Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Getum við aðstoðað? Í dag, miðvikudag, sitja ráðgjafar okkar lengur við símann. Ráðgjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins og Fjármögnunar svara spurningum ásamt ráðgjöfum Íslandsbanka. Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21 í síma 440 4000. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Að sögn Árna Tómassonar, formanns skilanefndar gamla Glitnis, er þetta liður í því að fá inn í þrotabúið pen- ingalegar eign- ir sem gengið geti upp í kröf- ur. Talið sé að nokkur verðmæti liggi í bún- aðinum, enda um talsvert magn tækja og húsgagna að ræða. „Okkar sérfræðingar telja rétt að ráðast í slíka sölu sem fyrst meðan þessi búnaður er til- tölulega nýr og passar enn vel inn í það húsnæði sem hefur verið byggt hérlendis á und- anförnum árum,“ segir hann. „Vonandi skilar það sér nú inn í þrotabúin í formi fjármuna.“ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SKILANEFNDIR gömlu bankanna hafa ákveðið að ráðast í sölu á hús- búnaði og tækjum úr aðsetrum bank- anna erlendis. Meðal muna á sölu- lista eru húsgögn, ljósakrónur og jafnvel stöku eldhústæki sem voru í notkun á kaffistofum og matsölum starfsmanna. Listaverkasöfn gömlu bankanna eru þó ekki meðal sölu- muna enda tilheyra þau núna nýju bankastofnununum og þar með ís- lenska ríkinu. „Allajafna myndi varla taka því að selja stöku húsgögn þrotabúa upp í skuldir en hér er í mörgum tilfellum um að ræða muni sem voru í raun fjárfestingar á sínum tíma,“ segir Eyjólfur Pálsson, kenndur við Epal, sem hefur verið skilanefndunum inn- an handar við undirbúning sölunnar. Hann segir um gæðabúnað að ræða. „Ég þekki margar þessara vara úr eigin verslun, s.s. „Eggið“ og „Sjöuna“ eftir Arne Jacobson, hillur frá Montana og lampa frá Louis Poulsen. Og mér sýnist þetta ótrú- lega vel farið þrátt fyrir að hafa ver- ið notað í einhvern tíma.“ Upphaflega var gert ráð fyrir að selja búnaðinn til fárra kaupenda og einfalda þannig ferlið. „Hins vegar þótti sýnt að þar sem búnaðurinn er notaður fengist sáralítið fyrir hann þar sem kaupendurnir myndu þá krefjast of mikilla magnafslátta,“ segir Eyjólfur. Í staðinn hafi verið ákveðið að leyfa almenningi að njóta þess ríflega afsláttar sem verður á búnaðinum. Verður hann því seldur næstu daga í húsnæði BT í Skeifunni en salan hefst í dag kl. 10. Selja húsbúnað úr gömlu bönkunum Listaverkin ekki á sölulista enda tilheyra þau núna íslenska ríkinu Morgunblaðið/Kristinn Til sölu Eyjólfur Pálsson segir mörg húsgagnanna eins og ný þrátt fyrir að hafa verið notuð í einhvern tíma. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is INNBYGGÐ áhætta í íslenska bankakerfinu var mikil um mitt síðasta ár að mati Finnans Ka- arlo Jännäri. Í lok júní á síðasta ári voru stórar áhættur bankanna á einn eða tengda aðila 23 talsins. Það þýðir að áhættuskuldbinding bank- anna á hvern þessara viðskiptavina fer yfir tíu prósent af eiginfjárgrunni þeirra. Samtals námu þessar stóru áhættur í hverjum banka frá 94% til 174% af eiginfjárgrunni. Mest til eignarhaldsfélaga Jännäri segir það mjög óvenjulegt að bankar á stærð við íslensku viðskiptabankana hafi verið með svo stórar áhættur á einstaka aðila. Að hans mati voru ákvarðanir stjórnenda bankanna að þessu leyti vanhugsaðar. FME hafi verið meðvitað um það og hafið vinnu við að safna ít- arlegri upplýsingum um stórar áhættur. Áhættan getur til dæmis falist í miklum útlán- um til einstaklings og fyrirtækja hans. Jännäri segir í skýrslunni það sláandi að áhættan er að stærstum hluta bundin við eignarhaldsfélög sem höfðu það meginmarkmið að fjárfesta í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum eignum. Í fáum tilvikum var um að ræða fyrirgreiðslu til rekstrarfélaga. Í flestum tilvikum voru