19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 35

19. júní - 19.06.1987, Síða 35
Þær greinar sem eru inni í námskrá eru leikfimi, fimleikar, frjálsar íþrótt- ir, rytmik (listræn leikfimi), glíma, handknattleikur, körfuknattleikur, knattspyrna, blak og sund. Ekki er verið að fást við allt í einu heldur eru viðfangsefnin valin með tilliti til þroskastigs nemenda hverju sinni. Það sem helst greinir þessa námskrá frá hinum fyrri er að nánast sama námskrá gildir fyrir bæði pilta og stúlkur. Aðeins er undantekin ryt- mik (listræn leikfimi) fyrir stúlkur og glíma fyrir pilta frá 12-13 ára aldri. Námskráin er mun ítarlegri en hinar fyrri. Meginbreytingin varðar sam- kennslu pilta og stúlkna. Slfkt var tal- ið óæskilegt í fyrri námskrá eins og áður var minnsta á. Vegna stærri íþróttasala hefur sums staðar verið Nútíma Ivikfímikcnnslu er ætlað að auka hrcyfífærni og samhæfíngu yngstu nemendanna og að þeir kynnist líkama sínum og getu. Ennfremur á að þjálfa með þcim þor og áræði, stúlkum jafnt sem piltum. mögulegt að hafa íþróttir á sama tíma hjá piltuni og stúlkum. í sumum til- fellum er liópum blandað saman, t.d. í yngri aldursflokkum bæði í leikjunt og margvíslegri hreyfiþjálfun og hjá eldri nemendum í einstökum grein- um. 1 öðrum tilfellum er hvor hópur fyrir sig í helming salar, ýmist með skilrúm á milli eða án skilrúms. Að vera án skilrúms hefur í flestum til- vikum gefist vel og stuðlað að gagn- kvæmri virðingu og skilningi milli kynjanna og haft örvandi áhrif á árangur. Sérstaklega er minnst á í nám- skránni hve mikilvægt er að efla og auka hreyfifærni og samhæfingu á yngri árum með hverskonar kerfis- bundinni hreyfiþjálfun eða hreyfi- námi, sem er í þvt fólgið að kynnast líkama sínum og getu sinni við margs konar aðstæður, auka þor og áræði. efla jákvæða sjálfsmynd með því að auka eigin færni án viðmiðun- ar við færni annarra. í yngstu aldurs- flokkum er leikformið talið ákjósan- lcg aðferð cnda er það þeim svo nær- tækt og leikgleði þeirra nær ótak- mörkuð. Það er eflaust misjafnt hve mikil áhersla er lögð á þennan þátt í kennslunni en með góðri grunnfærni, svo sem að hlaupa, ganga, hoppa, skríða, halda jafnvægi eða kasta og grípa, næst og lærist fljótar margs konar íþróttaleg færni, sem síðan hefur áhrif á áhuga. Geta og áhugi eru svo samantvinnuð að ekki er hægt að skilja þar á milli. Leikur skyldi reyndar ekki vanmet- inn í íþróttakennslunni hvorki hjá hinum yngri né eldri. Og hvað eru knattleikirnir annað en erfiðari leik- ur? Leikur veitir ekki aðeins útrás fyrir spennu, gleði og skemmtun, heldur hcfur sem slíkur margvísleg uppeldisáhrif, félagsleg, siðferðileg og ekki síst vitsmunaleg. Námskráin býður upp á að piltum og stúlkum gefist sömu tækifæri á jákvæðu, virku og leitandi atferli með allri sinni fjölbreytni. Þar er lögð áhersla á að auka hreyfifærnina og um leið áhuga nemendanna og skiln- ing á líkamsrækt en slíkt kemur með bættum árangri og færni. Ég tel ekki minnsta vafa á að þar sem tekið hefur verið ntið af gildandi námskrá í ákvörðun unt markmið og leiðir í íþróttakennslunni hafi hún haft umtalsverð áhrif í þá veru að auka alntenna þátttöku stúlkna í íþróttum og jafnframt fjölgað þeim íþróttagreinum sem þær stunda. Sá grunnur sem vel er lagður kemur til með að skila sér líka eftir að skóla- göngu er lokið. Skólaíþróttir gefa ncmenduin færi á að kynnast flestuni íþróttagreinum sem þeir geta síð- an stundað í frístundum eða að skólagöngu lokinni. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.