Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 88
82 Georg Brandes. IÐUNN að hann hefði tekið að spyrja sjálfan sig hvað hann hefði unnið til saka. Nú auðnaðist honum að ganga í dauðann með hrein- an skjöld. Georg Brandes hafði engan glaðan fagnaðarboðskap að flytja heiminum, enda var honum óspart borið það á brýn, að hann væri ófrjór og önuglyndur bölsýnis- maður. Nokkur sannleikur liggur í því. Hann sá ekki framtíðina í neinum töfraljóma. Hann féll ekki í stafi af aðdáun yfir vélrænu framfarabrölti tímans. Hann léði ekki eyra hverri bábilju, sem básúnuð er á strætum og gatnamótum. í huga hans kendi nokkurrar beiskju. Stundum mun honum hafa fundist sem væri hann stríðs- maður hugsjóna, sem horfnar voru úr þessum heimi: heilbrigðrar skynsemi, heiðarleiks í hugsun, persónulegr- ar ábyrgðartilfinningar. Þá sjaldan hann á seinni árum leit upp frá starfinu og lét augun hvarfla út yfir flatlendið danska, þar sem vindmylnurnar gnæfa við loft, hefir hann ef til vill bros- að í kampinn og heilsað sjálfum sér sem Don Quichote öðrum — riddaranum ódauðlega, sem eyddi dögum sín- um í baráttu við vindmylnur. Vafalaust hefir sjálfkímnin átt sér einhvern afkima í sál hans. Enginn maður sér hugsjónir sínar rætast að.fullu. Og nýir tímar heimta ný viðfangsefni. Sú barátta, er Brandes stóð í um langa æfi, er eng- an veginn til lykta leidd. Nýjar kynslóðir verða að taka við þar, sem hann hvarf frá. Og baráttan hefir fluzt inn á nokkuð önnur svið. Hugsjónir æskunnar nú á tímum stefna sumpart inn á aðrar brautir en þær gerðu á æskuárum Brandesar. Heimspekilegar fræðikenningar, trúmál og bókmenta-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.