Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 8
2 Jón A. Hjalfalín. IDUNN dóttur Jóns landlæknis Thorstensen. Hún andaðist 12. júní 1903. Ekki varð þeim barna auðið. en fósturbörn ólu þau upp nokkur. Þar á meðal Ásgeir Sigurðs- son konsúl og stórkaupmann í Reykjavík, bróðurson Hjaltalíns. Á stúdentsárum Hjaltalíns var mikið og fjörugt fé- lagslíf í Reykjavík. Þá var »Kvöldfélagið« í blóma sínum. Var Hjaltalín einn af stofnendum þess og tók mikinn þátt í umræðum á fundum. Hann var þá gleð- skaparmaður mikill, vel máli farinn og þótti gott skáld. Orti hann allmikið á yngri árum, en síðari hlut æfinnar mun hann ekki hafa fengist við skáldskap. Skoðaði hann kvæði sín og kveðskap eins og barnaskap, sem hann vildi helzt ekki tala um. Fáein af kvæðum hans hafa verið prentuð. Sum eru til í handritum, en mörg munu vera glötuð. Um það leyti, sem Hjaltalín lauk guðfræðisprófinu, var hann orðinn því fráhverfur að taka prestvígslu, enda mun honum þá hafa fundist, að hann gæti ekki í öllu fylgt kenningum kirkjunnar. Hann var tvö ár embættis- laus í Reykjavík og vann fyrir sér með kenslu, en árið 1866 réðist hann til utanfarar ásamt konu sinni, og dvöldu þau síðan í Englandi þangað til 1880, nema veturinn 1868—69, er þau voru í Kaupmannahöfn. Þegar Hjaltalín fór til Englands átti hann enga at- vinnu vísa, þótti því mörgum þetta fremur ógætilegt, því ærið er torsótt fyrir útlendinga að komast áfram í Englandi. Hann hafði fyrst ofan af fyrir sér með kenslu- störfum, fyrirlestrum, einkum um íslenzk efni, og með því að skrifa í blöð. Fékk hann brátt gott orð og kynt- ist ýmsum merkum mönnum. Þann 9. apríl 1868, var hann ásamt konu sinni kvaddur á fund Viktoríu drotn- ingar á Windsor Castle. Þar var margt tigið fólk saman-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.