Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 65
IÐUNN Jólaminning. 59 leiki blóðugs herkonungs, sem ekkert vill nema sitt eigið vald, og boðbera kærleikans. Og við leyfum okkur að tala um ástir götukvenna og siðferðislausra karlmanna, og við tölum líka um ástir þeirra, er helgað hafa hvort öðru alt sitt líf. Og þó er annað hryllilegasta hörmungin á þessari jörð, en hitt dýrðlegur fagnaður. Og er það ekki að lokum jólahugurinn einn, sem gefur hverjum hlut gildi, þessi eilífa, heilaga leit eftir því fullkomna, þessi eilífa, djúpa lotning fyrir því fullkomna og heilaga. Eg sagði ykkur frá því áðan, að eg hefði séð fortíð og framtíð sveinsins í Vengarn í leiftursýn, og úr því hefði svo orðið helgisaga, sem eg hefði eitt sinn sagt nemendum mínum. Eg hafði ætlað að segja ykkur þessa helgisögu, en þá fann eg að hún var gleymd. En það sakar víst ekki, því að af minningunni einni fékk hún alt sitt gildi. Eg veit heldur ekkert annað um þenna svein í Vengarn, en að hann var á glæpamannahæli, og að hann hafði búið hátíðasalinn þar, þegar eg kom þar á jólunum 1919, og þá hafði hátíðin mikla leyst fagra listamannssál úr þungum álögum, og eg fann loftið anga af sigurfögnuði. Ef til vill á þessi sveinn eftir að verða víðfrægur maður, maður, sem færir listinni nýja auðmýkt og göfugleik hins sigrandi raunamanns. En ef til vill hefir hann líka fallið eða á eftir að falla fyrir »steininum, sem Stefán feldi«. Að eins eitt veit eg með vissu: fagnaðar- hátíðin mikla hefir hjálpað honum til að vinna dýrðlegan sigur, dýrðlegasta sigurinn, sem eg hefi séð og skilið, sigur, sem hefir orðið mér, manni, sem aldrei hefi séð hann og veit ekki svo mikið sem nafn hans, dýrmætasta jólaminningin, sem eg á. Á jólunum 1926. Arnóv Sigurjónsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.