veðin í bréfunum sem keypt voru. Þetta er inntak þess sem meðal annars kemur fram í skýrslu Jänn- äri, sem ríkisstjórnin fól í nóvember síðastliðn- um að leggja mat á lagaumhverfi og fram- kvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi og gera tillögur um úrbætur. Togstreita við FME Stjórnendur Glitnis, Kaupþings og Lands- bankans deildu við Fjármálaeftirlitið (FME) hvernig meta ætti þessar stóru áhættur í banka- kerfinu og skilgreina tengda aðila samkvæmt skýrslunni. Sömuleiðis var togstreita um hversu ítarleg skýrsla um stórar áhættuskuldbindingar bank- anna ættu að vera. Bankastjórarnir voru mis- viljugir til að samþykkja athugasemdir FME en sættust á endanum á að bæta upplýsingagjöf til eftirlitsins. Í skýrslunni kemur fram að seðlabankastjór- um var ekki ljóst hvaða aðilar voru á bak við þessi stóru útlán viðskiptabankanna fyrr en í október 2008 eftir að bankarnir hrundu. Fjár- málaeftirlitið hafi ekki gefið upp nöfnin fyrr vegna laga um bankaleynd. Hins vegar var Seðlabankinn með upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar í bankakerfinu almennt og stærð þeirra miðað við eiginfjárgrunn hvers banka fyrir sig. Gagnrýnir áhættu bankanna  Risalán til fárra aðila skapaði mikla áhættu í íslensku bankakerfi  Vanhugsað að mati Finnans Jännäri  Margra ára togstreita milli bankanna og FME hvernig meta ætti áhættuna og skilgreina tengda aðila Morgunblaðið/Árni Sæberg Sérfræðingur Kaarlo Jännäri telur banka- stjóra hafa tekið vanhugsaðar ákvarðanir. Í HNOTSKURN »Varðandi stórar áhættuskuld-bindingar þurfa fyrirtækin að gæta þess að tengdir aðilar séu tald- ir sem ein áhætta, sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, árið 2007. »Fjármálaeftirlitið vann sam-kvæmt skýrslunni mikið að eft- irliti með stórum áhættuskuldbind- ingum síðan 2006 og sífelld togstreita hafi verið á milli þess og bankanna. Selt upp í kröfur Árni Tómasson Fjármálaeftir- litið óskaði á vormánuðum 2008 eftir svör- um frá ríkis- stjórninni um hvað hún vildi og gæti gert til að styðja við bankakerfið ef aðstæður myndu þróast á versta veg. Engin skýr aðgerðaáætlun kom út úr þessu. Þetta er meðal þess sem lýst er í skýrslu Kaarlo Jännäri um mat á framkvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi o.fl., sem kynnt var í fyrra- dag. Í skýrslunni kemur fram að sér- fræðingur hjá bresku fyrirtæki á sviði áhættustýringar á fjármála- markaði, Andrew Gracie, hafi verið ráðinn til að veita íslenskum stjórn- völdum og eftirlitsstofnunum ráð- gjöf vegna hugsanlegrar fjármála- kreppu. Á fundi í Seðlabankanum í febrúar 2008, þar sem Gracie var meðal fundarmanna, hafi hugsan- legu hruni íslensku bankanna og áhrifum þess á efnahagslífið verið lýst. Einnig hafi verið sýnd hugsan- leg hagstæðari útkoma. Segir í skýrslu Jännäri að niður- stöður Gracie hafi verið sendar ráð- gjafarnefnd forsætisráðherra um fjármálastöðugleika, sem komið var á fót í febrúar 2006 og í áttu sæti ráðuneytisstjórar forsætis-, fjár- mála- og viðskiptaráðuneyta, seðla- bankastjóri og forstjóri FME. Kynn- ing fyrir nefndarmönnum sem og viðkomandi ráðherrum á niðurstöð- um Gracie hafi svo verið í mars 2008. Þá segir Jännäri að síðar í marsmán- uði hafi Seðlabankinn og FME lagt fram tillögur og spurningar í minn- isblöðum til viðkomandi ráðuneyta um hvernig ætti að taka á hugsanleg- um vanda á fjármálamarkaði. Reyndar hafi FME lagt fram svip- aðar spurningar um miðjan nóvem- ber 2007, bréflega til ráðgjafarnefnd- ar forsætisráðherra. Þá hafi Seðla- bankinn og FME sett á fót vinnuhóp til að undirbúa aðgerðaáætlun vegna áhættustýringar. Vinnuhópurinn hafi lagt niðurstöður sínar fyrir fund ráðgjafarnefndarinnar þann 21. apríl 2008. gretar@mbl.is Ekki var brugðist við ábendingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.