Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009                                    Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði um 1,2% í gær, en hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar í kauphöllum heimsins. Lokagildi úrvalsvísitölunnar var 639 stig. Eins og undanfarna mánuði voru við- skipti með hlutabréf í Kauphöllinni hér á landi ekki mikil í gær, eða fyrir um 200 milljónir króna. Viðskipti með skuldabréf námu hins vegar um 3,4 milljörðum. gretar@mbl.is Hækkun í Kauphöllinni ● RAGNAR Zop- honías Guð- jónsson, forstjóri Byrs sparisjóðs, segir viðskipti sín með stofnfjárhluti í Byr eðlileg en í DV í gær var sagt frá því að Fjármálaeft- irlitið hefði óskað eftir gögnum varð- andi viðskipti hans og annarra stjórnenda með stofn- fjárbréf í Byr í gegnum eignarhalds- félagið Húnahorn. Að sögn Ragnars átti Húnahorn 29,7 milljónir hluta í Byr og fjármagnaði stofnfjáraukninguna hjá MP banka árið 2007. „Í október á síðasta ári fékk félagið veðkall frá MP banka því trygging- arþekjan fór niður fyrir þau mörk sem koma fram í lánasamningi MP banka og Húnahorns. Þeir vildu gjaldfella lánin eða fá auknar tryggingar. Við vorum ekki tilbúnir í slíkt. Þá vildu þeir taka bréfin af okkur og láta þau ganga upp í lánin, sem var gert,“ segir Ragnar. Það sem FME rannsakar er hvernig þau bréf sem MP gekk að enduðu í eignarhaldsfélaginu Exeter Holding, sem er eigu í Arkea ehf., en það félag er í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, lög- manns og fyrrverandi starfsmanns MP banka, sem á 62,3%, Arnþórs Ævars- sonar sem á 2% og eignarhaldsfélags- ins Hólshlíðar ehf. sem á 35,7%. „Þegar bankar ganga að veðum þurfa þeir að framselja þau og þá kem- ur í ljós að MP framselur bréf Húna- horns beint yfir á félagið Exeter Hold- ing. Ég bað FME að skoða af hverju það var gert með þeim hætti því félagið átti ekki nein viðskipti við Exeter Holding,“ segir Ragnar. thorbjorn@mbl.is FME rannsakar viðskipti með stofnfjárhluti í Byr Ragnar Zophonías Guðjónsson FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is NOKKRIR hópar áhugasamra fjár- festa hafa lýst yfir áhuga á að kaupa tryggingafélagið Sjóvá af skilanefnd Glitnis. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er bæði um innlenda og erlenda hópa að ræða. Meðal þeirra erlendu aðila sem lýst hafa yfir áhuga er færeyska trygg- ingafélagið Føroyar, sem hefur frá febrúarlokum verið að kanna mögu- leikann á því að eignast íslenskt tryggingafélag. Hinir áhugasömu bjóðendur eru allir úr Evrópu, meðal annars af Norðurlöndunum. Verið er að taka saman upplýs- ingar um félagið fyrir þá um þessar mundir og hefur það staðið yfir í rúma viku. Salan mun þó líklegast ekki eiga sér stað fyrr en eftir páska. Um miðjan mars var gengið frá því að allar íslenskar eignir Milestone, sem áður átti Sjóvá, voru settar undir Sjóvá. Um er að ræða eignir fjárfest- ingarbankans Askar Capital og fjár- málafyrirtækisins Avant. Yfirráð yfir Sjóvá færðust síðan undir skilanefnd Glitnis, en bankinn var stærsti lán- ardrottinn Milestone. Ef Sjóvá verður selt er ólíklegt að allar þessar eignir fylgi með sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mun líklegra er talið að trygginga- reksturinn verði seldur ásamt Avant, sem sérhæfir sig í bílalánum. Aðrar eignir, svo sem fasteignasafn Askar Capital, munu þá mögulega fara til erlendra kröfuhafa Glitnis. Í byrjun mars voru allar erlendar eignir Milestone seldar á um 25 millj- arða króna, en þær voru metnar á um 80 