Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Vinsælu • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is buxurnar komnar Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík Sími: 544 5466 www.kemi.is ... vorið er komið Smurolíur á öll mótorhjól fáðu ráðgjöf við val á olíu Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Blússur Ný sending kr. 6900 ÍMARK boðar til fundar á morgun, fimmtudaginn 2. apríl, þar sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka útskýrir nýja stefnumótun bankans. Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins fjallar um fjölmiðlaumhverfið og hvernig fyrirtæki bregðast við breyttum aðstæðum. Misstu ekki af spennandi fundi um stefnumótun og markaðsmál dagsins í dag. Skráning á imark.is Spyrnt í botninn Frummælendur Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins fundarstjóri er Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri World Class Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞESSI fundur minn og Miliband kemur í framhaldi af öðrum fundi sem ég átti nýlega með utanríkisráð- gjafa Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta. Það má segja að upp úr þeim fundi hafi komið öðruvísi og betri tónn í viðræðurnar. Menn eru sammála um að það verði að leita allra leiða til að leysa málið farsæl- lega fyrir báða aðila,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um fund sem hann átti með David Miliband, utanríkisráðherra Bret- lands, í Lundúnum í gær. Össur átti fyrst einkafund með Miliband en að honum loknum var haldinn formlegur fundur þar sem m.a. voru viðstaddir formaður ís- lensku samninganefndarinnar vegna Icesave og íslenski sendiherrann í Bretlandi. Til umræðu var m.a. beit- ing hryðjuverkalaga gegn Lands- bankanum. „Íslenska ríkisstjórnin er vissulega með það efst á dagskrá að fá beitingu hryðjuverkalaganna aflétt og það var til umræðu hvernig það yrði hægt,“ segir Össur. Leitað pólitískra lausna „Þetta var mjög hreinskiptinn og gagnlegur fundur þar sem við fórum yfir ýmsa pólitíska fleti á þeim hnökr- um sem hafa verið á samskiptum okk- ar. Icesave-málið hefur verið í miklum hnút og nýja ríkisstjórnin hefur verið að reyna að leita leiða til að koma mál- inu í pólitískan farveg og finna á því pólitískar lausnir,“ segir Össur. Össur segir að fundurinn hafi verið ætlaður til að reifa hugmyndir ís- lenskra yfirvalda að lausnum og leita eftir viðhorfum breska utanríkisráð- herrans til þeirra og stuðnings til að þróa þær áfram. Þá hafi hann einnig rætt við lögfræðinga sem hafi verið Íslendingum innanhandar auk ým- issa forystumanna í Bretlandi sem hafi veitt aðstoð sína. „Miliband féllst á þessa tvo fundi með skömmum fyrirvara í morgun [gærmorgun] þó þetta sé í upphafi G20-fundarins sem er að hefjast í Bretlandi. Það sýnir því mikilvægi málsins og vilja þeirra til að lyfta því upp úr þeim farvegi sem ekki hafði skilað miklu hingað til,“ segir Össur. „Formaður samninganefndar átti við- ræður við ýmsa sem málinu tengjast, m.a. í fjármálaráðuneyti Breta. Málið er því á hreyfingu og í samvinnu fjár- málaráðuneytanna,“ segir Össur. Icesave-viðræður í pólitískan farveg Utanríkisráðherrar funduðu um lausn á Icesave-hnútnum Hreinskiptnir Össur Skarphéðinsson átti í gær fund með David Miliband, ut- anríkisráðherra Breta, vegna hnökra sem einkennt hafa samskipti þjóðanna. Í HNOTSKURN »Innstæður opinberrastofnana, trygginga- félaga og fjárfestingarfélaga á Icesave-reikningum Lands- bankans í Bretlandi og Hol- landi nema um 150 millj- örðum íslenskra króna. »Heildarupphæð reikning-anna nemur 1.156 millj- örðum íslenskra króna, þar af eru 625 milljarðar innan viðmiðunar innstæðutrygg- inga. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is KAUPÞING banki segir í yf- irlýsingu að skilanefnd SPRON beri „að fullu ábyrgð á þeirri óvissu sem nú ríkir hjá við- skiptavinum SPRON“. Skilanefnd SPRON skrifaði undir þjónustusamning vegna út- lána viðskiptavina SPRON mið- vikudaginn 25. mars. Daginn eftir færðust útlánin yfir til Kaupþings. Kaupþing segir að skilanefnd SPRON hafi ekki viljað láta af hendi nauðsynleg gögn til þess að Kaupþing gæti sinnt útlánaþjón- ustu fyrir viðskiptavini SPRON og þetta hafi valdið viðskiptavinum SPRON óþægindum. Að kröfu skilanefndarinnar færðist því þjón- usta vegna útlána viðskiptavina SPRON aftur til nefndarinnar. Það gerðist í fyrrinótt, að því er segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinum SPRON er því bent á að leita til skilanefndar SPRON vegna upplýs- inga um útlán. Skuldabréfið ekki frágengið Þegar innstæður viðskiptavina SPRON voru færðar yfir til Kaup- þings, eftir að Fjármálaeftirlitið (FME) tók sparisjóðinn yfir, sam- tals rúmir 80 milljarðar króna, var gefið út skuldabréf sem tryggt var með veði í öllum eignum SPRON. Ekki hefur verið gengið frá skulda- bréfinu með formlegum hætti. MP banki hefur sem kunnugt er keypt hluta útibúanets SPRON og Net- bankann, nb.is. Stjórnendur Kaup- þings eru ekki sáttir við þetta þar sem þeir telja að skilanefndin hafi verið að selja eignir sem voru veð- settar Kaupþingi þegar innstæður viðskiptavina SPRON voru færðar. Samkomulag MP banka og skila- nefndar er háð samþykki FME. Segir skilanefnd bera ábyrgð á óvissu viðskiptavina SPRON Finnur Sveinbjörnsson Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.