Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 93

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 93
IÐUNN 87 Ritsjá. Er eliki sem maður sé í einu vetfangi horfinn í baðstofuna, heyri vindinn gnauða á þakinu, snarkið í eldinum, sjái þau í fölu eldskininu og hlýði á tal þeirra? í kvæðinu „Að starfi" dáir skáldið slarfið og starfsgleðina og lýsir hinum blessunarríku ávöxtum þeirra. Hafa íslenzk skáld ekki nú um langan aldur ort um starfið yfirleitt. — Eru þetta orð í tíma töluð, þar er fjölda karla og einkum kvenna í kaupstöðum landsins þykir sómi að iðjuleysinu. Skáldið lýsir skyldleika andlegrar iðju og Iíkamlegrar. Þær eru af sömu uppsprettu og leita að sama ósi: Hvort sem eg æskuóð yrki af sannri hvöt, eða eg yrki vel ógróinn moldarflöt, fossar í funheitt blóð fagnaðarkendin sterk. — Göfgasta gleði í sál gefur mér unnið verk. Vitmaður mikill, Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akur- eyri, hefir í einni af hinum stórmerku skólaslitaræðum tekið þetta efni til íhugunar. Sýnir hann fram á að ljóð, listaverk og yrking larðar eigi rót sína að rekja til sama hugarreits, hversu nauðsyn- legt sé að yrkja, skapa verðmæti. (Sjá Skýrslu um Gagnfræða- skólann á Akureyri 1923 1924). )óhannes ræðst í þá bragþraut, að yrkja háttalykil undir fimm- tiu fornháttum. Hefir enginn núiifandi Islendingur gert það svo kunnugt sé. Hafa íslendingar ort fjölda slíkra háttalykla, alt frá Þeim Rögnvaldi kala og Snorra. Eru 18 slík háttatöl og háttalykl- ar þekt eftir nafngreinda höfunda eða safnað af þeim. (Sjá Jón Þorkelsson: Om Digtningen paa Island i det 15. og 16. Aarhun- drede, Köbenhavn 1888, bls. 243). Er þetta þá hinn 19. háttalykill. Tekst honum einkarvel, eftir því sem krafist verður um slíka bragþraut. Er hann hið fyrsta skáld, er yrkir slíkan háttalykil, án þess að viðhafa kenningar sér til hægðarauka. Er höf. geysirím- bagur. Má það furðu gegna, að jafnvel hittist að stuðul eða höf- uðstaf vanti. Af sögulegutn kvæðum er „Melkorlta" bezt, sem sýnir oss til- finningar kristnu konungsdótturinnar, Melkorku, úr menningarland-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.