Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Síða 4

Ísfirðingur - 15.12.1965, Síða 4
4 ÍSFIRÐINGUR HRISTJÍN JÓNSSON FRÍ GARÐSSTÖÐUM: FERÐARABB ÚR SKYNDIFÖR TIl SVlÞJÚBAB Kristján Jónsson Flogið til Stokkhólms. Haustið 1920 dvaldi ég um hálfs mánaðar skeið í Stokk- hólmi. Ég lá þar yfir síldar- farmi, sem lent hafði í all- ómildum höndum. Gekk treg- lega að finna kaupanda að síldinni, og tókst raunar ekki nema að mjög litlu leyti að koma síldinni út. En það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Ég gerði mér far um að kynnast nokkuð borginni, eftir því sem tími vannst. En margt átti ég eftir að sjá, einkum var mér hugleikið að koma til Uppsala, en aldrei varð úr því. Þegar ég kvaddi Stokkhólm sagði ég við sjálfan mig: Hingað verð ég að koma aftur! Þetta hálfkveðna loforð hefur síðan geymst í huga mér, skotið upp öðru hvoru, en tækifærið ekki gefist. í síðastliðnum september auglýsti Flugfélag íslands nokkuð lækkuð fargjöld, á farmiðum, sem gilda skyldu um Oslo — Stokkhólm — Gautaborg, fram og aftur. Leist mér þetta tilvalin skyndiferð, og afréð að nota nú tækifærið. Færði ég síðan í tal við nokkra kunningja mína um að lyfta sér upp og slást í förina. Þeir munu hafa verið skyldir í hugsumarhætti konunni, í hinni miklu bók, sem hafði áhyggjur og um- svif út af mörgu. Kváðust þeir ekki mega hverfa frá skyldustörfum sínum. Má það máske ekki lasta, en fellur þó ekki að öllu í minn smekk. Hefi ég þar í huga ummæli úr merkri bók: „Ekkert er eins óforsjált og of mikil for- sjálni“. Engan veginn vil ég halda því fram tað ég hafi gegnt hlutverki Maríu. Ekki vildi ég þó hverfa frá áformi mínu og afréð að fara einn míns liðs, end bjóst ég við samfylgd, einhverra Reyk- víkinga, — sem mér brást þó. Tvær ungar húsfreyjur af Isafirði, Guðrún Gísladóttir og Sigríður Gunnarsdóttir, sá ég koma upp í vélina. Þær ætluðu til London um Kaupmanna- höfn, en urðu þess nú varir að hafa lent í skakkri vél. — Þetta var um rétta- leytið. Kom mér í hug að hér hefði gerst svipað og gerist oft í fjárréttum, að dregist hefði í skakkan dilk . Þetta kom þeim þó ekki að sök. Þær náðu til London seint um nóttina frá Oslo um Kaupmannahöfn. Flugvél okkar hóf sig upp af Reykjavíkurflugvelli um tvöleytið, hinn 17. september. Bjart var yfir, sólfar á blettum, þokuslæðingur á fjöllum hið efra og suður um hafið og Heiðmörkina. Brátt glitti í blásvart Kleifavatnið, umlukt dökku hrauni. — Að vörmu spori sást Þingvalla- vatn í fjarlægð. Hvítá og Ölfusá birtust brátt, sem silfurgrátt band á dauf- grænum feldi. Síðan Rangár- nar báðar, Markarfljót skol- grátt og „Landeyjar blika við blakkan sand“. — Græn túnin á Suðurláglendinu skera sig vel úr sölnuðu graslendinu eða dökku hrauni. Vestmanna- eyjar eru huldar þunnri þoku- slæðu, og nágranni þeirra, Surtur, hvílir undir sömu á- breiðu. Ung norsk háskóla- kona, sem dvalist hafði á Is- landi um skeið, situr gagnvart mér, og horfir vökulum augum yfir Suðurlandið og spyr um jöklanöfnin. Langjökull í fjarska, Eyja- fjallajökull nær og síðar Ör- æfajökull, skjóta kolhnum í blátt loftið. — Þar með hvarf landið sjónum. Stöku sinnum glittir í dökk- blátt hafið, en oftast flogið ofar skýjum. Ljósgrá skýja- beltin liggja eins og bómullar- felldur langt neðan við vélina. Innan stundar birtist skerja- garðurinn við suðurströnd Noregs. Rökkurslæða leggst yfir firði og eyjasund, en skærum ljósum í þorpum fjarðanna bregður fyrir í löngum röðum. Hygg ég að við höfum flogið inn Harðangurs- fjörðinn. Eftir stuuta stund segja ljósin okkur komna austur yfir fjöllin. Brátt birtist svo ljósadýrð Oslo- borgar og fluvélin steypir sér niður á völlinn. Mér bar að skipta um vél í Oslo, og taka S.A.S. vél til Stokkhólms um kveldið, en þó var ekki talið öruggt að við næðum í Stokk- hólms-vélina. Það reyndist þó betur en spáð var. Þegar ég gekk niður úr flug- vélinni var mér efst í hug að taska mín lenti í réttri flug- vél. — Hinar ágætu flug- þernur fullvissuðu mig um að ég mætti treysta því. -— Far- þegarnir steypa sér niður í flugvallarsalinn, og allir virðast þeir hugsa hið sama.. ■—■ Ekki má ég vera of seinn, flugvélin bíður ekki,-— Mér ógnaði hinn langi gangur flug- byggingarinnar, hygg hann um 200 metra frá að af- greiðslusal. Mátti ég hafa mig allan við að fylgjast með hinu yngra, léttstíga, fólki. Húsa- kynni þama á Fornebu- flug- velli, eru talin veglegustu á Norðurlöndum. Kastrup-völl- urinn við Kaupmannahöfn og flugvellir Stokkhólms, Ár- valda og Bromma standa þar að mér virðist,- talsvert að baki. — Við náðum auðveld- lega í Stokkhólmsvélina. Gat ég fengið mér hressingu í veitingasalnum meðan beðið var. Aftur var lagt af stað úr ljósheimi Oslóar. Ferðin til Stokkhólms tók 45 mínútur. 