Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 46

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 46
44 eldra barnanna og fékk tvær stúlkur er lofuðust til að halda áfram þessu góða starfi. Sumarið 1931 fóru þær Miss Jónína Olafson, og Miss Louisa Bergson til Ashern og þaðan til þess sama staðar er var liúið að starfa tvö sumurin áður. Fylgdu þær nákvæmlega sama formi og áður. Það mætti bæta hér við, að kona nokkur áleit það þess vert að senda tvær dætur sínar tuttugu mílur (frá Wapah) og yfir vatn og borga fyrir verustað þann tíma sem þær gátu notið kenslu hjá Miss Olafson og Miss Bergson. Þetta síðasta sumar, 1932, bauðst félagi þessu tvær stúlkur frá Baldur—Miss Ellen Frederickson og Miss Þora Oliver, báðar kenn- arar á alþýðuskólum. Skýrslur um starf þetta, síðan það var l'yrst byrjað 1929, hafa verið lesnar á kvenþingi og birtar í Sameiningunni á hverju ári. Þessar skýrslur bera með sér frábæran áhuga fyrir þessu starfi og trygging góðrar uppskeru frá því svæði er hefir verið gróðursett í þessari bygð þessi undanfarin ár. Þrír alþýðuskólakennarar í bygð þessari hafa tekið að sér að halda áfram með þetta starf þá mánuði er þær kenna þar þetta ár. Þessar góðu stúlkur heita Miss Ástrós Johnson, kennari við Darwin skóla; Miss Vigdís Sigurðson að Vogar P. O.; og Miss Levina Milne, ensk stúlka er kennir á Silver Bay. Bauðst hún að halda áfram sunnudagaskóla starfi þann tíma, er hún kennir þar. íslenzk stúlka úr því héraði hefir einnig boðist í þetta verk, Bína Johnson, dóttir Árna og Jónu Johnson á Silver Bay. Sunnudagsskóla blöð, til þessa brúkuð og þeim útbýtt til barna við sumarkenzlu, og alt sunnudagsskóla lesmál sent til þessara barna á veturna, hefir verið gel'ið góðfúslega af skólaráði sunnudagsskóla Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Vill hið sameinaða kvenfélag nota þetta tækifæri til að þakka af alúð sunnudagaskóla Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg fyrir þessa miklu hjálj), er mun bera svo mikinn, og blessunarríkan ávöxt. Beiðni kom á siðasta þingi þessa kvenfélags, að senda starl's- konur til annara íslenzkra bygða, er hafa litla prestþjónustu, og þá als enga kristilega uppfræðslu fyrir börn. Guð gefi að starfsmenn gefi sig að þessu góða verki svo að þetta verði mögulegt. Berum svo þetta mál í hjörtum vorum; látum það vera sérmál hverrar kristinnar konu í kirkjufélagi voru og biðjum fyrir því að það megi aukast og ná til fleiri íslenzkra barna og gróðursetja elsku á Krist í hjörtum þeirra. Við sem mæður þekkjum barns- hjartað og vitum, að alt það fræ, sem sáð er í Guðs nafni, ber sína uppskeru á varanlegan hátt. Guð gefi að börn allra íslenzkra mæðra beri ljós Jesú Krists hátt og skært—þá er einskis að kvíða og fram- tíðarsæla barna vorra er trygð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.