enda þótt nokkur ár séu liðin siðan liann andaðist. Þeir, sem ekki þekkja annað en langar skáldsögur eftir jjennan sérkennilega, enska höf- und, fá hér að kynnast honum í 21 smásögu, sem að efni til eru gagnólíkar, eins og vænta má. Grunntónninn í þessum sögum er liatur og ást. 263 bls. Verð ób. kr. 11.70, íb. kr. 20.10. Knud Becker: Uroligt Foraar. Bók þessi er i tveim þykkum bindum, og segir hún frá æsku ungs manns. Bókin er bæði vel skrifuð og geymir In'áðsnjallar lýsingar á sál- arlífi sögubetjunnar, Kai Götsclie. Ilún er framhald bókanna Det daglige Bröd og Verden venter, sem hafa skipað Knud Becker í fremstu röð meðal yngri skáld- sagnahöfunda i Danmörku. Verð ób. kr. 13.80. Karla Frederiksen: Da jeg mödte Storveziren. Ágætlega rituð ferða- bók, sem kveikja mun útþrá og ferðalöngun hjá mörgum, er því miður verða að sitja lieima. Er þá jafnan allmikil uppbót að sjá hin- ar glæstu sýnir undir handarjaðri góðs ferðabókarhöfundar. 119 bls. Verð ól). kr. 5.70.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.