Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 verðhrun mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afsláttur af völdum vörum Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NÚ styttist í það að fyrstu skemmti- ferðaskip sumarsins komi til hafnar í Reykjavík. Fyrsta skipið sem boðað hefur komu sína er Seven Seas Voy- ager, 42 þúsund tonna skip, sem væntanlegt er 20. maí. Síðan koma skipin hvert af öðru og það síðasta er væntanlegt 1. október. Koma skemmtiferðaskipa hefur reynst mikil búbót fyrir ferðaþjón- ustuna. Á það við um Reykjavík og margar hafnir á landsbyggðinni, svo sem Akureyri, Ísafjörð, Vest- mannaeyjar og Grundarfjörð, svo dæmi séu tekin. Hafnargjöld af skemmti- ferðaskipum, sem komu til hafnar í Reykjavík í fyrra, voru um 100 millj- ónir króna. Nýjustu tölur um eyðslu farþega eru frá 2006, en þá var áætl- að að hver farþegi eyddi 6.700 krón- um í Reykjavík. Er þá ótaldar greiðslur fyrir ferðir út fyrir borg- ina, svo sem í Bláa lónið, til Gullfoss og Geysis og á Langjökul, en um 70% farþeganna fóru í slíkar ferðir. Nokkur risaskip væntanleg Alls hafa 79 skemmtiferðaskip bókað komu sína til Reykjavíkur í sumar, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna. Í fyrra komu 83 skip og með þeim 59.308 farþegar. Ágúst reiknar með því að farþegarnir verði um 60 þús- und í sumar. Ef hver þeirra eyðir 10 þúsund krónum, sem er varlega áætlað, gerir það 600 milljónir króna. Stærstu skipin sem boðað hafa komu sína til Reykjavíkur í sumar eru Crown Princess og Emerald Princess, sem eru um 113.000 brúttótonn hvort. Þá er Costa Mag- ica mjög stórt, eða 102 þúsund tonn. Sögufrægasta skipið er án vafa Queen Victoria frá gamla Cunard- félaginu, sem er um 90 þúsund tonn að stærð. Ágúst er nýkominn af sýningunni Cruise Seatrade Miami, sem fram fór í Miami í Florida. Þar kom meðal annars fram að á árunum 2009 til 2012 verða smíðuð og afhent 38 skemmtiferðaskip og það stærsta er Oasis of the Seas, sem er 220.000 brúttótonn. Það mun taka 5400 far- þega og í áhöfninni verða um 2500 manns. Að sögn Ágústs kom fram á ráð- stefnunni að útgerðarmenn og ferða- frömuðir eru hæfilega bjartsýnir fyr- ir komandi sumar þrátt fyrir kreppu. Telja þeir að flest skipin muni sigla fullbókuð, en framlegð verði lægri. Undir merki Cruise Iceland sýndu 11 íslensk fyrirtæki á Cruise Sea- trade Miami sýningunni á glæsi- legum bás og er það svipaður fjöldi og í fyrra, að sögn Ágústs. 60 þúsund farþegar  Alls hafa 79 skemmtiferðaskip boðað komu sína í sumar  Þau hafa reynst góð búbót fyrir ferðaþjónustuna Á NÆSTA ári kemur við í Reykjavík splunkunýtt skip, Norwegian Epic. Það er 150.000 brúttótonn og tekur 4.200 farþega og í áhöfn eru yfir 2.000 manns. Skipið mun leggjast að Skarfabakka og verður langstærsta skip, sem komið hefur til hafnar í Reykjavík. Norwegian Epic kemur beint úr skipasmíðastöð í Finnlandi. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er 940 milljónir dollara eða um 115 milljarðar íslenskra króna, miðað við núver- andi gengi. Norwegian Epic verður nýjasta og glæsilegasta skipið í flota Norwegian Cruise Line. Það verður með heimahöfn á Miami í Flórída og verður að- allega í siglingum í Karabíska hafinu. Fram kemur í tilkynningu frá skipa- félaginu að aðbúnaður taki fram öllu sem áður hefur þekkst, bæði hvað varðar aðbúnað farþega og skemmtanir. Þannig verða t.d. fimm næt- urklúbbar í skipinu og fyrsti ísbarinn sem fyrirfinnst í skemmtiferðaskipi. 150 þúsund tonna skip kemur Morgunblaðið/RAX Búbót Búist er við því að 60 þúsund farþegar komi með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar. Glæsifley Hið nýja skemmtiferðaskip, Norwegian Epic, verður hið stærsta og glæsilegasta sem nokkru sinni hefur komið til hafnar í Reykjavík. FRIÐUN hrygningarstofna þorsks og skarkola á Íslands- miðum hefst í dag. Þetta er árleg aðgerð, sem stundum hefur verið kölluð fæðingarorlof þorsks og skarkola en einnig hefur hún gengið undir nafninu páskastopp. Frá og með 1. apríl til og með 11. apríl eru allar veiðar bannaðar á ákveðnu svæði fyrir Suður- og Vesturlandi. Frá og með 12. apríl stækkar þetta svæði og framlengist