1 vélinni tók ég að hugleiða hvernig ganga myndi að fá inni á gistihúsi um nóttina í Stokkhólmi. Ég hafði að vísu pantað gistipláss á Reykja- víkurflugvelli, en stundum reynist ógerlegt að sinna slíku með stuttum fyrirvara. Við lentum á Árvalda flug- velli kl. um hálf níu. — Stór bifreið flutti farþegana á skrifstofu S.A.S. í Stokkhólmi. Það er langur vegur. Af- greiðslumaðurinn þarna, kann- aðist við skeytið frá Reykja- vík. Hann kvaðst hafa útvegað mér gistingu á Sjöfartshóteli. Beið þarna bifreið, sem tók okkur þrjá á gistihús þetta. Þegar ég var seztur í her- bergið var klukkan mín hálf tíu aðeins. — Lagðist ég nú ánægður til svefns, eftir langt ferðalag á stuttum tíma og ekki erfitt. Viðdvöl í Stokkliólmi. Áður en ég tók á mig náðir, sendi ég Kristjáni Sturlaugs- syni frá Múla, sem nú var ný- lega setstur að í Stokkhólmi, skeyti um að hitta mig á gisti- húsinu. Um tíuleytið morgun- inn eftir birtist Kristján í herbergisdyrunum, og varð ég komu hans næsta feginn. Er við höfðum spjallað saman stundarkorn bauð Kristján mér til hádegisverðar í mat- sölu í Samvinnusambands- byggingunni þarna á næstu grösum. — Þar er raunar nokkuð svipað snið á her- bergjaskipan og í Bændahöll- inni, en miklu tilkomuminna. Byggingar Samvinnu-sam- bandsins eru handan við Svelginn (Slussen) þar sem Lögurinn steypist í Eystra- salt í stríðum straumi, er nefnist, minnir mig , Norr- ström. Að máltíð lokinni skund- uðum við Kristján út í borg- ina — þoka var yfir og nokkurt úrfelli. Fórum við víða um gamla borgarhlutann, og áttaði ég mig þar brátt, því nálægt Drotningargötunni hafði ég áður haldið til í litlu gistihúsi. All miklu hefur þó verið bylt til síðan ég ráfaði þarna um fyrir 45 árum. Stórt gistihús „Conti- nental“ var nú horfið, en nýtt risið á grunni þess. Hin veg- lega Klarakirkja trónar ennþá þarna yfir. En í námunda við hana er risin verzlunarhöll mikil, venjulega nefnt P.P., víst hin langstærsta á Norður- löndum. Þar eru vörubúðir á fjórum hæðum, en húsið sjálft mun vera 200—300 metra langt. Rafmagnsstigar eru um allt, sem viðskiptamenn líða um í stórum hópum. — Full- yrt er að í þessu verzlunar- bákni fáist allar vörutegundir, sem seldar eru í búðum, auk stærri véla og bif reiða. Krist j án Sturlaugsson fræddi mig um það að fyrirtæki þetta hefði eitt árið greitt 25 miljónir kr. í skatta. Þarna í gömlu borg- inn eru götur mjög þröngar og næsta villugjarnt ókunn- ugum. Loks komum við í forsal Sönghallarinnar og fékk ég þar aðgöngumiða að hljóm- leikum um kvöldið. Kristján hafði ráðstafað handa sér kveldinu og sunnudeginum. Þarna var stórfenglegur sjón- og hljóðfæraleikur á ferðinni. Nebúkadnezer eftir tónskáldið Verdi. Leikurinn var ákaflega áhrifamikill. 72 manna sveit fyllti húsið voldugum hljóm- um. — Ég var að virða söfnuðinn fyrir mér þarna. — Þetta sýndist miðstéttarfólk, vel klætt en viðhafnarlaust. ■— Mér fannst kvenþjóðin þarna, samt ekki jafn fín í tauinu og fyrir rúmum 40 árum. Daginn eftir, sunnudaginn 18. sept. fór ég á Skanzinn, sem er nokkurskonar þjóð- garður og fremst byggðasafna á Norðurlöndum. Þar hafði ég komið áður, en haft of stutta viðdvöl. Nú virtist mér hér allt fullkomnara. Sólfar var um daginn og sá vítt um borgina af útsýnishæðum. Komu mér í hug Ijóðlínur úr kvæði Einars Benediktssonar: „Stokkhólmur langt þar sem augað eygði á ystu forvöð múrana teygði, með blikandi hafsöltum borgarálum, borin til aðals af landi og sjó“. Þarna eru í heilu lagi bónda- bæir, stærri og smærri, flestir frá 17. 18. og 19. öld. — Má lesa þama hibýlasögu Sví- þjóðar í gegnum aldirnar. Ekki hafa húsakynnin í sveit- unum þar verið burðug, á fyrri öldum og litlu skárri en á ís- landi. Kvikfénaður var þama í girðingum af ýmsu tagi. Sá ég þar eina íslenzka kind. Hér er því harla margt að skoða og fræðast um. Er ekki rúm né skilyrði til að lýsa þessu fjöbreytta byggðasafni frekar. Hvarvetna gengu stúlkur klæddar þjóðbúningum úr öllum landshlutum Svíþjóðar um beina, Bökuðu vöflur og

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.