Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 67
IÐUNN Georg Brandes. 61 aldráttunum er afstaða hans hin sama og ávalt hefir verið: ást og aðdáun á lífrænni og ljóssækinni menning Forn-Grikkja á eina hlið, rótgróin óbeit á Gyðingtrú þeirri, er kallar sig kristindóm, á hina. Brandes var stríðsmaður, — þungvopnaður framar flestum öðrum. Þó beitti hann ávalt vopnum sínum létti- lega og fimlega. Sá verður vandfundinn, er valdið geti hertýgjum hans nú, er hann er liðinn. I. Georg Brandes var fæddur í Kaupmannahöfn 4. febr. 1842. Faðir hans var Gyðingur og — kaupmaður. Heimilið algengt borgaralegt kaupmannsheimili, þar sem menn borðuðu vel og sváfu svefni hinna réttlátu, tóku sér skemtigöngur á sunnudögum og fóru á gamanleik þegar svo bar undir. Ekkert benti í þá átt, að úr þessu þrönga hreiðri sjálfsánægjunnar myndi fljúga sá arnar- ungi, er víðfleygur myndi gerast og hættulegur svefn- friði hænsnagarðsins. Danmörk var í þá daga — eins og enn — lítið land og flatt, en átti þó sínar »stjörnur« — sína miklu menn. Adam Oelenschláger var enn á lífi og hreif landa sína með rómantískum, hátíðlegum hetju- kveðskap. Ingemann reit um konunga og drotningar, sveipuð draumljóma fjarlægðarinnar, — um göfuga ridd- ara og yndisfagrar jómfrúr, sem reyndust trúar alt til dauðans- Christian Winther sló ljóðhörpu sína, svo öll þjóðin sat í hrærðri leiðslu. H. C. Andersen stritaðist við að yrkja og rita. Skáldskapur hans var nú raunar hálfgerður óskapnaður, en upp úr þeim óskapnaði stigu nokkur æfintýri, sem heimurinn enn þá hefir yndi af. A sviði ritkönnunar og leikforustu bar ]. L. Heiberg einráðan valdstaf. A trúmálasviðinu gnæfðu þeir hæst,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.