Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 37

Morgunn - 01.12.1947, Page 37
MORGUNN 115 rjúfa. Á sama hátt skyldu þeir, er í ytra hring sátu, tak- ast í hendur og tengja sig innra hringnum. Væri þetta bæði gert til þess að auka kraftinn og einnig til hins, að hver gæti haft eftirlit með öðrum að ekki ættu þeir þátt í því, sem fyrir kynni að koma. Næstar miðlinum sátu tvær konur, sín til hvorrar handar, og kváðust þær aldrei hafa sleppt af höndum miðilsins á meðan fyrirbrigðin gerð- ust. Ennfremur létu þær, samkvæmt ósk miðilsins, fætur sínar jafnan snerta fætur hans, svo að þær gætu fylgst með, ef hann hreyfði þá til. Eftir að sungin höfðu verið nokkur lög og forseti flutt bæn hófust fyrirbrigðin með því, að mjög glaðleg vera, sem nefnist Knud, talaði af vörum miðilsins, sagði, að hann og Hans vinur sinn væru þar komnir og mundu nú taka að sýna, hvers þeir væru megnugir, en enginn þyrfti þó að óttast, því að hér væru vinir að verki. Þess skal getið, ■'.ð í fundarherberginu var svartamyrkur og engin Ijós- týra kveikt, en sjálflýsandi merkin á hlutunum á borðinu gerðu öllum kleift að fylgjast með hreyfingum þeirra. (Og á næsta samskonar fundi var einnig sjálflýsandi gerfiblóm fest á barm miðilsins, svo að allir fundarmenn gætu fylgst með ef hann hreyfði sig). Tóku nú að heyrast högg barin í borðið, tið og snörp eins og þegar slegið er þéttingsfast með knúanum. Fundar- menn sungu lag og var þá slegið í réttu hljómfalli við hrynjanda lagsins. Nú tóku högg að dynja víðsvegar í veggi og hurðir stofunnar. Rafljósið var kveikt eldsnöggt hvað eftir annað, alls fjórum sinnum. Lúðurinn með hin- Um lýsandi fleti sást svífa um stofuna, blýanturinn tók að skrifa með ótrúlegum hraða á pappírsblokkina. Mandó- línið sveif um stofuna, hvað eftir annað, og var sleg- ið á strengina í ákafa. Lykli var snúið í hurðinni fram í forstofuna að baki miðilsins og hurðin opnuð, svo að greinilega sást birtan úr forstofunni. Hvað eftir annað var slegið á nótur píanósins, sem stóð við skilrúms- vegg skáhallt á bak við miðilinn og í a. m. k. 2—2Y2 meters

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.