Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 40
34 Andinn frá Worms og örlög hans. IÐUNN hafa en að nema hana og viðurkenna og ávinna sér með því einu eilífa sælu. Þá er hitt ekki eins aðgengi- legt, að bera hvert einasta atriði í lífsskoðun sinni með heilagri alvöru undir dóm samvizku sinnar, sannleiks- ástar og skynsemi, — hafna skilyrðislaust öllu, sem ekki stenzt fyrir þeim dómi og leita að nýju og gefast ekki upp fyrri en skoðunin er heilsteypt orðin, svo að við má una, og hvert einasta atriði er orðið í samræmi við það, sem maður veit sannast og réttast. Það finst ekki öllum fýsilegt að leggja út á þær brautir, og það þarf heilaga festu til að ganga þær brautir trúlega til enda. Og hver sá, sem fær gert sér ofurlitla hugmynd um menningarástand 16. aldar, hann undrast ekki, þótt játning Lúthers reyndist rödd hrópandans á eyðimörku. Það var svo fjarri þeirri kynslóð, að henni gat ekki einu sinni komið það í hug, að hver og einn færi að brjóta eilíf viðfangsefni mannsandans til mergjar og mynda sér sína lífsskoðun. En sannleikurinn er sá, að þar sem trúarbragðafrelsi er og alls konar stefnum er hindrunarlaust leyft að vaða uppi, þar komast menn ó- gjarnan hjá því, að efast um eitt og annað og gera upp fyrir samvizku sinni, hverjar leiðir skulu valdar. Og þá vill verða svo, að ein efasemdin vekur aðra, og maðurinn þarf altaf að vera að glíma við ný og ný við- fangsefni á sviði eilífðarmálanna, brjóta kenningaratriði til mergjar og fella dóm sinn um þau. Það er skiljan- legt, að ófullkomnum mönnum þyki hitt notalegra að útiloka alla heilabrotsmenn úr mannlegu félagi, svo að menn fái óáreittir að búa við lífsskoðun sína í þeirri sælu og öruggu trú, að hún sé hin eina sanna, og fyrir það sé manni um eilífð borgið, að vita þetta alt saman og sætta sig við að vita ekki meira.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.