Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Knowing hefst á for-vitnilegum nótum árið1959. Skólabörn eru látinsetja á blað hugmyndir sínar um framtíðina og þau sett í tímahylki sem á að opna að hálfri öld liðinni. Krakkarnir teikna eld- flaugar, vélmenni og aðra slíka fram- andi hluti. Öll nema Lucinda (Rob- inson), skyggn, skrýtin en klár telpa sem skrifar niður langar talnaraðir á blaðið sitt. 50 árin líða og bréfið með talna- röðunum lendir í höndum Johns Koestlers (Cage), stjarneðlisfræð- ings við MIT. Hann uppgötvar sér til skelfingar að tölurnar eru dagsetn- ingar stórslysa á jörðu, s.s 11. sept., og nákvæmar staðsetningar þeirra. Hann verður þess einnig áskynja að grunsamlegir menn eru á hælum hans og sonar hans, Calebs (Canter- bury), og telpunnar Abby (Rob- inson), afkomenda Lucindu. Koest- ler sér á blaðinu að válegasti og síðasti atburðurinn á listanum á eftir að gerast og þar koma börnin við sögu. Lengi vel tekst Proyas (The Crow, I Robot) að halda gangandi spennu og dulúð, dómsdagur virðist í nánd og spurningin hvort Koestler tekst að koma í veg fyrir hann eður ei og hverjar verði afleiðingarnar. Eru all- ir feigir, hvert er hlutverk barnanna? Spurningarnar eru ótæmandi, undir niðri örlar á ógreinilegum boðskap sem rennur út í sæbarða basaltmöl (mugarite), sem finnst m.a. á ströndinni undir Jökli. Tilkoma hennar vekur enn eina fá- ránlega spurningu og í heild minnir Knowing ískyggilega mikið á hálf- karaðar myndir M. Night Shyamal- ans, sem fást við yfirskilvitlega hluti en kikna jafnan á ærlegum nið- urstöðum, að Sjötta skilningarvitinu undanskildu. Síðari hluti Knowing hrapar niður í ódýran endasprett sem verður ekki farið nánar út í ef einhverjir eiga eft- ir að berja ósköpin augum. Hann er trúarlegs eðlis og við oss blasir lífs- ins tré … Cage hagar sér ekki mjög vís- indalega, öllu frekar minnir hegðun hans á vandræðagrip í nauðum. Framvindan er ófrumleg og hefur upp á lítið að bjóða fyrir aðdáendur heimsendamynda. Myrk og drunga- leg líkt og fyrri verk leikstjórans og er gleymd áður en maður gengur vonsvikinn út úr salnum eftir rösk- lega tveggja tíma setu. Gripur í nauðum „Nicolas Cage hagar sér ekki mjög vísindalega, hegðun hans minnir frekar á vandræðagrip í nauðum,“ segir í dómnum. Sambíóin Knowing bbmnn Leikstjóri: Alex Proyas. Aðalleikarar: Nicolas Cage, Rose Byrne, Chandler Canterbury, Lara Robinson, Ben Mend- elsohn. 120 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Heimur í andarslitrunum VESALINGS New York, það á ekki af henni að ganga. Hún fær heldur betur á baukinn í Know- ing, þó svo að myndin sé tekin í Ástralíu og mun frumlegra að láta endalokin fara fram með lík- an af Melbourne, Sydney eða Canberra í bakgrunninum. En New York skal það vera. Þar sprangaði ófreskjan Godzilla; borgin hvarf í frost og hregg- barðar fannir fimbulvetrar í The Day After Tomorrow; var örygg- isfangelsi fyrir heimsins verstu hrakmenni í Escape From New York; íbúana greip sjálfseyð- ingaræði í The Happening; skrímsli ætluðu allt að drepa í Cloverfield; risavaxin geimskip byrgðu fyrir sólu og spúðu eldi og eimyrju yfir borgarbúa í In- dependence Day. Hvað næst? Hauslaus Frelsisgyðjan í New York höfðinu styttri í kvikmynd- inni Cloverfield. Hvers á New York að gjalda? LÍTIL MÚS, STÓRIR DRAUMAR Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó - S.V., MBL- L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN Marley & Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Desperaux ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ The Pink Panther kl. 3:40 LEYFÐ Mall cop kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Mall cop kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Killshot kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Blái Fíllinn ísl. tal kl. 4 600 kr. f. börn, 750 kr. f. fullorðna LEYFÐ Watchmen kl. 5:50 - 9 DIGITAL B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 með íslensku tali SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali um vináttu, ást og hugrekki. MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLD- SÖGUM SÍÐUSTU ALDAR FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! SÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 MÖGNUÐ SPENNU- MYND GERÐ EFTIR SÖGU MEISTARA ELMORE LEONARD MEÐ DIANE LANE OG MICKEY ROURKE Í AÐALHLUTVERKUM. MYND UM HJÓN SEM ERU HUDELT AF LEIGU- MORÐINGJA OG FÉLAGA HANS! SÝND Í SMÁRABÍÓI Í GÆR VAR HÚN VITNI Í DAG ER HÚN SKOTMARK “BRILLIANT AÐLÖGUN Á EINNI VIRTUSTU MYNDASÖGU ALLRA TÍMA. GEFUR MYNDUM EINS OG DARK KNIGHT LÍTIÐ EFTIR.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS “WATCHMEN ER AUGNA- KONFEKT, VEL KLIPPT OG TEKIN... PUNTUÐ MEÐ TÓNLIST SNILLINGA...“ - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI NEW YORK POST 100% PREMIERE 100% CHICAGO SUN TIMES - R.EBERT 100% STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI - S.V., MBL Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á gar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! MIÐVIKUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 500 KR. Á ALLAR MYNDIR Í HÚSINU, ALLAN DAGINN! FRÁ TONY GILROY, EINUM AF HÖFUNDUM BOURNE MYNDANNA KEMUR FRÁBÆR MYND Í ANDA- OCEANS ÞRÍLEIKSINS. Sýnd kl. 8 og 10:30 500 kr. NEW YORK POST 90/100 VARIETY -bara lúxus Sími 553 2075 Vinsælasta gamanmynd ársins í USA 2 vikur á toppnum! ÖRYGGI TEKUR SÉR ALDREI FRÍ Sýnd kl. 6, 8 og 10 Vinsælasta myndin á Íslandi í dag 500 kr. 500 kr. 500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.