Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 80
74 Georg Brandes. IDUNN glæsilegi rilháttur hans; viðkvæmni hans og næmleiki fyrir hvers kyns áhrifum; hinn undraverði hæfileiki, sem víða kemur fram í ritum hans, til að setja sig inn í hugsunarhátt annara, óskyldra og fjarlægra í tíma og rúmi; óskeikulleiki hans í skapgerðar- og mannlýsing- um; logandi hatur hans á allri kúgun og órétti, — alt bendir þetta í raun og veru í eina og sömu átt: burt frá herdunum og vopnagný orustuvallanna, — inn í ljóð- ræna draumheima skáldsins. I sambandi við þetta má geta um eitt lítið atvik úr lífi Brandesar, sem opnar oss nokkra innsýn í sál hans. Það var árið 1912. Brandes stóð á sjötugu. Farisear -og skriftlærðir fóru á stúfana um þvera og endilanga Danmörku til þess að hylla hinn aldraða höfðingja. Hjá því varð ekki komist að viðurkenna andlega stærð hans og yfirburði. En í blaðagreinunum mátti lesa ýmislegt milli línanna. Lofið var sumt lævi blandið. Það leyndi sér ekki að sumir höfundanna höfðu ekki int þetta starf af hendi með allskostar glöðu geði, en miklu frekar sem óþægilegt skylduverk. Öldungurinn var því miður «nn á lífi. Þessi íturvaxna eik gnæfði enn þá hátt og skygði á miðlungsmenskuna. Við eikina urðu öll þau hin minni trén að mæla hæð sína. Fjandinn hafi hana! Lengi lifi Georg Brandes! Svo var það að öldungurinn lét til sín heyra og vakti hneyksli og gremju, eins og hann hafði gert svo off. Hann skrifaði ofurlitla smásögu um Skít-Mads og Svarta- Pétur, sem hér skal endursögð eftir minni: Einu sinni var lítil þjóð, sem var mjög ánægð með sjálfa sig. Þar voru allir nauðalíkir í sjón, ljósir yfirlitum með skitingult hár, og allir hétu Mads. Vegna háralitar- ins kölluðu þeir sig Skít-Mads, og var nafn þetta heið- ursnafn.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.