Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2009 Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | Stórhríð var í Þingeyjarsýslu og flestir vegir ófærir. Mjólkurbílar fóru af stað um kl. 15 frá Akureyri en urðu að bíða lengi í Víkurskarði þar sem ekki opnaðist fyrr en um kl. 18. Þá biðu margir bændur austan Vaðlaheiðar með fulla mjólkur- tanka og varð töluverð bið á því að sumir gætu farið að mjólka vegna plássleysis. Mánudagar eru verstu dagar hvað þetta varðar þar sem ekki er safnað mjólk á sunnudögum og því mjög mikið magn á sumum bæjum. Bíll kom austur í Reykja- hverfi um kl. 20 og var þá ekki alls staðar farið að mjólka en þá vildi ekki betur til en svo að hann bilaði og gat ekki dælt mjólkinni. Varð þá að kalla á annan bíl neð- an úr Aðaldal og kom hann á tí- unda tímanum. Margir höfðu eitthvert pláss, aðrið söfnuðu í brúsa og töluvert fór í svelginn hjá nokkrum. Sumir biðu með mjaltirnar og kýr því orðnar óstilltar þegar nálgaðist miðnætti en eins og gefur að skilja þykir bændum ekki gott að sjá á eftir mjólkinni í svelginn. Birgir Óli Sveinsson mjólkurbíl- stjóri sagði að víða hefðu tankar verið fullir. Hann var einn þeirra sem áttu langan og strangan dag á mánudag vegna veðursins. Töluvert af mjólkinni fór í svelginn Veður og ófærð tefur mjólkurflutninga Morgunblaðið/Atli Vigfússon NÆSTA útborg- un úr Atvinnu- leyisstrygg- ingasjóði verður í dag, 1. apríl. Þá verða greiddir út tæpir tveir millj- arðar króna til um 15 þúsund einstaklinga. Greiðslustofa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd annast greiðslurnar og segir Líney Árnadóttir forstöðukona að allt kapp verði lagt á að greiðslurnar berist fólki án tafa. Greiðslustofan er rekin innan Vinnumálastofnunar Norðurlands vestra. Í byrjun vetrar störfuðu 11 manns við Greiðslustofuna en vegna gríðarlegs álags að undanförnu hef- ur þeim verið fjölgað í 21. Jafnframt var tekið í notkun viðbótarhúsnæði. Líney segir að þrátt fyrir gríðarlegt álag hafi að mestu tekist að koma umsækjendum inn í greiðslukerfið á viðunandi tíma. Framundan sé síðan að þjónusta þann fjölmenna hóp sem er án atvinnu. Greiðslur úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði hafa vaxið hröðum skref- um í takt við stóraukið atvinnuleysi. Sjóðurinn greiddi út 1.600-1.700 milljónir í janúar og nálægt tveimur milljörðum í febrúar. Sjóðurinn greiddi út að meðaltali 260 milljónir á mánuði í fyrrasumar. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar um 21 milljarð á þessu ári og svo kann að fara, að hann verði tæmdur í lok þessa árs. 17.721 er án atvinnu Í gær var 17.721 einstaklingur skráður án atvinnu hjá Vinnu- málastofnun. Af þeimi hópi má ætla að rúmlega 3.000 séu í hlutastörfum og fái hlutabætur á móti . Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ástu R. Jóhannesdóttur félags- og tryggingamálaráðherra um breyt- ingu á lögum um atvinnuleysistrygg- ingar. Með lögunum er gildistími bráðabirgðaákvæðis um heimildir til að greiða hlutfallslegar atvinnuleys- isbætur á móti skertu starfshlutfalli launamanna framlengdur til 31. des- ember 2009. Gildistími bráðabirgða- ákvæðis um heimildir sjálfstætt starfandi einstaklinga til að taka að sér tilfallandi vinnu þrátt fyrir að fá greiddar atvinnuleysisbætur var einnig framlengdur til 31. desember 2009. sisi@mbl.is Tveir milljarð- ar í bætur Greiðslustofan bætir við sig starfsfólki Líney Árnadóttir ERFITT er að segja til um hvort gríðarlega mikil ræktun kannabisjurtarinnar hér á landi er til að anna eftirspurn eða búa til markað. Rannsóknir á notkun kannabis meðal fólks á aldrinum 18-30 ára vantar til að greina eftir- spurnina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Hann telur jafnvel að Lýð- heilsustöð ætti að gera markvissar mælingar í framhalds- skólum og háskólum til að sjá hvað er að gerast í þessum málum. Helgi gerði sjálfur rannsókn árið 2002 um útbreiðslu kannabiss á Íslandi. Þá sögðust um 20% 18-74 ára Íslend- inga hafa prófað kannabis og 6% oftar en tíu sinnum. Hins vegar voru aðeins um 2% sem sögðust hafa notað efnið síðustu sex mánuði fyrir mælinguna. Hann telur að notkunin sé að mestu bundin við aldurshóp- inn 18-30 ára og að langflestir vaxi upp úr henni á árunum á eftir, það sé mynstur sem þekkist á Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Hann segir notk- un fólks yfir þrítugt og fertugt á kannabis á Íslandi óverulega og hafa verið það undanfarin þrjátíu ár. Ef umfang kannabisræktunar endurspeglar eftirspurnina má telja líklegt að minni verksmiðjum fjölgi og fleiri rækti til eigin nota. Helgi segir að nú sjái margir að ræktun sé möguleg á Íslandi, þekkingin breiðist út og áhugasamir byrji á eigin vegum. Hann telur að þekking til að dyljast muni einnig aukast. andri@mbl.is Kortleggja þarf notkun 18-30 ára á kannabis Helgi Gunnlaugsson Fjöldi þeirra sem leituðu á sjúkrahúsið Vog vegna fíknar í kannabisefni hefur verið stöð- ugur undanfarin sex ár eða svo. Á síðasta ári leituðu þangað 620 sem sögðust fíknir í efnið. Það eru 35% allra sjúklinga. Á vef Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavand- ann (SÁÁ) segir að marktæk breyting sé þó milli ára í aldurs- hópnum 25-29 ára þar sem hef- ur verið hlutfallsleg fjölgun þeirra sem greinast kannabis- fíknir. Langflestir sjúklingar sem greinast með kannabisfíkn á Vogi hafa notað önnur vímuefni. 620 fíklar á Vogi Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BORGARFULLTRÚAR tókust harkalega á um endurskoðaða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 á aukafundi borg- arstjórnar í gær. Að lokum fór svo að áætlunin var samþykkt með átta atkvæðum meirihlutans, en minnihlutinn sat hjá. „Ég tel það mikið áhyggjuefni hvað Reykjavíkurborg lætur kreppuna bitna mikið á börnum borgarinnar,“ segir Svandís Svav- arsdóttir, borgarfulltrúi VG. Vísar hún þar til þess að taka eigi sem nemi um 180 kennslustundum á ári af nemendum 2.-4. bekkjar, ljóst sé að kennurum muni fækka í grunnskólum borgarinnar strax í haust vegna skipulagsbreytingar auk þess sem hækka eigi gjald- skrá hjá leikskólum. Bendir Svan- dís á að allt þetta gangi í berhögg við yfirlýst markmið aðgerð- aráætlunar borgarinnar frá síð- asta hausti. „En þrjú helstu mark- mið aðgerðaráætlunarinnar voru að verja störfin í borginni, standa vörð um grunnþjónustuna og hækka ekki gjaldskrár.“ Aðgerðaráætlunin í fullu gildi Í samtali við Morgunblaðið vísar Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs borgarinnar, gagnrýni minnihlutans á bug og segir meiri- hlutann hafa staðið við meginlínur í aðgerðaráætluninni. „Við erum ekki að hækka út- svarið, við erum að verja störf fastráðinna starfsmanna Reykja- víkurborgar og okkur hefur tekist að halda aftur af gjaldskrárhækk- unum,“ segir Kjartan. Aðspurður segist hann ekki líta svo á að við- bótarkennslustundin sé hluti af grunnþjónustu borgarinnar, enda sé hún ekki lögboðin og aðeins hafi verið boðið upp á hana í þremur öðrum sveitarfélögum í landinu. Hart deilt um fjárhagsáætlun Segir það áhyggjuefni hvað kreppan bitni mikið á börnum borgarinnar Svandís Svavarsdóttir Kjartan Magnússon Endurskoðun á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 hófst í byrjun janúar og var markmiðið að hagræða um rúma 2,3 milljarðar króna í sam- ræmi við samþykkta fjárhags- áætlun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni byggjast tillögurnar um hagræðingu í almennum rekstri á hugmyndum sem kom- ið hafa frá starfsmönnum og stjórnendum borgarinnar. Á þriðja þúsund starfsmanna tók þátt í að endurskoða fjárhags- áætlunina. Á þriðja þúsund manns tók þátt OLÍUSLIKJA hefur sést á yfirborði sjávar á Drekasvæðinu á gervihnatta- myndum. Það þykir styrkja vonir um að olía leynist þar undir hafsbotni. Fyrirtækið Fugro NPA kynnti á ráðstefnu í London 3.-5. mars sl. úrlestur radarmynda úr gervihnöttum af yfirborði sjávar á svæðinu. Af þeim mátti greina 186 merki um olíusmit. Þar af voru átta sem þóttu meira sannfær- andi en önnur. Minna en 1% af olíublettum á svæðinu var rakið til mengun- ar. Þetta þykir vísbending um náttúrulegt olíusmit úr hafsbotni. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar á Orkustofnun (OS), var ásamt öðrum fulltrúum OS og iðnaðarráðuneytis á ráðstefnunni til að kynna útboðsmál sérleyfa á Drekasvæðinu. Hann sagði að þótt sumir blett- ir þyki gefa sterkari vísbendingar en aðrir um náttúrulegan olíuleka af hafsbotni þá sé samt fólgin í þessu mikil óvissa. gudni@mbl.is Olíusmit á Drekasvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.