milljarða í september 2008. Um er að ræða sænsk fjármálafyrirtæki og tryggingafélög sem heyrðu undir Moderna, dótturfélag Milestone. Útlendir fjárfestingahópar vilja kaupa Sjóvá af Glitni Í HNOTSKURN »Forsvarsmenn trygginga-félagsins Føroyar héldu fréttamannafund hérlendis hinn 10. mars og lýstu þar yfir vilja til að kaupa íslenskt tryggingafélag. »Ef það væri ekki hægt ætl-aði félagið að stofna nýtt tryggingafélag eða opna útibú á Íslandi. Fríverslunarsamn- ingur er í gildi milli landanna tveggja. »Færeyska trygginga-félagið þekkir vel til hjá Sjóvá því félögin tvö áttu í samstarfi fyrir tæpum áratug. Þá fékk færeyska félagið kerfi hjá Sjóvá til að hefja bílaútlán. Morgunblaðið/ÞÖK Sjóvá Líkur eru á því að félagið endi í eigu erlendra aðila á næstu vikum. AFKOMA Eimskips á fyrsta fjórð- ungi yfirstandandi rekstrarárs, á tímabilinu frá nóvember sl. til jan- úar á þessu ári, var neikvæð um 40,2 milljónir evra. Það svarar til tæp- lega 6,6 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta er meira tap en á sama tímabili í fyrra, en þá tap- aði Eimskip 38,9 milljónum evra. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skipafélagsins, segir að rekstr- arafkoma flutningastarfseminnar, sem er Eimskip, sé í samræmi við væntingar að undanskilinni afkomu Containerships sem hafi verið lakari en reiknað hafi verið með. Ársfjórð- ungirnn hafi verið erfiður vegna markaðsaðstæðna, en tekjur félags- ins lækkuðu um 24% milli ára. Heildarfjármagnskostnaður Eim- skips var 23,7 milljónir evra á árs- fjórðungnum og þar af var gengistap 6,0 milljónir evra. Eigið fé í lok fjórðungsins var neikvætt um 174,5 milljónir evra, en skuldir námu 1.950,5 milljónum evra en eignir 1.776,0 milljónum. gretar@mbl.is Tap Eim- skips eykst frá fyrra ári BAKKAVÖR Group var rekið með 154,2 milljóna punda tapi á árinu 2008, sem svarar til um 27 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Árið áður var hagnaður félagsins 47,4 milljónir punda. Segir í tilkynningu frá Bakkavör að fjármögnun rekstrarfélaga þess sé að fullu tryggð næstu þjú árin, en verulegur einskiptiskostnaður hafi haft áhrif á hagnaðinn 2008. Bakkavör tapar 27 milljörðum Fjármögnun tryggð næstu þrjú árin ANNAR fjórðungur þessa árs mun einkennast af gengishagnaði á skulda- bréfamarkaði, þar sem saman mun fara samdráttur í framboði og vaxta- lækkanir. Þetta er mat IFS Greiningar og kemur fram í nýrri skýrslu fyr- irtækisins, sem Snorri Jakobsson og Gunnar Bjarni Viðarsson tóku saman. Segir í skýrslunni að við fall bankanna í október á síðasta ári hafi mikið fé farið inn á innstæðureikninga. Líklegt sé að háir vextir og öryggi hafi freistað fjárfesta. Það háa vaxtastig sem nú sé á markaði sé hins vegar ekki komið til að vera. „Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa er sögulega með allra hæsta móti þrátt fyrir fyrirsjáanlegar stýrivaxtalækk- anir,“ segir í skýrslunni. „Lækkun vaxta mun ekki einungis hafa áhrif á óverðtryggða vexti heldur á allt vaxtarófið. Fari stýrivextir í 5% eftir 12 mánuði verður verðtryggða krafan tæplega yfir 5% þar sem fyrirséð verðhjöðnun mun líklega ekki vara lengi.