Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 NÚ ER mikið talað um lýðræði og flokks- ræði gagnrýnt. Þessi umræða er mikilvæg en yfirborðsleg og vægi hennar sérkennilegt í kjölfar efnahagshruns, sem stafar aðallega af því að hópur auðmanna hefur ráðskast með efnahagskerfið og stolið og sólundað þjóð- arauðnum. Það er sérkennilegt að þá skuli aðalumræðan um samfélags- legar umbætur snúast um stjórn- kerfið, kosningakerfið og stjórn- málaflokkana. Hverju breytir persónukjör til al- þingis? Hefði eitthvað farið öðruvísi þótt „flokksræði“ hefði verið minna? Að hve miklu leyti hafa stjórn- málamenn og flokkar ráðið ferðinni og að hve miklu leyti auðstéttin? Þurfum við ekki frekar að huga að auðræðinu en flokksræðinu? Auðstéttin teflir fram sínum stjórnmálaflokkum og stjórn- málamönnum hvernig sem kosn- ingakerfið er, og þá er kannski betra en ekki að hafa aðra flokka, eins og Vinstri græna, til mótvægis, hvað sem tali um „fjórflokkinn“ líður. En línurnar eru ekki lagðar á vettvangi stjórnmálamanna og flokka. Sókn nýfrjálshyggjunnar var ekki mótuð innan stjórnmálaflokka heldur á æði fjölbreyti- legum og flóknum vett- vangi, sem auðstéttin hef- ur til að ráða ráðum sínum og móta þá hugmynda- fræði sem henni hentar. Þar spila saman allskyns stofnanir, svokallaðar hug- veitur, háskólar eða há- skóladeildir sem auðmenn fjármagna, fjölmiðlar í eigu auðmanna, ráðgjaf- arfyrirtæki, klúbbar eins og Bilderberg eða ráðstefnur eins og World Economic Forum, svo fátt eitt sé nefnt. Og svo ráða auðmenn- irnir einfaldlega beint með auðnum: hverjir hafa í raun skipulagt mat- vælaverslunina á Íslandi, uppbygg- ingu heilla hverfa eða stefnuna í ís- lenska fjármálakerfinu á undanförnum árum? Fulltrúar þeirra á stjórnmálasviðinu gera það sem þeim er sagt. Meðan ekki er komið skikk á skiptingu auðsins og lýðræði í eign- arhaldi og rekstri fyrirtækja hafa stjórnkerfisbreytingar einar sér lítið að segja. Einblínum ekki á þær með- an auðmennirnir ráða ráðum sínum bak við tjöldin í því skyni að sölsa allt undir sig aftur og hefja leikinn á ný. Vandamálið er auð- ræði, ekki flokksræði Eftir Einar Ólafsson Einar Ólafsson Höfundur er bókavörður og skipar 14. sæti á lista VG í SV-kjördæmi. STAÐA íslenskra heimila er grafalvarleg. Samkvæmt tölum Seðlabankans eiga 30 þúsund heimili ekkert í húsnæði sínu! Fast- eignaverð hefur lækk- að að raungildi um nær 30%, verðtryggð lán hafa hækkað um tæp 30% á rúmu ári – geng- istryggð lán margfalt meira. Hér þarf að bregðast hart við ef ekki á að fara í verra. Andstæðingar tillögu Framsókn- arflokksins um 20% lækkun hús- næðislána hafa einblínt á kostn- aðinn en minna velt fyrir sér áhrifum á fasteignamarkaðinn og efnahagslífið allt ef þessi leið verð- ur ekki farin. Mikið er í húfi að forða fjölda íslenskra heimila frá gjaldþroti sem kæmi niður á öllum landsmönnum og þá ekki síst hús- næðiseigendum – líka þeim sem skuldlausir eru. Með gjaldþroti þúsunda heimila mun framboð á íbúðarhúsnæði margfaldast frá því sem nú er og þarf þá ekki að spyrja um verð á íbúðarhúsum. Það hrynur. Þau verða þá ekki „aðeins“ 30 þúsund heimilin í land- inu sem væru eignarlaus sem myndi síðan leiða af sér enn meira hrun. Mikilvægt er fyrir óskuldsett eða lítið skuldsett heimili að vandamálin færist ekki yfir á þau. Við fall bankanna voru þessi útlán afskrifuð að stórum hluta þegar þau voru færð til nýju rík- isbankanna. Þá munu af- föllin hjá ríkisbönkunum minnka umtalsvert þegar þúsundum heimila er forðað frá gjaldþroti. Margir sem eru á mörk- unum munu leggja sig fram um að komast í gegnum skaflinn. Ef mönnum eru allar bjargir bann- aðar leggja menn árar í bát og mikil verðmæti fara forgörðum. Eðlilegt er að almenningur spyrji sig hvort hann sé tilbúinn að greiða niður skuldir náungans. Vorum við einhvern tíman spurð að því hvort við værum tilbúin til að greiða niður skuldir þeirra sem settu Ísland á hausinn? Ef við setj- um tölur í samhengi kemur í ljós að skuldir heimilanna, þó miklar séu, eru aðeins brot af því fjár- magni sem þegar hefur verið af- skrifað á stóra viðskiptavini gömlu bankanna. Við skulum ekki gleyma hlutverki heimilanna í landinu. Þar eru