Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 16
tisminn í núverandi merkingu þess orðs, er nátengdur þess- um fyrirbærum og verður ekki skilgreindur án þess að hafa þau sérstaklega í huga. Spíritismi er engan veginn nein trúarstefna og spíritistar fjarri því að vera nokkur sértrúarflokkur. Spíritisminn er rökstudd tilgáta til skýringar á hinum didrœnu fyrirbœr- um, eöli þeirra og orsökum, og þeir menn nefndir spíritist- ar, sem þá tilgátu aðhyllast. Að því leyti gegnir um hann sama máli og materialismann, sem einnig er rökstudd til- gáta til skýringar á fyrirbærum efnisheimsins og þeir nefndir materialistar, sem þá tilgátu telja rétta. Hins veg- ar eru þessar tvær tilgátur að verulegu ieyti fuilkomnar andstæður. Spíritisminn, eins og hver önnur visindaleg tilgáta, er að sjálfsögðu reistur á löngum og ítarlegum rannsóknum þeirra fyrirbæra, sem hann á að skýra. Sú rannsókn hófst fyrir alvöru með stofnun Brezka sálarrannsóknafélagsins árið 1882 og þeim hefur siðan verið haldið áfram víðsvegar um hinn menntaða heim. Að þeim hafa unnið margir heimsfrægir vísindamenn, sem notið hafa óskoraðs traust og virðingar. I þessu sambandi er rétt og skylt að geta þess, að rannsóknir dulrænna og sálrænna fyrirbæra hafa jöfnum höndum verið framkvæmdar bæði af þeim, sem að- hyllzt hafa skýringar spíritista og öðrum, sem hafa lýst sig beinlínis andvíga þeim skýringum. Sálarrannsóknir og spíritismi eru því sitt hvað, enda þótt sumum hætti til að grauta þessu saman. Skoðun spíritista á hinum dulrænu fyrirbærum er í stuttu máli sú, að bæði fyrirbærin sem heild og mörg hin einstöku þeirra séu þannig, að ekki sé unnt að skýra þau á annan hátt en þann, að þau stafi frá framliðnum mönn- um, að persónuleiki mannsins lifi eftir líkamsdauðann og geti, þegar hagstæð skilyrði eru fyrir hendi, komizt í sam- band við þá, sem lifa hér á jörð. Þeir aðhyllast þá skoðun á sambandi sálar og líkama, að líkaminn sé starfstæki sál- arinnar í þessari jarðartilveru, en þennan líkama yfirgefur 14 MORGUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.