Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1965, Side 13

Ísfirðingur - 15.12.1965, Side 13
ÍSFIRÐINGUR 13 GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON: FÆREYJAFOR 1965 Færeyjaferðin féll í minn hlut eins og óvænt hamingja. Orðsendingar bárust og boðið var til norrænnar há- tíðar í Þórshöfn, en enginn íslendingur gat sinnt því að koma til mótsins nema ég. Gömlu húsi: Norðmenn og Færeyingar efndu til þessarar hátíðar, sem haldin var dagana 3.—7. júlí í sumar. Viar hún ætluð til gagnkvæmrar kynningar þess- ara frændþjóða. Slík mót voru áður haldin árin 1908 og 1911, fyrra árið í Björgvin, en hið síðara í Þórshöfn. Á því móti var skáldið Matthías Jochums- son meðal þáttakanda, en hann var staddur í Noregi, þegar Norðmenn hófu för sína. Þessi mót þóttu mjög ánægjuleg og var fyrirhugað að hafa fleiri slíkar kynn- ingarsamkomur, en þá kom heimsstyrjöldin fyrri og síðan fymtist yfir þessar hug- myndir. Hafa því engin mót verið haldin með svipuðu sniði þangað til nú í sumar. Það varð að ráði að bjóða íslendingum þátttöku í mótinu og tóku félög Noregsvina og íslandsvina í Færeyjum að sér undirbúninginn þar. í Noregi önnuðust hliðstæð félög heimanbúnaðinn ásamt Noregs Ungdomslag, en það er samband ungmennafélaga þar í landi. Fór svo að frá Noregi komu 170 þátttak- endur, og voru flestir þeirra frá Noregs Ungdomslag.og höfðu fulltrúar þess alla farar- stjóm á hendi. Tóku Færeyja- á Þinganesi fararnir skip á leigu og bjuggu í því þangað til ferð- inni lauk. Hér á íslandi var leitað til Færeyjavinafélags og einnig til Ungmennafélags íslands, og jafnframt var þess vænst, að Þjóðdansafélag Reykja- víkur gæti sent fólk til há- tíðarinnar. Formaður móttökunefndar- innar í Færeyjum var Páll Patursson, bóndi í kirkjubæ, sonur hins mikla þjóðarleið- toga, skálds og stjómmála- manns, Jóannesar Paturssonar og Guðnýjar konu hans, en hún var íslenzk. Þegar útlit var fyrir litla þátttöku af Is- lands hálfu, sneri Páll sér til Ungmennafélags íslands með beiðni um að það legði til ræðumann á aðalsamkomu mótsins, sunnudaginn 4. júlí. Nú hittist illa á. Einmitt um þessa sömu helgi var ákveðið landsmót U.M.F.l. á Laugar- vatni, en næstu daga á undan sambandsþing þess á sama stað. Gátu því forustumenn ungmennafélaganna með engu móti farið úr landi á meðan, og mikill fjöldi félagsmanna var bundinn við hátíðina á Laugarvatni. Það varð nú mér til happs, að sambandsformaður ung- mennafélaganna, séra Eiríkur J. Eiríksson, var gagnkunn- ugur vestur á fjörðum og datt í hug að ég mundi ekki eiga svo annríkt, að ég neitaði slíkri för sem þessari. Var því leitað til mín, og eftir nokkra umhugsun tók ég boðinu, enda var fyrirhugað að ræðumenn töluðu hver á sínu móðurmáli. Fór ég því að hlakka til ferðarinnar, því að Færeyjar hafði ég aldrei áður augum litið. Fimmtudaginn 1. júlí flaug ég til Færeyja. Gimnfaxi lyfti sér af Reykjavíkurflugvelli, þegar klukkan var 20 mínútur gengin í 3 eftir hádegi. Veður var bjart og sást einkar vel til Surtseyjar. Gosmökkur stóð úr Syrtlingi með ýmsum litum, dökkgrár, ljósgrár og hvítur, allt á hreyfingu og með litbrigðum í glampandi sólskini. Flogið var yfir Vest- mannaeyjar, og var sem þær rismiklu klettaeyjar sendu kveðju systrum sínum suður í hafinu. Ég hafði kynnt mér í Reykjavík, hvort likur væru til þess að fleiri Islendingar væru á ferð til Færeyja vegna hátíðarinnar í Þórshöfn. En ekki hafði ég spumir af neinum. Þegar ég kom til Is- lands aftur, var mér sagt, að þrír menn hefðu haft nokkum hug á að fara, en hefðu gugnað á því. Þótti mér illt að hafa ekki náð fundi þeirra manna áður en ég fór, ef það hefði mátt verða þeim til hvatningar. Ég átti í fómm mínum eina bók um Færeyjar, ágæta bók, sem skáldið Jörgen Frantz Jacobsen skrifaði, en Aðal- steinn Sigmundsson þýddi á íslenzku. En sú bók var skrifuð 1936, og síðan hafa margar og miklar breytingar orðið í Færeyjum. Gekk ég þess vegna í nokkrar bóka- búðir í Reykjavík til þess að vita hvað þar væri á boð- stólum