uppeldisstöðvar barna okkar og undirstöður þjóðfélagsins. Höf- um við efni á kerfishruni? Höfum við efni á kerfishruni? Eftir Guðrúnu Valdi- marsdóttur Guðrún Valdimarsdóttir Höfundur er hagfræðingur og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík – suður. FYRIR ári lýsti seðlabankastjóri Bandaríkjanna yfir miklum áhyggjum af hruni á fasteignamarkaði þarlendis og hvatti lánveitendur til að lækka höfuðstól fasteignalána. Hann taldi að greiðslujöfn- un og skuldbreyting væri ekki nóg þar sem enginn hvati væri fyrir fólk með nei- kvætt eigið fé í húsnæði sínu til að greiða skuldir sínar. Nýjasta tölublað Economist bendir einnig á að fólk sem skuldar þetta mikið í húsnæði sínu er mun ólíklegra til að flytja, jafnvel þótt það verði atvinnulaust þar sem það losnar ekki við húsnæði sitt. Í stað átthagafjötra er nú hægt að tala um fasteignafjötra. Virtir hagfræðingar í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af þessari þróun, þrátt fyrir að hlutfall heimila með neikvætt eigið fé sé um helmingi lægra þar en hér á landi. Dr. Nouriel Roubini, einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna tók nýlega svo til orða að nauðsynlegt væri að rifta öllum fasteignasamn- ingum og lækka höfuðstól lánanna til að koma efna- hagslífinu aftur af stað. Hins vegar virðast hag- fræðilegar málpípur stöðnunar hafa litlar sem engar áhyggjur af því að binda íslenskan almenning á skuldaklafann og í fjötra við fasteign sína. Engin von fyrir Íslendinga Í grein í Morgunblaðinu skrifa Jón Steinsson og Gauti B. Eggertsson um leiðir inn í fasteignafjötrana. Eftir að hafa slegið hugmyndir um niðurfærslu á höf- uðstól út af borðinu án nokkurra raka, hvort sem um væri að ræða beina niðurfærslu eða niðurfellingu á verðbótum, útskýra þeir hvernig best er að draga alla von og bjartsýni úr hjörtum Íslendinga. Þar leggja þeir til að þak verði sett á greiðslubyrði heim- ilis sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hvers árs á lánstímanum. Mismunurinn, sem ekki næst að greiða á lánstímanum, leggst við höf- uðstólinn og greiðist síðar. Ef ekki hefur tekist að greiða upp lánið að loknum 20, 30 eða 40 árum, verður hægt að lengja lánstím- ann og tryggja þannig að börnin okkar og barnabörnin taki nú örugglega við greiðslu- byrðinni. Hvatt til skattsvika Skuldsett heimili sjá litla sem enga eigna- myndun í húsnæði sínu, höfuðstóllinn heldur áfram að hækka og hvatinn til að borga er lítill sem enginn. En hvatinn til að svíkja undan skatti er mikill, þar sem greiðslubyrðin á að miðast við ráðstöfunartekjur fólks. Afleiðingin er að ríkissjóður verður af enn meiri skatttekjum, sem leiðir væntanlega til hærri skatta, sem leiðir svo aft- ur til meiri undanskota frá skatti. Vefrit Bloomberg vitnar í rannsóknir frá Comptroller of Currency og Fitch Ratings í Bandaríkjunum, sem sýna að lækkun höfuðstóls um fimmtung eða meira leiðir til þess að fleiri standa í skilum en ef lengt er í lánum, greiðslum frestað eða gripið til annars konar greiðslujöfnunar. Við greiðslujöfnun standa 55% lán- takenda, sem býðst hún, ekki í skilum, en um 28% lántakanda standa ekki í skilum ef höfuðstóll er lækkaður innan sex mánuða. Spírallinn er ekki stopp- aður, efnahagslífið heldur áfram að dragast saman, fasteignamarkaður verður frosinn áfram og atvinnu- leysi viðvarandi. Allt af því menn vilja ekki horfast í augu við raunveruleikann, að íslensk heimili geta ekki staðið undir núverandi skuldsetningu. En það skiptir víst litlu máli þar sem við munum ekki geta farið neitt, heldur verðum reyrð í fasteignafjötra um ókomna tíð. Í fasteignafjötrum Eftir Eygló Harðardóttur Eygló Harðardóttir Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. FRUMVARP UM breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þess efnis að kvóta- setja frístundaveiðar var lagt fram í vik- unni. Umsagnir Fiskistofu og Lands- sambands smábátaeigenda voru þannig að báðir þessir aðilar lýstu sig andsnúna frumvarpinu. Við í Frjálslynda flokknum fluttum fyr- ir nokkrum vikum frumvarp um frjálsar handfæraveiðar og töldum að þar hefðu þessar veiðar fallið inn í, þau lög og regl- ur, með takmörkunum þar að lútandi, sem