Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Page 98

Morgunn - 01.12.1937, Page 98
224 MORGUNN er Solveig hét. Segir sagan, að Solveig hafi felt hug til sr. Odds, en ekki dró sá hugur til hjúskapar þeirra í milli, því þann 13. júní 1777 kvæntist sr. Oddur Guð- rúnu Jónsdóttur, prests í Goðdölum. En á laugardaginn fyrir pálmasunnudag, þ.e. 11. apríl árið eftir (1778) styttir Solveig sér aldur með þeim hætti, að hún sker sig á háls. Munnmæli herma, að hún hafi fundizt með lífsmarki, og hafi hún þá beðið prest að sjá um, að hún fengi leg í vígðri mold. Á sr. Oddur að hafa sótt um leyfi til þess til biskups, en verið synjað um leyfið. — Um dauða Solveigar segir í Djákna-annál svonefnd- um á þessa leið: „Laugardaginn fyrir pálmasunnudag skar sig' á háls ógipt stúlka á Miklabæ i Blönduhlíð í Skagafirði, af sinnisveiki; var prest- inum tilsagd; og var hún með lífsmarki þá hann kom, og sem hann sá þessa skelfilegu sjón, féll han.n í öngvit, en sem hann viðraknaði var hún dáin. Hún hét Solveig, meintu sumir að hún hefði viljað eiga prestinn, hafði hún áður hjá honum ráðsstúlka verið.“ Eftir dauða Solveigar á sr. Oddur svo að hafa verið mjög myrkfælinn, svo að hann mátti lítt ferðast einn saman, sízt þá er dimmt var orðið. Hafði hann því jafnan fylgd, enda var það fyrrum siður presta að hafa fylgd á ferðum. — Hinn 1. olct. 1786 kom hann frá Silfrastöðum, sem er útkirkja frá Miklabæ. Kom hann þá við á Víðivöllum, er liggur röskan kílómeter fyrir sunnan Miklabæ. Bjó þá á Víðivöllum Vigfús Scheving sýslumaður. Er sagt, að presti hafi verið boðin fylgd þaðan heim, og segja sumir, að hann hafi afþakkað hana, aðrir, að tveir húskarlar sýslumanns hafi fylgt honum út að vallargarði á Miklabæ, en þá hafi hann ekki kært sig um fylgdina lengra og hafi húskarlar sýslumanns þá snúið við. En presturinn kom aldrei fram, og hefir aldrei neitt spurzt til hans síðan. — Um sr. Odd segir Jón Esp- ólín svo í Árbókum sínum: að hann hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.