Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 39
Undankeppni Músíktilraunalauk með látum í Íslenskuóperunni sl. mánudags-kvöld, en þá kepptu síð- ustu tíu hljómsveitirnar um síðustu sætin í úrslitum. Keppnin var óvenju fjölbreytt þetta kvöld, en svo vildi til að þarna voru samankomnar yngstu hljómsveitirnar, þ.e. þær sem voru með yngstu hljómsveitarmeðlimi inn- anborðs. Fyrsta sveitin, Flawless Error, var gott dæmi um það, bráðungir strákar og mjög efnilegir með fantafínan trommuleikara sem er þó ekki nema tólf ára. Lögin voru mjög fín hjá þeim félögum og þeir fluttu þau af öryggi. Egill Orðljótur var næstur, fjör- ugur rappari sem var þar við annan mann. Taktarnir voru prýðilegir, en þótt flutningur hafi verið frísklegur þá voru rímurnar ekki nema miðlungi vel heppnaðar, yrkisefnið ekki ýkja for- vitnilegt og Egill var ekkert orðljótur. Eiginlega var ljóðið sem hann flutti sem eins konar inngang að seinna lagi sínu það eina sem maður tók vel eftir. Það er snúið að spila rokk án söngs og getur verið erfitt að halda einbeit- ingu áheyrenda þegar það eina sem boðið er upp á er misgóðar gít- arfrasasyrpur. Þótt þeir Powerline-- félagar hafi verið vel spilandi og þéttir var maður eiginlega alltaf að bíða eftir söngvaranum til að gæða lögin smá- lífi. Nóg var af söngvurum, eða réttara sagt söngkonum hjá Pascal Pinon; þrjár söngkonur rödduðu einkar skemmtilega þótt ein hafi verið í for- svari. Sérkennileg stemning í sal spillti nokkuð fyrir hjá þeim, en þær héldu sínu striki og fóru vel með sitt. Fyrra lag þeirra fannst mér geysi- skemmtilegt. Zap-liðar urðu fyrir því óláni að söngkona sveitarinnar átti ekki heim- angengt og hefur eflaust sett strik í reikninginn. Þeir stóðu sig þó með prýði, keyrðu öruggir áfram í þéttu kraftmiklu rokki. Lögin voru fín, nema það síðara full sundurlaust. The Vulgate er hörku rokksveit, þétt og örugg. Lögin voru vel samin og gott jarðsamband þótt þeir hafi brugðið sér í geimferð endrum og sinnum. Mjög vel spilandi sveit og efnileg. Helsti ókostur við Draumhvörf var söngurinn, því þótt það væri fullt af forvitnilegum hugmyndum í gangi, þá heyrði maður eiginlega ekkert nema sönginn á löngum köflum, sér- staklega í seinna laginu sem var líka alltof langt. San Juan fór dauflega af stað og gítarspuni í miðju lagi gerði lítið fyrir það. Það var meira fjör í seinna lag- inu, framan af í það minnsta, og í því lagi var gítarleikurinn í fínu lagi. Önnur rappsveit var næst á svið, tvíeykið Lonogdon, og stóð sig með miklum ágætum. Flutningur var einkar vel heppnaður og þótt rím- urnar hafi ekki verið veigamiklar þá gengu þær vel upp og víða fínir sprettir. Taktarnir góðir, dálítið gam- aldags í seinna laginu en skemmti- legir. The Vintage sló botninn í und- ankeppnina að þessu sinni og gerði það með stæl. Frábær frammistaða hjá sveitinni allri, þótt gítarleikari og söngvari hennar hafi eðlilega vakið mesta athygli. Gott ef hér er ekki komin efnilegasta sveitin í músíktil- raunum í ár; við sjáum svo hvernig henni reiðir af í úrslitunum. Dómnefnd kaus Flawless Error áfram, en The Vintage sigraði í sal. Bráðungt og efnilegt Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Draumhvörf Þarna var fullt af for- vitnilegum hugmyndum í gangi. Egill Orðljótur Hann er fjörugur rappari og flutningurinn frísklegur. Lonogdon Þetta rapptvíeyki stóð sig með miklum ágætum. Pascal Pinon Stöllurnar héldu ótrauðar sínu striki.Powerline Félagarnir voru vel spilandi og þéttir.San Juan Það var meira fjör í seinna laginu þeirra. The Vulgate Hörku rokksveit, þétt og örugg, með vel samin lög. Zap Þeir Zap-liðar keyrðu öruggir áfram með þéttu rokki. Músíktilraunir Íslenska óperan TÓNLIST ÁRNI MATTHÍASSON Lokakvöld undankeppni Músíktilrauna. Fram komu Flawless Error, Egill Orð- ljótur, Powerline, Pascal Pinon, Zap, The Vulgate, Draumhvörf, San Juan, Lonog- don og The Vintage. