Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 19
IÐUNN Jón A. Hjaltalín. 13 kenslu við lærða skólann í Reykjavík. í nefndaráliii er Hjaltalín samdi, kom hann fram með þá hugmynd, að í stað Möðruvallaskólans skyldi komið upp þriggja ára samskóla á Akureyri. Ur þessu varð þó ekki að sinni, en bruni skólahússins 22. marz 1902 gerði enda á skólavistinni á Möðruvöllum. Gagnfræðaskólinn á Akur- eyri var svo settur á stofn með lögum 10. nóv. 1903 og reglugerð hans staðfest 11. nóv. 1905. Hið nýja skólahús var tekið til notkunar haustið 1904. Margir söknuðu þess er skólinn fluttist frá Möðru- völlum. Þrátt fyrir illan útbúnað og nokkrar misfellur á rekstri hans, einkum framan af, hafði hann þó átt mik- inn þátt í að breyta hugsunarhætti íslenzkrar alþýðu, og vissulega munu flestir Möðruvellingar minnast hans með hlýjum huga. Hjaltalín auðnaðist að koma Gagnfræðaskólanum á Akureyri af stað, en hans naut ekki lengi við. Hann hafði alla æfi verið heilsuhraustur, en sumarið 1907 kendi hann sér meins, er leiddi hann til bana eftir lang- vinnar þjáningar. Veturinn 1907—1908 var hann lengi rúmfastur. Þá var Stefán Stefánsson utanlands á fundi Millilandanefndarinnar, og var því eiginlega engin stjórn á skólanum og heimavistunum um veturinn. Sumir nem- endur slógu því slöku við námið, en yfirleitt má þó segja, að alt gengi sinn vanagang, þó stjórnina vantaði. Er þetta nokkur dómur um stjórnarstefnu Hjaltalíns. Um vorið hrestist Hjaltalín nokkuð og tók aftur að kenna, en kraftarnir voru komnir að þrotum. Hann sótti um lausn frá embætti, og fékk hana 1. október. Þann 15. þess mánaðar andaðist hann. Jarðarför Hjaltalíns fór fram 26. okt. að viðstöddu lmeira fjömenni, en menn höfðu átt að venjast á Akur- eyri við jarðarfarir. Þegar gröfin Iokaðist yfir Hjaltalín,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.