Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 6
SEX tilkynningar um hópupp- sagnir í mars höfðu borist Vinnu- málastofnun síðdegis í gær. Að sögn Karls Sigurðssonar, forstöðu- manns vinnumálasviðs, kunna fleiri slíkar uppsagnir að berast í dag. Stofnunin mun venju samkvæmt birta yfirlit yfir hópuppsagnir ann- an virkan dag í nýjum mánuði. Flestar eru uppsagnirnar hjá Straumi eða 80 talsins. Tilkynnt var um þær uppsagnir við fall bankanas fyrr í mánuðinum. Þá barst tilkynn- ing frá Sparisjóðabankanum í gær um uppsagnir 26 starfsmanna. Rík- ið yfirtók bankann fyrir skömmu og fól Seðlabankanum þau verkefni sem hann hafði með höndum. Aðrar uppsagnir eru úr verslun og ein úr byggingageiranum. sisi@mbl.is Tilkynnt um hópuppsagnir 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN vonast til að unnt verði að ljúka öll- um nauðsynlegum málum sem enn eru óafgreidd á þingi fyrir páska. Enn er þó deilt um stjórnarskrár- frumvarpið og ekki liggur fyrir hvenær þing hættir störfum. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra þokast stjórnarskrármálið þó í rétta átt og með breytingartillögum á frumvarpinu, sem flokkarnir sem að frumvarpinu standa hafa sameinast um, nálgast flokkarnir sjónarmið sjálfstæðismanna. Kom þetta fram á vikulegum blaðamannafundi stjórnarflokkanna í gær. „Það hefur ekki enn náðst samstaða, en það eru töluverðar breytingar sem búið er að setja fram á frumvarpinu,“ sagði Jóhanna. Lítill ágreiningur ríkir hins vegar um önnur þau mál sem bíða afgreiðslu þingheims. Unnið úr tillögum Jännäris Ríkisstjórnin hefur þá skipað hóp með fulltrúum þriggja ráðuneyta til að vinna úr ábendingum Kaarlos Jännäris um íslenska fjármálamarkaðinn. Skal hann skila ríkisstjórn tillögum fyrir 15. apríl. Fækkun ráðuneyta sem hafa löggjöf með hendi á sviði fjármála og sameining Seðlabanka og Fjármála- eftirlits eru meðal þeirra tillagna sem settar eru fram í skýrslu Jännäris. Telja forsætis- og fjármálaráðherra slíkt koma vel til greina. „Mér líst vel á þessa samein- ingu,“ sagði Jóhanna. „Ég tel að það séu of mörg ráðu- neyti að fást við efnahagsmálin. Fjármálaráðueyti, við- skiptaráðuneyti og forsætisráðuneyti koma öll með einum eða öðrum hætti að stjórn efnahagsmála. Ég held að við eigum að fara í aukna sameiningu þar og búa til sterkt ráðuneyti sem fari með efnahagsmálin.“ Sama gildir raunar að hennar mati um atvinnuvegina og þá komi sameining Fjármálaeftirlits og Seðlabanka vel til greina. „Aðalatriðið er að við séum með skilvirk- ari ráðuneyti og stofnanir.“ Steingrímur tók í sama streng, taka eigi stjórnkerfið og stofnanakerfið til endurskoðunar. „Við munum þurfa að líta á hinn opinbera rekstur með því hugarfari. Ég tek alveg sérstaklega undir það með forsætisráð- herra að meðferð efnahags- og ríkisfjármála og við- skiptamál eigi að skoða alveg sérstaklega, því þetta er nú ekki búið að ganga neitt sérstaklega vel hjá okkur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Málin kynnt Nefnd mun fara yfir skýrslu Jännäris og skila stjórninni tillögum sínum fyrir miðjan apríl. Ljúki fyrir páska  Aukin sameining ráðuneyta æskileg að mati stjórnar- flokkanna  Sameining Seðlabanka og FME möguleg SAMNINGUR var gerður í gær milli Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) og Austurhafnar um áframhaldandi byggingu Tónlistarhússins. Samn- ingurinn var gerður með fyrirvara um að ríki og borg gangi endanlega frá fjármögnun verksins en það hef- ur tafist hjá ríkisbönkunum, sem unnið hafa í sambankaláni hér innan- lands. Hefði þessi samningur ekki verið gerður, hefðu Íslenskir aðalverktak- ar orðið að hægja á framkvæmdum og jafnvel segja upp starfsfólki núna um mánaðamótin. Um 150 manns hafa unnið þarna á síðustu vikum en sem kunnugt er stöðvuðust fram- kvæmdir um síðustu jól þar sem að- standendur verksins komust í þrot. „Þetta er yfirferð á nokkrum breytingum sem þótti nauðsynlegt að gera en samningurinn gerir áfram ráð fyrir að framkvæmdum verði lok- ið í febrúar árið 2011,“ segir Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, um samninginn. Tafir síðan í febrúar Hann segir það aðeins spurningu um daga að gengið verði endanlega frá öllum samningum, sem síðan þurfa að fara fyrir ráðuneyti og borg- aryfirvöld. Fer málið að öllum lík- indum fyrir borgarráð á morgun. Stefán segir töfina á málinu vissu- lega vera orðna bagalega en borg- arstjóri og menntamálaráðherra undirrituðu viljayfirlýsingu 19. febr- úar sl. um að hefja framkvæmdir við Tónlistarhúsið á nýjan leik, en þær stöðvuðust í lok síðasta árs. Áætlanir gera ráð fyrir að 13-15 milljarða króna kosti að ljúka byggingu Tón- listar- og ráðstefnuhússins. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Tónlistarhúsið Litlu munaði að framkvæmdir stöðvuðust á ný. Samið á ný um Tón- listarhúsið Með fyrirvara um að fjármögnunin klárist SVEITARSTJÓRNARMENN í Rangárþingi eystra hitta forsvars- menn Heilbrigðisstofnunar Suður- lands (HSu) í dag vegna áforma um breytingar á sjúkraflutn- ingaþjónustu í Rangárvalla- sýslu. HSu fundaði með sveitarstjórn- armönnum í Ása- hreppi og Rang- árþingi ytra í fyrradag. Breyt- ingin mun koma verst niður á Rangárþingi eystra sem er lengst frá Selfossi þriggja sveitarfélaga í sýslunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveit- arstjórnarmaður í Rangárþingi eystra, sagði að þegar þau hefðu heyrt að minnka ætti sjúkraflutn- ingaþjónustu á Hvolsvelli hefði ver- ið óskað eftir fundi með forstjóra HSu. Rangæskir sveitarstjórn- armenn fóru einnig á fund sunn- lenskra sveitarstjórnarmanna með Ögmundi Jónassyni heilbrigð- isráðherra og fóru yfir málið þar. „Rangæingar standa saman gegn þessu,“ sagði Unnur Brá. „Við telj- um að víglínan um hvernig skorið verður niður hjá hinu opinbera kristallist í þessu máli. Það þarf að skera niður en við teljum ófært að byrja á grundvallaröryggisþáttum samfélagsins. Við fáum bréf frá fólki sem væntanlega mun fara héð- an ef af þessu verður. Fólk sem ætl- ar að ferðast hér um hefur sam- band og segir að því þyki þetta óþægilegt. Við höfum þungar áhyggjur af þessari breytingu.“ gudni@mbl.is Andvíg breyt- ingu á sjúkra- flutningum Unnur Brá Konráðsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að samþykkja beri kröfu lögmanna Olíuverslunar Íslands, Kers og Skeljungs um dómkvaðn- ingu tveggja matsmanna til að vinna álitsgerð félaganna gegn Samkeppn- iseftirlitinu. Samkeppniseftirlitið krafðist þess að dómari hafnaði kröf- unni en hann ekki var heimild fyrir slíkri höfnun. Um er að ræða upprunalega sam- ráðsmálið sem rekið hefur verið fyrir dómstólum frá hausti 2005. Olíufé- lögin fara fram á að úrskurði Sam- keppniseftirlitsins frá október 2004, um að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð á árunum 1993 til 2001 verði hnekkt. Álitsgerðin sem lögmenn olíufé- laganna fara fram á snýr að því hver ávinningur olíufélaganna af meintu samráði hefði verið ef við viðmiðun á tímabili samráðs hefði tímabilið 1996-2001 verið borið saman við tímabilið 2002-2004 miðað við út- reikninga Samkeppnisráðs (nú Sam- keppniseftirlits). Heimir Örn Herbertsson, lögmað- ur Samkeppniseftirlitsins, fór fram á að kröfunni yrði synjað, m.a. þar sem ítarleg gögn um málefnið liggja fyrir í málinu, sönnunarfærslan væri þarf- laus og málsmeðferð hefði þegar dregist langt fram úr hófi. Héraðsdómur taldi ekki bersýni- legt að hin nýja álitsgerð skipti ekki máli fyrir niðurstöðu málsins. Dóm- urinn tók undir að málshraði hefði verið of hægur en taldi þó að heimild skorti til að hafna dómkvaðningu á þeirri forsendu að meginreglan um hraða málsmeðferð hefði ekki verið virt. Hæstiréttur vísaði í forsendur héraðsdóms í dómi sínum og stað- festi úrskurðinn. Önnur álitsgerð gerð Hæstiréttur staðfesti að dómkvaddir verða tveir matsmenn til að vinna mat á ávinningi olíufélaganna af meintu samráði Morgunblaðið/Júlíus Breytingarnar á stjórnarskrárfrumvarpinu snúa m.a. að auðlindaákvæðinu, aðferðum við breyt- ingu stjórnarskrárinnar sem og ítarlegri skil- yrðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hafa flokkarnir einnig lagt fram tillögu um að kostnaði við stjórnlagaþing verði náð niður, t.a.m. með því að kosið verði til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010, í stað sérstakra kosninga á þessu ári. Aukin áhersla verði þá lögð á starf sérfræðinganefnda, frekar en að fulltrúar stjórnlagaþings verði í fullu starfi. Kosið til stjórnlagaþings með- fram sveitarstjórnarkosningum KING KOIL HEILSURÚMVERÐSPRENGJA - 35% AFSLÁTTU R! H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 CASTAWAY Queen size (153x203) Verð 220.000 kr. KK-TILBOÐ 165.000 kr. = 55.000 kr. AFSLÁTTUR! CASTAWAY • 7 svæðaskipt svefnsvæði • 5 svæðaskipt gormakerfi • 10 ára ábyrgð • Lagar sig að líkamanum • Veitir góða slökun • Stuðningur við bak og önnur viðkvæm svæði líkamans • Tvíhert sérvalið stál í gormakerfi • Hreyfing milli svefnsvæða aldrei minni • Steyptir kantar • 20% stærri svefnflötur • Þarf ekki að snúa TILBOÐ KK+REKKJAN 143.000 kr. = 77.000 kr. AFSLÁTTUR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.