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 “ENN EITT DISNEY MEISTARAVERKIД “JAFN SKEMMTILEG FYRIR UNGA SEM ALDNA” S.O.-FOX TV, CINCINNATI P.H.-HOLLYWOOD.COM “FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Í ANDA DISNEY HEFÐARINNAR. DWAYNE “THE ROCK” JOHNSON ER FRÁBÆR.” YFIRNÁTTÚRULEG SKEMMTUN FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! “BRILLIANT AÐLÖGUN Á EINNI VIRTUSTU MYNDASÖGU ALLRA TÍMA. GEFUR MYNDUM EINS OG DARK KNIGHT LÍTIÐ EFTIR.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS “VAKTMENN ER EIN ATHYGLISVERÐASTA BÍÓMYND SÍÐARI ÁRA.” “ÞESSI BANDARÍSKA YFIRBURÐA-BÍÓMYND LÆTUR EKKI LÝSA SÉR Í ORÐUM.” ÓHT, RÚV RÁS 2 “WATCHMEN ER AUG- NAKONFEKT, VEL KLIPPT OG TEKIN... PUNTUÐ MEÐ TÓNLIST SNILLINGA...“ - S.V. MBL FRÁ TONY GILROY, EINUM AF HÖFUNDUM BOURNE MYNDANNA KEMUR FRÁBÆR MYND Í ANDA OCEANS ÞRÍLEIKSINS. JULIA ROBERTS OG CLIVE OWEN ERU FRÁBÆR Í HLUTVERKI SÍNU SEM LEYNIÞJÓNUSTUFULLTRÚAR SEM HYGGJAST FREMJA STÆRSTA RÁN ALDARINNAR! 90/100 VARIETY NICHOLAS CAGE ER Í TOPP FORMI Í ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI FRÁ LEIKSTJÓRA I-ROBOT - ALEX PROYAS! „EINN BESTI SPENNUTRYLLIR SEM ÉG HEF SÉÐ - MÖGNUÐ, ÓTRÚLEGA SNJÖLL OG ÞEGAR Á ÞARF AÐ HALDA ÓHUGNALEGA SPENNANDI.“ ROGER EBERT, EINN VIRTASTI KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI USA. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA Empire - Angie Errigo VINSÆLASTA OG ÁN EFA EIN ALLRA BESTA KVIKMYND CLINT EASTWOOD FYRR OG SÍÐAR! ENTERTAINMENT WEEKLY 91% LOS ANGELES TIMES 90% THE NEW YORK TIMES 90% SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND UM HELGINA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALIBYGGT Á METSÖLUBÓKINNI EKKI MISSA AF ÞESSARI!SÝND Í KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA KNOWING kl. 8 B.i. 16 ára WATCHMEN kl. 8 B.i. 16 ára AKUREYRI WATCHMEN kl. 8 B.i. 16 ára RACE TO WITCH... kl. 8 LEYFÐ GRAN TORINO kl. 10:10 B.i. 12 ára SELFOSSI INTERNATIONAL kl. 8 B.i. 16 ára WRESTLER kl. 8 B.i. 14 ára KEFLAVÍKKRINGLUNNI KNOWING kl. 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL WATCHMEN kl. 7D - 10D B.i. 16 ára DIGITAL SHOPAHOLIC kl. 5:50 LEYFÐ KNOWING kl. 5:30D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára D KNOWING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára VIP RACE TO WITCH ... kl. 5:50 - 8 LEYFÐ WATCHMEN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára DUPLICITY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára ELEGY kl. 5:50 B.i. 12 ára GRAN TORINO kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára CHIHUAHUA kl. 5:50 ísl. tal LEYFÐ ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI! ÓSKARSVERÐLAUNALEIKARARNIR PENÉLOPE CRUZ OG BEN KINGSLEY FARA Á KOSTUM ÁSAMT DENNIS HOPPER OG PATRICIA CLARKSON Í ÞESSARI MÖGNUÐU MYND FRÁ SPÆNSKA LEIK- STJÓRANUM ISABEL COIXET SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA “STÓRSLYSAATRIÐIN Í ÞESSARI MYND ERU HREINLEGA MEÐ ÓLÍKINDUM!” - TOMMI, KVIKMYNDIR.IS SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI NEW YORK POST Þar sem undanúrslitakvöldin voru fjögur hafði dómnefnd svig- rúm til að velja fleiri hljómsveitir áfram til að fylla tuginn úr- slitakvöldið. Svo fór að þrjár hljómsveitir bættust við þær átta sem þegar voru komnar áfram og í úrslitum verða því eft- irfarandi sveitir, en þjár þær síð- asttöldu eru valdar af dómnefnd: Blanco Discord Artika Ljósvaki Spelgur Bróðir Svartúlfs The Vintage Flawless Error Melkorka Captain Fufanu We Went To Space Úrslitakvöldið verður haldið laugardaginn 4. apríl í Listasafni Reykjavíkur. Ellefu í úrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.