Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 22
16 Jón A. H|altalín. IÐUNN má af manni með hans skapsmunum, var það einkum ísland fornaldarinnar, sem hann unni. Heima í héraði var Hjaltalín mikils metinn. Sótti hann þó lítt eftir alþýðuhylli. Hann hataði alt lýðskrum og var oft stórorður í þeim efnum. Hann tók engan þátt í hér- aðsmálum, en sat á Alþingi 1887—1897 sem konung- kjörinn. Hann bauð sig fram í Eyjafirði árið 1901, en náði ekki kosningu. Féll honum það allþungt, því hann var kappsmaður, þar sem hann beitti sér, og vildi ógjarnan láta sinn hlut, við hvern sem var að eiga. Um þingstörf Hjaltalíns skal eg vera fáorður. Hann lét allmikið til sín taka og var ræðumaður góður, en verulegur foringi varð hann ekki. Enda átti hann erfiða aðstöðu, þar sem hann var konungkjörinn. Hann skoð- aði sig sem fulltrúa stjómarinnar, en vildi koma á betri samvinnu með þjóðkjörnum og konungkjörnum þing- mönnum, en þegar skoðanir hans komu í bága við vilja stjórnarinnar, hikaði hann ekki við að fylgja sannfær- ingu sinni, og það kostaði hann þingsætið. I framsögu- ræðu fyrir þingsályktunartillögu um stjórnarskrármálið 11. júlí 1895 komst hann svo að orði: »Tilgangur minn með því að gerast annar flutningsmaður að þessari til- lögu, var sá, að eg vildi sýna það enn, eins og eg þyk- ist áður hafa sýnt það, að vér hinn konungkjörni flokkur á þinginu erurn fúsir til að vera í samvinnu við með- bræður vora í hinni háttvirtu þingdeild. Eg hygg og, að þessi þingsályktun sýni það, að það er öldungis eins áhugamál vort, sem annara manna á þessu landi, að þjóð vor fái framgengt kröfum sínum um innlenda stjórn og önnur meginatriði þau er fólgin eru í stjórnarskrár- baráttu vorri«. Þessi orð sýna hve þjóðrækinn hann var og hann endaði þingstörf sín með því að greiða atkvæði gegn

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.