Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Langflest íslensk ungbörn eru á brjósti og yfir 95% mæðra hefja brjóstagjöf hér- lendis. Kostir þess að hafa börn á brjósti eru sífellt til athug- unar og vega þeir margfalt þyngra en neikvæð áhrif af eit- urefnum í brjóstamjólk. Að sjálf- sögðu er ekki verið að taka nei- kvæða afstöðu til þeirra mæðra sem gefa börnum sínum þurr- mjólk af einhverjum ástæðum. Eingöngu er verið að benda á þá rökvillu sem felst í því að mæður sem vilja hafa börn sín á brjósti geri það ekki af ótta við að vera að „eitra“ fyrir barninu. Kostir umfram ókosti Hérlendar rannsóknir Rann- sóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands sýna að börn sem nærast á móð- urmjólk seinni hluta fyrsta árs verða síður of þung við upphaf skólagöngu, hafa blóðfitu- samsetningu sem virðist æski- legri og þau standa sig að jafnaði einnig betur á þroskaprófum. Brjóstamjólk inniheldur ekki eingöngu bestu mögulegu nær- ingu fyrir ungbarnið heldur ýmis lífvirk hollustuefni. Brjóstamjólk inniheldur þannig mótefni, vaxt- arþætti, ónæmisboðefni, örveru- eyðandi efni auk sérstakra ónæm- isfrumna. Þessi efni styðja við óþroskað ónæmiskerfi ungbarns- ins og vernda barnið meðan ónæmiskerfi þess nær fullum þroska. Enn fremur hjálpa efnin til við að þroska meltingarfæri barnsins og taugaþroska ásamt því að stilla af ýmsa líkamsvirkni. Margar rannsóknir sýna skamm- taháð áhrif, því lengur sem barnið er á brjósti því jákvæðari áhrif hefur móðurmjólkin á vöxt og þroska barnsins. Þá sýna þroska- og taugafræðileg próf góð áhrif á frammistöðu barna sem fá móð- urmjólk. Niðurstöður rannsókna benda einnig til þess að börn sem drekka móðurmjólk fái sjaldnar öndunarfærasýkingar, niðurgang, eyrnabólgu og þvagfærasýkingar en aðrir jafnaldrar þeirra. Einnig virðist minnkuð hætta á syk- ursýki, ofnæmi og ákveðnum gerðum krabbameina hjá ein- staklingum sem hafa nærst á móðurmjólk. Þá virðist móð- urmjólkin draga úr líkum á offitu og hjartasjúkdómum síðar á lífs- leiðinni. Ráðlagt er að næra börn á móðurmjólkinni einni saman fyrstu sex mánuði ævinnar, auk þess sem þeim eru gefnir D- vítamíndropar frá fjögurra vikna aldri. Ef þörf er fyrir ábót fyrstu fjóra mánuðina er þurrmjólk fyrir ungbörn ráðlögð, en síðar er mælt með að gefa vel maukaða fæðu í litlum skömmtum ef fjög- urra til sex mánaða barn fær ekki nægju sína af brjóstamjólkinni. Styrkur þrávirkra lífrænna efna (til dæmis PCB og DDT) hef- ur lækkað í blóði og brjóstamjólk á undanförnum árum eða eftir að notkun þessara efnasambanda var takmörkuð eða bönnuð. Efna- greiningar Rannsóknastofu í lyfja- fræði við Háskóla Íslands stað- festa þetta. Einnig má nefna að nýlega lét Rannsóknastofa í nær- ingarfræði mæla magn kvikasilf- urs í blóði ungra kvenna og sýndu þær efnagreiningar lágan styrk. Þrávirk efnasambönd og þung- málmar safnast fyrir, bæði í kon- um og körlum í áranna rás – og halda áfram að safnast í fituvef fólks löngu eftir að fólk er hætt að drekka úr brjóstum mæðra sinna! Brjóstamjólk er því ekki eini vefur mannsins sem inniheld- ur umrædd efnasambönd. Því er barnið ekki varið fyrir þessum efnum úr umhverfinu þótt það fái ekki móðurmjólkina. Mælingar á brjóstamjólk og öðrum líkamsvessum hafa hjálpað til og ýtt undir strangari reglu- gerðir til að takmarka notkun efna eins og PCB og DDT. Strangari löggjöf um eiturefni hefur einmitt skilað því að magn ýmissa eiturefna er minna í mann- inum í dag en var fyrir 10-20 ár- um. Samkvæmt nýrri grein í tíma- ritinu Umhverfisheilsa („Environmental Health“) eru lífsýni frá löndum sem hafa reglur um efnanotkun með mun lægri styrk eiturefna en lífsýni frá löndum sem hafa ekki slíkar regl- ur. Þegar athygli er dregin að efnaleifum í brjóstamjólk þá má ekki gleyma uppsprettunni. Mengunarefni frá ýmiss konar iðnaði fara út í umhverfið og valda menguninni. Þrávirk eitur- efni safnast fyrir