af bókum um Færeyjar og notaði jafnframt tækifærið til þess að spyrja um bækur á færeyskri tungu, því að mér var vel kunnugt að Færey- ingar eiga furðu miklar og merkilegar bókmenntir, þó að ég hefði fremur lítið af þeim lesið. Gangan til bóksalanna bar ekki mikinn árangur. Þar sem ég kom, fékkst ekkert rit á færeysku, en í bókabúð Snæ- bjarnar Jónssonar — „The English Bookshop" — var tiJ sölu lítill bæklingur um Fær- eyjar. Vitanlega var kverið á ensku, en það var ritað af Færeyingum ferðamönnum tiJ hvatningar og fræðslu, og í því voru fallegar myndir ásamt greinagóðum upplýs- ingum og uppdrætti af Færeyjum. Var hann glöggur og skýr, þótt lítill væri. Hafði ég þetta kver til lestrar í flugvélinni. Og svo birtast Færeyjar. Það er eins og þær kljúfi loft og sjó og svífi til móts við ferðamanninn, sem situr í loftinu. Þær minna á hnarreist höfuð og uppréttar hendur, þar sem þær gnæfa yfir Atlantshafið, sæbrattar mjög. Þær eru furðulega grænar að sjá, þar sem ekki er þver- hnípt bjarg, og græni liturinn er djúpur og sterkur, eins og vekjandi regnskúr sé ný- gengin yfir. Lækimir í hlíð- unum eru mjallhvítir og blæ- fagrir, og þeir sýnast renna ofan á klöppunum. Sennilega er bjargið svona hart eða þá að lækirnir hraða sér svo mikið til hafsins, að þeir gefa sér ekki tíma til að grafa sér farveg. Gunnfaxi sezt á flugvöllinn í Saurvogi kl. 5. Það er á Vogey. Þama er talsvert undirlendi og aðflug gott bæði úr suðri og norðri. Þorpið í Saurvogi stendur niður við sjóinn, myndarlegt fiskiþorp með 1000 íbúa. Vogey er all- stór ey, svo að tvær einar af Færeyjum em stærri, Straum- ey og Austurey. Vogey er önnur vestasta eyjan, ein lítil ey er vestar og heitir Mykines, og býr þar á lannað hundrað manns. Hamrar og björg eru allt í kringum Mykines og svo brimasamt, að stundum líða mánuðir án þess að hægt sé að komast þaðan eða þangað. Ekki er unnt að lenda bát nema á einum stað og þó því aðeins að ládeyða sé eða norðanátt. Ég hef séð mynd frá Mykinesi, þar sem verið er að taka póst á land. Það hefur ekki verið lendandi, og ára- bát er haldið frá berginu og þó sem næst því. Hópur karl- manna hefur komið á bjarg og sumir fara niður í hamrana, tylla tám á tæpustu syllur, og er bmgðið á þá böndum til stuðnings og öryggis. Svo verður auðvitað að koma föstum brögðum á póstpokana og draga þá upp. Svona er búsetan erfið í Mykinesi. En í landafræði Færeyinga segir svo: „Mykines er vestasta ey í Færeyjum; hún er óvenju fögur ey, — kópur að austan- verðu súla að vestanverðu og lundinn allstaðar.“ Auk þess eru þar beitilönd góð, en sauð- fé gengur úti allan veturinn í Færeyjum, svo sem kunnugt er. Þarna hefur þótt björgu- legt að búa. Þess má einnig geta, að einn helzti viti Færeyja er í Mykineshólmi, sem er að vísu skilinn frá eyjunni með gjá eða mjóu sundi, en það hefur verið brúað. Vogey sjálf er hömrum girt að norðanverðu og víðar, en annarsstaðar eru myndarlegir fiskibæir og verzlunarstaðir við fjarðarbotna og inn frá þeim ganga breiðir dalir.ef miðað er við það, sem gerist í Færeyjum. Gunnfaxi heldur áfram til Skotlands, en nokkrir far- þegar verða eftir í Færeyjum. Gert er ráð fyrir því, að þeir fari yfirleitt til Þórshafnar, og þess vegna fer áætlunar- bíll áleiðis þangað skömmu eftir komu flugvélarinnar. Ég stíg upp í hann með tösku mína. Bíllinn er ekki stór, hann minnir mig á þann, sem Þórhallur á Suðureyri hefur í förum milli ísafjarðar og næstu þorpa. Bíllinn rennur sem leið liggur suður dal þann, er heitir Klofinn, og fram með Saurvogsvatni, sem er stærsta stöðuvatn í Færeyjum. Síðan er ekið um láglendi suður til sjávar og farið um þorpin í Miðvogi og Sandavogi, en þaðan liggur leiðin um fjall- lendi yfir á austurströnd eyjarinnar. Þar kemur að sundi því, sem heitir Vest- mannasund og er milli Vog- eyjar og Straumeyjar. Það er mjótt sund, en nokkuð langt. Á þeirri strönd Vogeyjar, sem liggur að Vestmannasundi, er engin byggð, nema allra nyrzt.

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.