“ Er því spáð í skýrslunni að stýrivextir muni lækka hratt á næstunni og verða komnir í um 7,5% seinnipart þessa árs og í 5% undir lok ársins. IFS Greining telur að aukning í skuldabréfaútgáfu á næstunni muni fyrst og fremst verða í óverðtryggðum bréfum og að skuldabréf sem ekki hafi ríkisábyrgð muni eiga erfitt uppdráttar. Þá hefur fyrirtækið komist að því, að fjárfestar hafi lagt meira fé inn á innstæðureikninga en að öllu jöfnu, sem hafi komið niður á skuldabréfamarkaði. gretar@mbl.is Tími skuldabréfanna runninn upp Bankabókin Fjárfestar hafa lagt meira inn á bankabækur en áður. FRÉTTASKÝRING Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is AÐ undanförnu hefur verið að koma fram hvaða lífeyrissjóðir ætla að skerða réttindi sjóðfélaga sinna, vegna þeirra áfalla sem orðið hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu. Nokkrir lífeyrissjóðir þurfa ekki að skerða réttindin, aðrir verða að gera það og enn aðrir ætla að skerða þau, þó svo að tryggingafræðileg staða þeirra skyldi þá ekki til þess. Um síðustu áramót tók gildi tíma- bundin breyting á lögum um lífeyr- issjóði, sem felur í sér að ekki er nauðsynlegt að skerða réttindi úr sjóðunum við neikvæða trygg- ingafræðilega stöðu þeirra, ef hún er innan við 15%. Áður var viðmiðið 10%. Samkvæmt bráðabirgðasam- antekt Fjármálaeftirlitsins, sem birt var nýlega, er tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna mjög misjöfn. Fimm sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu yfir 15%, og aðrir fimm sjóðir eru á bilinu 10- 15%. FME telur að þeir sjóðir sem eru með neikvæða stöðu yfir 15% þurfi væntanlega að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. Þetta eru Kjölur lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verk- fræðinga, Lífeyrissjóður Vestfirð- inga, Lífeyrissjóðurinn Skjöldur og Almenni lífeyrissjóðurinn. Um 5% skerðing að jafnaði Samkvæmt upplýsingum frá Hrafni Magnússyni, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka lífeyr- issjóða, ætla flestir þeirra sjóða sem eru með neikvæða tryggingafræði- lega stöðu á milli 10 og 15 prósenta að skerða réttindin. Þetta eigi við um Gildi, Sameinaða lífeyrissjóðinn Almenna lífeyrissjóðinn og Stafi, sem ætli að skerða réttindin um 10% eða hátt í það. „Þegar litið er til lífeyrissjóða- kerfisins í heild, og þar með talið Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, má ætla að skerðingin verði að jafn- aði í kringum 5%. Margir sjóðir hafa hins vegar ákveðið 10% skerðingu,“ segir Hrafn. Úr 200 þúsundum í 180 þúsund Flestir þekkja eflaust þau yfirlits- blöð sem lífeyrissjóðir senda sjóð- félögum sínum reglulega, þar sem fram koma væntanleg réttindi þegar viðkomandi verður kominn á lífeyr- isaldur. Þeir sem í dag vænta þess að fá t.d. 200 þúsund krónur á mán- uði í lífeyri eftir ákveðinn tíma verða að gera ráð fyrir einungis 180 þús- und krónum, miðað við núverandi verðlag, ef réttindi verða skert um 10%. Það er algeng skerðing hjá þeim sjóðum sem hafa tilkynnt slíkt. Innan við helmingur lífeyrissjóða hefur ákveðið skerðingu Algeng skerðing réttinda um 10% Morgunblaðið/Ómar ● FULLTRÚAR Samson hafa sent frá sér athugasemd vegna frétta um mál- efni þrotabús félagsins. Morgunblaðið sagði frá því í gær að Samson hefði meðal annars greitt fé til félagsins Opal Global Invest sem skráð er á Tortola-eyju. Í athugasemd Samson kemur fram að frá því skýrsla skipta- stjóra búsins var kynnt fyrir fimm vik- um hafi fulltrúarnir átt í samskiptum við þrotabússtjóra og honum hafi meðal annars borist skýrsla frá endur- skoðanda þar sem ljósi var varpað á umrædd mál. Umræddar athugasemdir þrotabússtjórans vörðuðu einungis við- skiptalán Samson til tiltekinna félaga vegna fjárfestinga þeirra og engum fjár- munum hefði verið komið í skjól eða felur. Nánar á mbl.is. Samson flutti fjármuni vegna fjárfestinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.