og hafa áhrif sem greina má upp alla fæðukeðj- una, þar með talið á menn. Það má því líta á söfnun slíkra efna í brjóstamjólk sem vísbendingu um þá byrði sem mengunin er fyrir alla, ekki eingöngu brjóstabörn. Mælingar og frekari rannsóknir í framtíðinni munu gera það kleift að fylgjast með og meta efni í umhverfi mannsins. Þannig er unnið að því að styrkja reglur sem varna losun eiturefna út í umhverfið en öðruvísi er ekki hægt að takmarka uppsöfnun þeirra í mannslíkamanum. Móðurmjólkin er ákjósanleg- asta næringin fyrir ung börn samkvæmt niðurstöðum margra rannsókna. Það má jafnvel leiða líkum að því að hún sé besta upp- bótin sem völ er á fyrir þau hugs- anlegu neikvæðu áhrif sem barnið verður fyrir í móðurkviði vegna flutnings óæskilegra efna um fylgju. Brjóstamjólk – eitur eða lífsins elexír? Svandís Erna Jónsdóttir og Inga Þórsdóttir tíunda jákvæð áhrif brjóstamjólkur á börn »Móðurmjólkin er ákjósanlegasta nær- ingin fyrir ung börn samkvæmt niðurstöðum margra rannsókna. Svandís Erna er næringarfræðingur og doktorsnemi við Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítalann og Háskóla Íslands. Inga er for- stöðumaður Rannsóknastofu í nær- ingarfræði og prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Ís- lands. Svandís Erna Jónsdóttir Inga Þórsdóttir UNDANFARIÐ hafa birst tölur um ráðgjafarkostnað hins opinbera. Í þeirri um- ræðu hefur verið mikið rætt um kostnað en ekki þann mikla ávinn- ing sem aðkeypt vinna ráðgjafa getur leitt af sér. Hefur því tónninn í kjölfarið verið sá að opinberir að- ilar ættu að halda sig frá slíkum fjáraustri – þar væri verið að bruðla og fara illa með fé. En er það nú rétt ályktað? Þegar vel er að staðið felst lyk- ilkostur ráðgjafar í tímabundinni að- komu sérfræðinga sem hafa ítarlega þekkingu og reynslu á tilteknum sviðum. Í grófum dráttum getur ráðgjafarfyrirtæki bæði greint upp- lýsingar sem nýtast til stefnumót- unar í einstökum málum sem og skipulagt, endurskipulagt eða bætt störf og verkferli á ákveðnum svið- um. Það má með sanni segja að ráð- gjafi sé eins og gestur þar sem gildir að glöggt er gests augað. Í þróaðri stjórnsýslu, eins og til dæmis á Norð- urlöndum, er almennt viðurkennt að meiri ár- angur næst alla jafna í rekstri hins opinbera ef leitað er aðstoðar ráðgjafarfyrirtækja við stefnumótun og lausn afmarkaðra verkefna. Skýringin er, eins og bent er á hér að ofan, að í krafti þekkingar og reynslu hafa ráðgjaf- arfyrirtæki tök á að leysa verkefni með hnitmiðuðum hætti. Í Danmörku er notkun ráðgjaf- arfyrirtækja hjá opinberum aðilum í mjög föstum skorðum. Stofnun sem sér um innkaup fyrir ríki og sveit- arfélög hefur gert rammasamninga við tiltekin ráðgjafarfyrirtæki að undangengnu útboði þar sem tekið er tillit til gæða og verðs á þjónustu fyrirtækjanna. Stofnunin hefur því unnið forvinnu sem opinberir aðilar geta nýtt sér þegar þeir hyggjast kaupa ráðgjöf. Danska ríkið er mjög stór kaupandi ráðgjafar þar í landi enda stefna stjórnvalda að leita ávallt hagkvæmustu leiða m.a. með útvistun verkefna til einkaaðila. Í umræðunni undanfarið hefur borið á ósanngjörnum viðhorfum gagnvart ráðgjöfum og ráðgjaf- arfyrirtækjum hér á landi. Sumt í þeirri gagnrýni á rétt á sér en um- ræðan ber vott um ákveðið þekking- arleysi á eðli og gagnsemi ráðgjafar og sérfræðiþjónustu. Capacent er ís- lenskt fyrirtæki með á annað hundr- að starfsmenn á Íslandi og um 400 starfsmenn í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Stærstu viðskiptavinir Capacent eru opinberir aðilar í Dan- mörku, bæði ríki og sveitafélög. Þar er löng hefð fyrir því að þessir aðilar nýti sér sérfræðiráðgjöf með mark- vissum og árangursríkum hætti og er Capacent eitt þeirra ráðgjaf- arfyrirtækja sem hafart ramma- samninga við dönsku innkaupastofn- unina. Á Íslandi eru ríki og sveitarfélög skemur komin í að nýta sér þjónustu ráðgjafarfyrirtækja en merkja má