jafnframt myndi innihalda það atriði að byrja að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna. Það álit inniheldur í fyrsta lagi það atriði að óeðlilegt er, með tilliti til úthlutunar til örfárra og í öðru lagi er veðsetning aflaheimildanna og í þriðja lagi skortir að sjómönnum sem hefur verið brotið á hafi verið bætt tjónið. Við horfum upp á það að hvorug síðustu rík- isstjórna hefur brugðist við áliti Mannréttinda- nefndarinnar. Virðingu fyrir mannréttindum hefur því ekki verið að finna hjá þessum aðilum. Geymsluréttur á milli ára í kerfinu var aukinn úr 20 % í 33% sem aftur hefur leitt af sér hækkað leiguverð á kvóta. Veiðileyfagjaldi sem átti að vera 1100 milljónir fyrir tveimur árum er búið að koma niður í 400 milljónir, vegna nið- urskurðar á þorski og þótt við veiðum nú 160 þús. tonn í stað 130 þús. tonna, hefur gjaldið ekki breyst. Í ljósi þess að hér er verið að stuðla að frekari kvótasetningu í kerfi sem nú þeg- ar brýtur gegn mannréttindum, má spyrja: hvar eru þeir menn, sem undirrit- uðu Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Kvótakerfi sjávarútvegs sem verið hefur við lýði í tuttugu ár hefur orsakað miklar hamfarir í sjáv- arbyggðum allt í kring um landið eins og það er úr garði gert. Kerfinu þarf að breyta og færa kvótann aftur til þjóðarinar og þingmenn geta ekki lengur hundsað þann vilja fólksins. Frístundaveiðar standi alfarið utan kvótasetningar Eftir Grétar Mar Jónsson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Grétar Mar Jónsson ÞÓNOKKUÐ er um það, að útgerð- armenn telji að hugmyndir Frjálslyndra um breytt kvótakerfi gangi út á það að taka af þeim réttinn til að veiða fiskinn, til þess að færa hann einhverjum öðrum. Þetta að sjálfsögðu alrangt og bara dap- urlegt þegar útgerðarmenn reyna að troða upp á sína sjómenn einhverjum til- búnum upplýsingum um það að stuðn- ingur við Frjálslynda muni kosta þá at- vinnuna. En út á hvað ganga hugmyndir Frjáls- lyndra? Jú, við viljum opna kerfið neð- anfrá með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Ís- landsmet á handfæraveiðum eru 12.000 tonn, þegar um 2.000 bátar voru á handfærum. Í dag er þetta ekki nema einn fjórði af þessum flota og aflinn eftir því. Þetta væri að sjálfsögðu mjög gott tækifæri fyrir unga menn og gamla að reyna fyrir sér í útgerð og alveg ljóst, að gríðarleg atvinna gæti skapast í kring- um þessa hugmynd. Einnig höfum við talað fyrir því að reyna að taka tegundir úr kvóta. Varðandi aðra báta, þá ganga hugmyndir okkar fyrst og fremst út á það að geta komið í veg fyrir, að menn selji, leigi eða braski á einhvern hátt með aflaheimildirnar, enda al- veg ljóst að í dag eru allar aflaheimildir á Íslands- miðum veðsettar og alveg ljóst, að haldi óbreytt kvótakerfi áfram, þá munu menn halda áfram að veðsetja aflaheimildirnar og nokkuð augljóst, að börnin okkar og barna- börnin munu þurfa að takast á við þær skuldir, ef þetta verður ekki stöðvað núna. En hvernig á að leysa málið? Jú, við stofnum auðlindasjóð, skráum aflaheimild- irnar hjá sjóðnum, leigjum mönnum þær aftur gegn hóflegu gjaldi, tökum inn í sjóð- inn allar skuldir sem komið hafa til á unda- förnum árum vegna kvótakaupa og greiðum þær niður á markaðsverði með gjaldinu. Til þess að tryggja að aflaheimildirnar safnist ekki allar saman á eitt byggðarlag, þá yrðu aflaheimildirnar eins og þær standa í dag bundnar við ákveðin svæði eftir staðsetningu og yrðu þá t.d. Vestmannaeyjar eitt svæði. Það gefur augaleið, að þeir sem eru í útgerð í dag og hafa hugsað sér að halda áfram í útgerð, munu að sjálfsögðu hafa ákveð- in forréttindi, enda starfandi í útgerð í dag, en aðrir, sem hafa áhuga á að fara í útgerð, munu þá geta boð- ið í aflaheimildirnar hjá auðlindasjóðnum og þannig tryggt það, að það verði ekki bara erfingjar í útgerð í framtíðinni. Nýtt kvótakerfi Eftir Georg Eið Arnarson Georg Eiður Arnarson Georg Eiður Arnarson er trilluútgerðarmaður og er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Með og á móti Ragnar Kristján Gestsson | Ísland – Extra Large! Meira: mbl.is/kosningar Fréttir í tölvupósti www.veggfodur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.