Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 45
IÐUNN Konungssonurinn Hamingjusami. 39 förum suður til Pýramídanna. Vertu sæll!« og á svip- stundu hvarf hún. Um háttatíma kom hún til borgarinnar og sá líkneskið á súlunni háu. >Þarna skal eg hvíla mig«, sagði hún við sjálfa sig og settist beint niður á milli fótanna á Konungssyninum Hamingjusama. Henni var rétt að renna í brjóst, þegar stór vatnsdropi draup ofan á hana. »En hvað þetta er skrítið!« sagði hún. »Það er alveg heiðríkt og þó rignir«. Þá draup einn dropinn til, og enn einn. Hún Ieit upp fyrir sig og sá — ja, hvað sá hún? Augu Konungssonarins Hamingju- sama voru full af tárum, og tárin streymdu niður eftir andlitinu. Hann sýndist vera svo yndislega fagur í tungl- skininu, að litla Svalan komst innilega við. »Hver ert þú?« spurði hún. — »Eg er Konungssonurinn Ham- ingjusami«. — »Af hverju ertu þá að gráta?« — »Þegar eg var lifandi og bar mannlegt hjarta í brjósti*, svaraði líkneskið, »vissi eg ekki, hvað tár voru, því þá bjó eg í höllinni Vanangur, en þar er sorginni ekki leyfð inn- ganga. Á daginn lék eg mér með félögum mínum í ald- ingarðinum, og á kvöldin stýrði eg dansinum í Stóru Höllinni. Aldingarðurinn var girtur hárri girðingu, en aldrei hirti eg um að spyrja, hvað hinumegin væri; alt umhverfis mig var svo fagurtY Hirðmenn mínir kölluðu mig Konungssoninn Hamingjusama, og vissulega var eg hamingjusamur, ef hamingjan er fólgin í skemtunum. Þann veg lifði eg og þann veg dó eg. Og nú, þegar eg er dauður, hafa þeir hreykt mér svo hátt, að mér gefur á að líta allan ljótleikann og alla eymdina í borginni minni, og þó hjarta mitt sé úr blýi, get eg ekki tára bundist. í fátæklegu hreysi í borginni minni kem eg auga á konu, magra og þreytulega í framan, sitja við sauma. Á rúmfleti í einu horninu í herberginu liggur litli drengurinn hennar veikur. Móðir hans á ekkert til

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.