Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 19
Kann réttu handtökin Guðmundur Benediktsson, yfirlæknir á heilsugæslu- stöðinni á Hvolsvelli, prófar græjurnar í nýju stöðinni með aðstoð sjúkra- þjálfaranna Hjördísar Brynjarsdóttur og Valeria Sicoli. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur Rangárþing eystra | Það var ánægju- leg stund fyrir íbúa í Rangárþingi eystra þegar opnuð var formlega að- staða fyrir sjúkraþjálfun við heilsu- gæslustöðina á Hvolsvelli. Lengi hefur verið mikil þörf fyrir þjónustu sjúkraþjálfara í sveitarfélaginu og margir hafa þurft að sækja slíka þjónustu um langan veg. Það var að frumkvæði starfsfólks heilsugæslunnar á Hvolsvelli sem ráðist var í að breyta hluta húsnæðis heilsugæslunnar í sjúkraþjálf- unarstöð og að leita til styrktaraðila um að búa stöðina nauðsynlegum búnaði. Rauða kross-deild Rang- árvallasýslu lagði til eina og hálfa milljón og dvalarheimilið Kirkju- hvoll lagði til eina milljón af erfðafé Jóns Ólafs Tómassonar frá Upp- sölum. Við opnunina færði Magnús Skúlason, forstjóri heilbrigðisstofn- unar Suðurlands, fulltrúum þessari aðila þakkarskjöl. Aðstaðan hefur verið leigð út til tveggja sjúkraþjálfara, þeirra Hjör- dísar Brynjarsdóttur og Valeriu Si- coli. Að sögn þeirra hefur verið full- bókað frá því að stöðin tók til starfa um miðjan janúar. Sjúkraþjálfunarstöð opnuð á Hvolsvelli Í HNOTSKURN »Starfrækt hefur veriðsjúkraþjálfunarstöð á Hellu sem hefur ekki annað eftirspurn og er löngu orði of lítil. »Hvatinn að því að ráðistvar í framkvæmdina var að tveir sjúkraþjálfarar voru komnir í sýsluna og tilbúnir að taka verkefnið að sér. Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Magnús Skúlason sendir kveðju íVísnahornið: „Þegar ég frétti lát öðlingsins Hákonar Aðalsteinssonar kom þessi „óður til stökunnar“ alveg óumbeðinn: Þegar mér finnst lífið leitt léttir stakan byrði. Hún er blíð og hún er beitt, hún er mikils virði.“ Sigurður Helgason á Keldum orti eftir landsfund sjálfstæðismanna: Gott er hjá sumum að vera í vist verkin það ótvírætt sanna léku sér að því að lífga við Krist á landsfundi sjálfstæðismanna. Hreinn Guðvarðarson orti um stjórnmálaástandið vísu, sem finna má í Skagfirskum skemmtiljóðum: Jafnaðarstefnan er fum og fát frjálshyggjan hreint út í bláinn. Sósíalisminn er svo til mát og samvinnuhugsjónin dáin. Af stöku og pólitík VÍSNAHORN pebl@mbl.is Eftir Önnu Vilhjálmsdóttur, Karitas Kjartansdóttur, Óskar Stein Ómarsson og Siwanart Ruangrith Grunnskólanemendur erualmennt neikvæðir í garðheimanáms. Þetta segjaþær Hólmfríður Katrín Kjartansdóttir og Lísbet Sigurðar- dóttir sem eru í 8. bekk. Þær eru hins vegar ekki sammála um hvort heimanám sé gott eða slæmt. „Mér finnst nóg að læra í skólanum og óþarfi að læra heima hjá mér,“ segir Hólmfríður. Lísbet segir hins vegar margt jákvætt við heimanám. „Mér finnst heimanám mikilvægt og stuðla að sjálfstæðu námi einstak- linga. Nemandi verður að þjálfa sjálfan sig á sinn einstaklings- bundna hátt.“ Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra, Héðinn Pétursson, aðstoð- arskólastjóri í Austurbæjarskóla, og Hilmir Heiðar Lundevik, kennari í Víðistaðaskóla, segja að stúlkurnar hafi báðar eitthvað til síns máls. Þau eru öll sammála um að það séu bæði kostir og gallar við heimanám. „Þetta hjálpar fólki að aga sig sjálft og læra sjálft og vinna sjálfstætt,“ segir menntamálaráðherra. Héðinn bendir sömuleiðis á að heimanám sé mikilvægur undirbúningur fyrir framhaldsnám. Nemendur fá ekki sömu hjálp heima fyrir Katrín, Héðinn og Hilmir eru einnig sammála um að nemendur fái ekki allir sömu hjálp við heimanám heima fyrir og það sé vissulega galli. „Það búa ekki allir nemendur svo vel að geta fengið leiðsögn heima við og ef það gerist trekk í trekk, þá geta þau misst áhugann á náminu,“ segir Hilmir sem finnst heimanám vera of mikið: „Ég myndi persónu- lega vilja sjá minna heimanám.“ Héðinn segist hins vegar almennt meðmæltur heimanámi svo lengi sem það sé eitthvað sem krakkarnir ráði við. „Ég veit að margir hafa mikið að gera eftir skóla, og það er eitt sjónarmið. Það þarf hins vegar hver manneskja að læra að skipu- leggja tímann sinn og nýta allar stundir eins vel og hægt er.“ Tilhögun heimanáms er mikið rædd innan kennarasamfélagsins, að sögn Hilmis. Héðinn er sammála því. „Þetta er auðvitað rætt fram og til baka,“ segir hann. Katrín segir að þegar hún sat í fræðsluráði Reykjavíkurborgar hafi verið mikið rætt um fyrirkomulag heimanáms. Það sé hins vegar ekki á dagskrá menntamálaráðuneytis- ins. Heimanámstímar gagnlegir Öll eru þau jákvæð í garð þess að bjóða nemendum upp á tíma í lok hvers dags til að klára heimanám. Hilmir segir að það þyrfti samt að vera valfrjálst eða að foreldrar skrái börnin sín í slíka tíma. Héðinn bend- ir á að það kosti hins vegar peninga. Aðspurð segir Katrín það vera í höndum sveitarfélaga að forgangs- raða fjármunum til grunnskólanna, ekki menntamálaráðuneytisins. Heimanám bölvun eða blessun? Ljósmynd/Óskar Steinn Ómarsson Heimanám Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri í Austurbæjarskóla, segir heimanám meira í dag en þegar hann var í grunnskóla.  Tilhögun heimanáms mikið rædd meðal kennara  Nemendur margir neikvæðir en skoðanir þó skiptar Höfundar eru þátttakendur í fréttaritaranámskeiði UNICEF. Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is 89.660kr.FRÁ Marmaris TYRKLAND – Forum Residence á mann miðað við 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 5. júní Verðdæmi miðað við 2 fullorðna: 97.611 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Verðmiðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – Sími 585 4000 – www.urvalutsyn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.