bannið til 21. apríl. Auk þorskveiðibanns eru allar veiðar með botnvörpu, dragnót og kolanetum bannaðar í apríl á svæði við Vestmannaeyjar. Fyrir Suðausturlandi hefst friðunin 8. apríl. Páskastoppið hefst seinna í Ísafjarðar- djúpi og fyrir Norðurlandi. Þar hefst friðunin 15. apríl og stendur til 30. apríl. sisi@mbl.is Árleg friðun hrygningarstofna við landið Fæðingarorlof þorsks og skarkola hefst í dag ÁRLEGT netarall Hafrannsókna- stofnunar hófst 28. mars. Sjö bátar taka þátt í netarallinu. Saxhamar SH í Breiðafirði, Þórsnes II SH í Faxaflóa, Kristbjörg HF á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Gló- faxi VE frá Þrídröngum að Skeið- arárdjúpi og Hvanney SF frá Með- allandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA á svæðinu frá Húnaflóa að Eyja- firði og Sædís ÍS í Ísafjarðardjúpi. Þórsnes II SH fer eftir páska á svæð- ið frá Eyjafirði að Langanesi. Mark- mið verkefnisins er m.a. að safna upplýsingum um lengdar-/ þyngdasamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri. aij@mbl.is Sjö bátar taka þátt í netaralli FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VEGAGERÐIN íhugar að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að gerð vegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfesti þetta við Morgunblaðið. Úlfar Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar Vestur- byggðar, telur víst að þeir muni kæra ákvörðunina. „Ég harma mjög þessa nið- urstöðu Skipulagsstofnunar og varla trúi því að þetta geti orðið hin endanlega ákvörðun,“ sagði Einar K. Guðfinnsson alþingismaður. Hann benti á að yrði ákvörðuninni áfrýjað lenti hún í höndum umhverf- isráðherra. Einar kvaðst treysta því að ráðherrann myndi snúa ákvörð- uninni við með einhverjum hætti. Hann sagði menn óttast að ákvörðunin gæti valdið töfum á þessum bráðnauðsynlegu veg- arbótum. Einar sagði ekki bætandi á þær tafir sem orðið hefðu á end- urbótum vega á svæðinu. Þær hefðu gert að verkum að vegir sem ættu að þjóna sunnanverðum Vest- fjörðum væru ekki nokkrum manni bjóðandi. Vonbrigði, vonbrigði og vantrú Einar taldi að skipta ætti þessari fyrirhuguðu vegagerð niður þannig að bjóða mætti tafarlaust út þá kafla sem væru óumdeildir. Hann kvaðst vona að yfirvöld samgöngu- mála og umhverfismála gætu tekið saman höndum um það. Einar sagði að það yrði „hreint áfall“ fyrir byggðirnar og áhugamenn um vega- Óttast tafir á vegabótum á Vestfjörðum Ákvörðun um umhverfismat Vestfjarða- vegar veldur vonbrigðum í Vesturbyggð                       gerðina ef þetta yrði til að tefja verkið. „Vonbrigði, vonbrigði og vantrú á gagnrýnin og fagleg vinnubrögð,“ sagði Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þeg- ar hann var inntur álits á ákvörð- uninni. Hann taldi líklegt að önnur sveitarfélög en Vesturbyggð, sem málið snerti, mundu einnig kæra ákvörðunina. „Skipulagsstofnun virðist leyfa sér að láta niðurstöð- una stýrast af loðnum og lauslegum, nánar tiltekið mjög almennum, og jafnvel blekkjandi yfirlýsingum starfsmanna þeirra stofnana sem mæla gegn framkvæmdinni.“ Úlfar sagði að ekki yrði séð af skýrslu Skipulagsstofnunar að starfsmenn hennar hefðu farið um svæðið. Sem kunnugt er hefur Skipulags- stofnun ákveðið að fyrirhuguð lagn- ing þessa 24 km kafla Vest- fjarðavegar skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðun Skipu- lagsstofnunar má kæra til umhverf- isráðherra og er kærufrestur til 28. apríl næstkomandi. Hvernig er vegurinn nú? Vegagerðin segir að núverandi vegur frá Vattarfirði að Kjálkafirði sé mjór og krókóttur og liggi fyrir botna Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar. Hann er án bundins slitlags og stenst ekki kröfur um burðarþol. Í fjarðarbotn- unum verður mikil snjósöfnun á vetrum. Hvernig á nýr vegur að vera? Nýi vegurinn á að vera tveggja ak- reina og 7,5 m breiður. Til að stytta leiðina og forðast snjóþung svæði er hugmyndin að þvera Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Einn kostur er á þverun í Kjálkafirði en tveir í Mjóafirði. Leiðin gæti styst um 5-9 km eftir því hvar farið verður yfir Mjóafjörð. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.