Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 23
aðeins dýrmæta huggun í harmi og sorg, heldur bjartsýni og styrk í lífsbaráttunni, aukna lotningu fyrir lífinu og höfundi þess og vaxandi tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð, sem lífi okkar og breytni fylgir, vegna þess að okkur skilst þá betur, að þetta jarðlíf er ekki tilgangslaust fálm frá myrkri til myrkurs, ekki markmiðslaus hending, heldur dýrmætt tækifæri, þrep á þroskabrautinni, námsbekkur í hinum mikla skóla, þar sem okkur er ekki ætlað að svíkjast frá skyldum og starfi og falla, heldur öðlast undirbúning æðri reynslu og fylira lífs. Ég er einnig sannfærður um það, og til þess bendir þegar fengin reynsla, að framhaldandi rannsóknir á þeim sviðum sálarlífsins, sem enn sýnast dularfull vegna þess, hve lítt þau enn eru könnuð, muni einnig hafa stórkostlega þýðingu í þá átt að auðvelda lækningar ekki aðeins geð- og tauga- sjúkdóma, heldur og margra annarra meina, og stuðla þannig bæði beint og óbeint að eflingu heilbrigðra, lífs. Ég byrjaði með því að minnast á bílinn minn og ég ætla að enda með því að segja frá öðrum bíl og litla sögu í sam- bandi við hann, er vera mætti táknræn um viðhorf spíri- tismans varðandi framhaldslífið og samband sálar og líkama. Eg stóð við stofugluggann heima ásamt konunni minni. Þá sjáum við allt i einu að bíll kemur eftir götunni og nemur skyndilega staðar við garðshliðið. Hann hafði raun- ar ekið mjög gætilega, sveigt úr vegi fyrir öðrum bíl og flautað á krakka, sem álpazt hafði út á götuna. Nú stóð hann þarna grafkyrr við hliðið og virtist með öllu dautt á vélinni og á rúðunum var einhver móða, svo við sáum ekki bílstjórann í gegnum hana. — Hvað á nú þeta að þýða? segi ég. — Bíllinn stendur þarna eins og klettur á miðri götu og enginn bílstjóri sjá- anlegur. Varla hefur billinn ekið alveg sjálfkrafa og haft jaí'nframt vit á því að víkja úr vegi og flauta á krakkann? Konan mín brosir og finnst þetta víst ekki svara vert. Vokgunn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.