jákvæða þróun í þessum málum m.a. með auknu aðhaldi og gagnsæi í um- fjöllun og viðleitni ríkiskaupa við út- boð á ráðgjafarþjónustu. Lykilatriði til árangurs í þessum efnum er að skilgreina verkefnin vel, vanda val ráðgjafa og meta árangur af verk- efnum. Það er mikill misskilningur að halda að ríkið geti sparað sér ráð- gjafarkostnað með því að fjölga op- inberum starfsmönnum. Utanaðkomandi ráðgjöf er við- urkenndur liður í þróaðri stjórn- sýslu í mörgum nágrannalöndum okkar sem byggjast ríkri hefð í þessum efnum. Það væri hrapallegt ef óupplýst umræða á Íslandi yrði til þess að fæla opinbera aðila frá því að nota þessa viðurkenndu leið til að gera betur í íslenskri stjórnsýslu. Ráðgjöf – Viðurkennd leið í þróaðri stjórnsýslu Ingvi Þór Elliðason fjallar um ráðgjöf og þróaða stjórn- sýslu » Í umræðu um ráð- gjafarkostnað hins opinbera hefur verið mikið rætt um kostnað en ekki þann mikla ávinning sem aðkeypt vinna ráðgjafa getur leitt af sér. Ingvi Þór Elliðason Höfundur er forstjóri Capacent á Íslandi. Sæll Steingrímur. Hvað hyggst þú sem ráðherra fjár- mála gera í sam- bandi við eftirfar- andi? Óheiðarleg vinnu- brögð Landsbankans í tengslum við pen- ingamarkaðsreikn- inga bankans a) Kynning bankans var röng og hafði það í för með sér að ís- lenskur almenningur í þús- undavís fékk eftir fall bankans stöðu fjárfesta, en skilningur fólksins og tilgangur með við- skiptum við Landsbankann var fjárvarsla, geymsla á sparifé, ekki fjárfesting. Það gengur ein- faldlega ekki að þúsundir verði allt í einu fjárfestar bara vegna þess að Landsbankinn segi það. Hefur fólkið sjálft ekkert um það að segja? b) Meðferð fjármuna sem söfn- uðust í peningamarkaðssjóð Landsbankans. Það er rökstuddur grunur um að sjóðsstjórar hafi ekki unnið í þágu eigenda peningabréfareikn- inga eins og þeim bar heldur í þágu stærstu eigenda Lands- bankans. Það er óverjandi að skilanefnd Landsbankans og/eða NBI geti neitað að veita umbeðnar upplýs- ingar til eigenda peningabréf- areikninga (á fagmáli kallað hlut- deildarskírteina) í bankanum. Hvernig má það vera að sér- stakur saksóknari skipaður af stjórnvöldum fær ekki tafarlaust upplýsingar úr bönkum sem eru í eigu sömu stjórnvalda? Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir? c) Eru þær þúsundir sem töp- uðu sparifé í peningabréfum á meðal kröfuhafa Landsbankans? Ef ekki, hvers vegna? Skattlagningu sparifjár sem tapaðist vegna ofanritaðs og setningu neyðarlaganna í byrjun okt. 2008 Hvaða réttlæti er í því að fólk og félög sem geymdu sparifé sitt í peningamark- aðsreikningum bank- anna borgi skatta af því sparifé sem tap- aðist við hrun bank- anna og setningu neyðarlaganna? Skattlagningu á hlutabréfum sem töp- uðust við fall bank- anna í okt. 2008 Getur það verið að fólk sem átti hlutabréf sem töpuðust við fall bankanna þurfi að borga skatta af eigninni sem tapaðist? Ef ofanritað er dæmi um rétt- lætiskennd þeirra sem landinu stjórna, þá þarf ég ekki kynnast þeirra ranglæti. Þetta er meira en nóg. Hvernig ætla stjórnvöld að byggja upp traust á bankakerf- inu og stjórnkerfinu almennt ef ofanritað verður ekki leiðrétt? Ég óttast að fjöldi fólks á öll- um aldri muni flýja Ísland á næstunni ef ekki fara að sjást al- mennilegar aðgerðir í stað orða. Margir eiga í innri baráttu vegna þess að réttlætiskennd þeirra og ást á landinu togast á. Það þarf að bregðast við strax svo við missum ekki úr landi fjölda hæfi- leikaríks fólks. Fólk sem við þurfum á að halda til að end- urbyggja nýtt samfélag, opnara og betra en það sem hrundi í haust. Svar óskast. Reykjavík 26. mars 2009 Með kveðju Opið bréf til fjármálaráðherra Hörður Hilmarsson skrifar Steingrími J. Sigfússyni Hörður Hilmarsson »Ég óttast að fjöldi fólks á öllum aldri muni flýja Ísland á næstunni ef ekki fara að sjást almennilegar að- gerðir í stað orða. Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.