Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 95

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 95
IÐUNN Ritsjá. 89 „— — Kristín Sigfúsdóttir er úr héraði, sem ehhi hefir haft neitt orð á sér fyrir alþýðumenningu né bókmentir". Með því að ætla má, að orð Sig. Nordals vegi allmikið hjá almenningi, hygg eg, að ekki sé rétt að láta svo röng og villandi ummæli standa óhögguð. Eyjafjörður hefir ávalt verið menningar- héraö. Það mun fáum dómbærum mönnum blandast hugur um, sem kynt hafa sér menningu héraða landsins. Eyfirðingar hafa átt marga ágæta alþýðuhagyrðinga, alt frá Jóhönnu í Hrauni og Skáld- Rósu til vorra daga. Ari Jónsson á Þverá orti margt og samdi meðal annars leikritið „Sigríöi Eyjafjarðarsól" (gefið út á Ak. 1879). Þá má nefna Benedikt Einarsson á Hálsi, Pál J. Árdal og Jón Björnsson hér í Rvík, sem ort hafa ljóð og sögur. Allir þessir menn eru óskólalærðir að mestu. I Eyjafirði festi fyrst angi lýðskólahreyfingarinnar rætur. Voru þá um hríð þrír skólar í hér- aðinu. Má furðu gegna, ef engin sjást merki þeirra í menningu fólksins. Þaðan eru kynjaðir og þar hafa lifað og starfað margir afburðamenn. I jarðrækt og trjárækt og öðrum búr.aðarlegum framkvæmdum voru Eyfirðingar forystumenn. Það er næstum óhugsandi, að maður í slíku sæti sem S. N. viti þetta ekki, en hitt er lítt skiljanlegra, hví prófessorinn hagar svo orðum sínum, að almenningur kunni að draga alrangar ályktanir af þeim. Uppistaða sagna Kristínar og leikrita er kærleikurmn og um- burðarlyndið. Ef geislar þeirra ná til insta hugskots vors og bræða klakann, má oss á sama standa um kyngi illra örlaga. Svipar henni í þessu mjög til Einars H. Kvarans. Efni æfintýraleiksins er þetta: Haukur kóngssonur fellir hug til Fríöu, karlsdótturinnar. Hann hittir hana, er hann ætlar að vinna óvættina, sem situr í skóginum og gerir hann vegfaröndum hættulegan. Kóngssonurinn biður hana að fylgja sér, en hún þorir það ekki vegna foreldra sinna og unn- usta síns, svfnahirðisins. Fríða glepst af völdum Rauðs ráðgjafa, en rankar við sér með hjálp verndardísarinnar. Kóngssonurinn fellur í hendur óvættinni Helveigu, skaðvaldi leiksins. En Fríða kemst alla leiö til bústaðar hennar og leysir hann úr læðingi með fórnfýsi sinni og ást. Efnið er ekki nýstárlegf. Alt hið sama gerist, sem í æfintýrum °S þjóðsögum, gamla sagan um kotungssoninn eða kotungsdóttur- 'na, sem mægist við konunginn og barátta manna við tröll og fordæður. — Ef nokkuð dýpra liggur í Ieiknum, þá mun það til-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.