Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 58
52 Ljósið í klettunum. IÐUNN í húsunum beið fólkið með öndina í hálsinum, biðu ungir og gamlir — allir. Biðu eftir undri. Biðu ljóssins. Þá bregður fyrir skærri biriu í lítilli steinbyggingu við Iækinn uppi í brekkunni. Við birtuna sést andlit ungs manns; hann er fölur, svarthærður og glampi í dökkum augunum. Og ljós af ljósi tendrast á svipstundu út um alt þorpið. Menn gleðjast eins og börn. Þjóta á milli hús- anna, kalla hver til annars. Rafljós! — Blessuð ljósin! Ungi maðurinn gengur út og lítur yfir þorpið. Húsin eru eins og stórir steinar í myrkrinu, álfaklettar með ljósum. Minningarnar þjóta um hugann, eins og leiftur, kvikna eins og ljósin. Amma er þar komin með allar sögurnar og sýnirnar. Hvernig var nú vísan? „Ljós á kerti ei logaði þar, .... birtu bar bezt af einu hjóli“. Ungi maðurinn hlær og grætur. Hvað gerir það, hann er aleinn með haustnóttinni. — I einni svipan skilur hann hvað skygni pilturinn hefir séð hjá álfunum í Kálfborg. Þar var ekki kertaljós, eins og hjá mönnun- um. Hvað var eðlilegra, fyrir hann, en að kalla hnött- óttan raflampa hjól? „. . . . Húsið fríða birtu bar bezt af einu hjóli “. Hver veit? — Þessa stund finst honum ekkert ótrú- legt, ekkert ómögulegt. — Blessuð vertu, amma! En nú eru einhverir að koma, og hann þerrar augu sín í skyndi. íiulda.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.