Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 96

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 96
90 Ritsjá. IÐUNN ætlun skáldkonunnar, aö sýna baráttu hins lága og hins háa, mat- arásfarinnar og hugsjónanna, ljóss og myrkurs, ills og góð. Og hún vill sýna, aö alt sé gott í eöli sínu, þótt það um stund sé háð illum áhrifum og leysisl að lyktum úr þeim álögum fyrir mátt kær- leikans. En hér kemst hún í hálfgerð vandræði með lífsskoðun sína. Hún hefir engin önnur ráð en Iáta bölvaldinn verða að steini. Líklega hefði verið bezt að sleppa síðasta þættinum. Hann gerir leikinn nokkuð „ódramatiskan". Leikrit á að enda snögglega á til- þrifamiklum atburði, þar sem allir þræðir þess sameinast. Samlölin eru falleg og þrungin spakmælum. A bls. 54 stendnr orðið tortrygging, sem ætti að vera tortrygni. Á bls. 89 er orðið leiðarhnoð haft í kvenkyni. Hpoð er hvorug- kynsorð og var í fornu máli hnoða, sem beygðist eins og auga. Friðrik Asmundsson Brelckan: Gunnhildur drotning og aðrar sögur. Bók þessi, sem á dönskunni heitir „De gamle fortalte", er nú út komin f íslenzkri þýðingu eftir íslenzkan stúdent í Kaupmanna- höfn, Steindór Steindórsson. — I rauninni eru þetta alls ekki sögur í venjulegum skilningi, heldur annaðtveggja æfintýr, eða þjóðsögur að meira eða minna leyti endursagðar. Sögurnar hafa það einkum sér til ágætis, að þær eru mæla-vel sagðar og skemtilegar aflestrar. Bezta sagan er „Bræður". Bræöur tveir, Hallvarður og Há- varður, leggja ást á sömu konuna. En hún er eiginkona Hallvarðs. Er Hallvarður verður þessa vís, sér hann, að annarhvor verður að víkja. Hann tekur bát sinn, siglir beint í norður og hverfur f ísaþokuna. Skaplýsingar sögufólksins eru glöggar og eðlilegar. í sögunni er og góð lýsing, einkum fyrir útlendinga, á hinu fábreytta lífi í útkjálkasveitum landsins. I sögunni „Gunnhildi drotningu" bregður höf. blæjunni af huldum þætti í lífi Gunnh'ildar konunga- móður, þar er hún dvelur í Finnmörku og gelur galdur með norn- inni Matta-höttu og heitist Finninum Gusa. Er sem þessi atburður úr Iífi hennar skýri að nokkru hinn síðara lífsferil hinnar skap- hörðu konu, er seint verður skilin. „Djákninn á Myrká“ er alltilþrifamikil harmsaga. En nauða lítið minnir hún á þjóðsöguna, sem hún er heitin eftir. Oviðkunnanlegt er að höf. fer rangt með hina landfræðilegu afstöðu, þar er hann lætur söguna gerast á nafngreindum sfað. Myrká stendur sem sé í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.